Mikið um stórlax í Hofsá Trausti Hafliðason skrifar 20. júlí 2012 06:30 Krókhylur efri í Hofsá getur verið mjög gjöfull veiðistaður. Mynd / Trausti Hafliðason Veiði í Hofsá í Vopnafirði hefur verið með ágætum það sem af er sumri. Í gærkvöldi höfðu 212 laxar komið á land og stórt hlutfall af þeim hefur verið tveggja ára lax. "Við erum nokkuð sáttir við stöðuna miðað við árstíma," segir Jón Magnús Sigurðarson, veiðivörður og staðarhaldari í Hofsá í samtali við Veiðivísi. "Líkt og annars staðar hafa aðstæður hér verið nokkuð erfiðar vegna þurrka. Það sem við höfum hins vegar fram yfir margar ár er vatnasvæðið uppi á heiði. Það er mjög víðfemt og gjöfult. Þó það vanti einhverja sentímetra upp á að áin sé í sínu besta formi þá verður hún aldrei lægri en hún er einmitt núna. Rennslið í Hofsá er því yfirleitt mjög jafnt og gott. Vatnshitinn hefur líka verið nokkuð hagstæður ólíkt því sem maður hefur frétt annars staðar frá."Þiggja duglegt vatnsveður Jón Magnús segir að þó menn séu nokkuð sáttir myndu þeir alveg þiggja duglegt vatnsveður til að koma veiðinni almennilega í gang. "Á miðvikudagskvöldinu rigndi aðeins en þegar við vöknuðum í gær var allt orðið skrjáfaþurrt og svona er þetta búið að vera of lengi. Það þarf að rigna vel í tvo daga og þá er þetta komið í gang fyrir alvöru því þá eykst ekki bara vatnsmagnið heldur bætist ferkst vatn í ána. Við erum samt engan veginn farnir að örvænta hér enda hefur byrjunin verið alveg ágæt og reynslan sýnir okkur Hofsá er síðsumarsá. Hún fer oft ekki almennilega í gang fyrr en 20 júlí og þá er yfirleitt góð veiði alveg fram í september."Hátt hlutfall stórlaxa Tveggja ára stofninn er mjög sterkur í Hofsá að sögn Jóns Magnúsar. "Ætli hlutfall stórlaxa í ánni sé ekki um 40 prósent af heildarveiðinni og stundum hefur það verið hærra en það. Það sem af er sumri hafa veiðst margir laxar sem eru yfir 90 sentímetrar. Það sem hefur kannski vantað upp á síðustu ár er að smálaxagöngurnar skili sér almennilega líkt og til dæmis var raunin á árunum 2000 til 2006. Ef það gengur eftir kvíðum við engu hér í Hofsá."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði
Veiði í Hofsá í Vopnafirði hefur verið með ágætum það sem af er sumri. Í gærkvöldi höfðu 212 laxar komið á land og stórt hlutfall af þeim hefur verið tveggja ára lax. "Við erum nokkuð sáttir við stöðuna miðað við árstíma," segir Jón Magnús Sigurðarson, veiðivörður og staðarhaldari í Hofsá í samtali við Veiðivísi. "Líkt og annars staðar hafa aðstæður hér verið nokkuð erfiðar vegna þurrka. Það sem við höfum hins vegar fram yfir margar ár er vatnasvæðið uppi á heiði. Það er mjög víðfemt og gjöfult. Þó það vanti einhverja sentímetra upp á að áin sé í sínu besta formi þá verður hún aldrei lægri en hún er einmitt núna. Rennslið í Hofsá er því yfirleitt mjög jafnt og gott. Vatnshitinn hefur líka verið nokkuð hagstæður ólíkt því sem maður hefur frétt annars staðar frá."Þiggja duglegt vatnsveður Jón Magnús segir að þó menn séu nokkuð sáttir myndu þeir alveg þiggja duglegt vatnsveður til að koma veiðinni almennilega í gang. "Á miðvikudagskvöldinu rigndi aðeins en þegar við vöknuðum í gær var allt orðið skrjáfaþurrt og svona er þetta búið að vera of lengi. Það þarf að rigna vel í tvo daga og þá er þetta komið í gang fyrir alvöru því þá eykst ekki bara vatnsmagnið heldur bætist ferkst vatn í ána. Við erum samt engan veginn farnir að örvænta hér enda hefur byrjunin verið alveg ágæt og reynslan sýnir okkur Hofsá er síðsumarsá. Hún fer oft ekki almennilega í gang fyrr en 20 júlí og þá er yfirleitt góð veiði alveg fram í september."Hátt hlutfall stórlaxa Tveggja ára stofninn er mjög sterkur í Hofsá að sögn Jóns Magnúsar. "Ætli hlutfall stórlaxa í ánni sé ekki um 40 prósent af heildarveiðinni og stundum hefur það verið hærra en það. Það sem af er sumri hafa veiðst margir laxar sem eru yfir 90 sentímetrar. Það sem hefur kannski vantað upp á síðustu ár er að smálaxagöngurnar skili sér almennilega líkt og til dæmis var raunin á árunum 2000 til 2006. Ef það gengur eftir kvíðum við engu hér í Hofsá."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði