Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 2-3 | Elín Metta hetja Valskvenna 9. ágúst 2012 17:06 Mynd/Ernir Elín Metta Jensen skoraði sigurmark Valskvenna í viðbótartíma er liðið vann 3-2 útisigur á Stjörnunni í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Stjarnan tapaði dýrmætum sigur í titilbaráttunni en Valur stimplaði sig inn í toppbaráttuna á nýjan leik. Eftir frekar tíðindalítinn fyrri hálfleik buðu leikmenn beggja liða upp á markaveislu í síðari hálfleik. Svava Rós Guðmundsdóttir kom gestunum yfir á 49. mínútu þegar hún slapp ein í gegn eftir sendingu Johönnu Rasmussen. Forysta Valskvenna var ekki langlíf því Ásgerður Stefanía Baldursdóttir jafnaði metin á 54. mínútu með fallegu skoti með vinstri fæti. Stjörnukonur virtist ætla að taka völdin en fengu mark í andlitið. Johanna Rasmussen fékk fína sendingu inn fyrir vörnina á 60. mínútu, lék aðþrengd á Söndru í marki Stjörnunnar og lagði boltann í tómt netið. Varamaðurinn Edda María Birgisdóttir jafnaði hins vegar metin á 73. mínútu þegar fyrirgjöf hennar fann sér leið framhjá Brett Maron í marki Vals. 2-2 og allt útlit fyrir stórmeistara jafntefli. Jafntefli hefðu líkast til verið sanngjörn úrslit en Valskonur voru á öðru máli. Í viðbótartíma sendi Dóra María Lárusdóttir flotta sendingu á Johönnu Rasmussen. Sú danska sendi í fyrsta fyrir markið á Elínu Mettu Jenssen sem stýrði knettinum fádæma yfirvegun í fjærhornið. Glæsilegt mark og sigur Valskvenna í höfn. Stjarnan varð af þremur stigum í toppbaráttunni en Þór/KA hefur nú sex stiga forskot á toppi deildarinnar eftir sigurinn. Þór/KA lagði FH 6-0 norðan heiða í kvöld og í ljósi þess að norðanstelpur eiga hvorki eftir að mæta Stjörnunni eða Val er titilinn þeirra að tapa. Valskonur réttu stöðu sína verulega með sigrinum. Liðið hefur nú 23 stig, líkt og Breiðablik, í 3.-4. sæti deildarinnar og er aðeins þremur stigum á eftir Stjörnunni. Liðin mætast í úrslitum bikarsins laugardaginn 25. ágúst og ljóst er að sá leikur verður mesta skemmtun ef marka má síðari hálfleik liðanna í Garðabænum í kvöld. Rakel: Þetta tryggir Þór/KA titilinnMynd/Ernir„Þetta var ótrúlega mikill vinnusigur. Við vorum þolinmóðar og höfðum trú á þessu allan tímann. Fyrir leik og allan leik. Það gekk allt upp sem við lögðum upp með," sagði Rakel Logadóttir miðjumaður Vals eftir leikinn. „Þetta var barátta og barningur eins og allir Stjörnuleikir eru. Við reynum að spila en þær tækla bara, senda boltann út í loftið og reyna stungusendingar. Svoleiðis spilar þær. Við reynum að halda boltanum á jörðinni, það gengur stundum og stundum ekki. „Við höfðum alltaf trú á þessu og við værum ekki í þessu ef við hefðum ekki trú á þessu. Við höfum lagt mikið á okkur og æfum vel og eigum þetta skilið. „Það er langt í Þór/KA og ef þær halda áfram að skora eins og þær hafa verið að gera þá eru þær að fara að vinna þetta. Ég held að þetta sé leikurinn sem tryggi Þór/KA titilinn, þær eru nú sex stigum á undan Stjörnunni og fimm leikir eftir," sagði Rakel sem vildi að lokum koma því á framfæri að Valsstelpur ætli að troða í sig litlum bleikum Stjörnurúllum í kvöld. Ásgerður: Höldum áframMynd/Ernir„Ég vil ekki halda að titilvonirnar hafi farið þarna. Það eru fimm leikir eftir og við verðum að halda áfram og hugsa um okkar, ekki pæla í öðrum leikjum. Það er allt hægt í þessu," sagði Ásgerður Stefánía Baldursdóttir sem skoraði annað mark Stjörnunnar í kvöld. „Þetta eru alltaf erfiðir leikir gegn Val. Þetta eru tvö jöfn lið en mér fannst við aðeins betri í kvöld. Þær kláruðu þetta í lokin. „Mér fannst þær skapa sér fjögur til fimm færi og klára þrjú. Þetta eru alltaf jafnir leikir gegn Val og ráðast úrslitin alltaf undir lokin. Þetta datt þeirra megin í dag en við eigum einn leik eftir við þær," sagð Ásgerður sem vísar þar í bikarúrslitaleikinn eftir rúman hálfan mánuð. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Elín Metta Jensen skoraði sigurmark Valskvenna í viðbótartíma er liðið vann 3-2 útisigur á Stjörnunni í 13. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Stjarnan tapaði dýrmætum sigur í titilbaráttunni en Valur stimplaði sig inn í toppbaráttuna á nýjan leik. Eftir frekar tíðindalítinn fyrri hálfleik buðu leikmenn beggja liða upp á markaveislu í síðari hálfleik. Svava Rós Guðmundsdóttir kom gestunum yfir á 49. mínútu þegar hún slapp ein í gegn eftir sendingu Johönnu Rasmussen. Forysta Valskvenna var ekki langlíf því Ásgerður Stefanía Baldursdóttir jafnaði metin á 54. mínútu með fallegu skoti með vinstri fæti. Stjörnukonur virtist ætla að taka völdin en fengu mark í andlitið. Johanna Rasmussen fékk fína sendingu inn fyrir vörnina á 60. mínútu, lék aðþrengd á Söndru í marki Stjörnunnar og lagði boltann í tómt netið. Varamaðurinn Edda María Birgisdóttir jafnaði hins vegar metin á 73. mínútu þegar fyrirgjöf hennar fann sér leið framhjá Brett Maron í marki Vals. 2-2 og allt útlit fyrir stórmeistara jafntefli. Jafntefli hefðu líkast til verið sanngjörn úrslit en Valskonur voru á öðru máli. Í viðbótartíma sendi Dóra María Lárusdóttir flotta sendingu á Johönnu Rasmussen. Sú danska sendi í fyrsta fyrir markið á Elínu Mettu Jenssen sem stýrði knettinum fádæma yfirvegun í fjærhornið. Glæsilegt mark og sigur Valskvenna í höfn. Stjarnan varð af þremur stigum í toppbaráttunni en Þór/KA hefur nú sex stiga forskot á toppi deildarinnar eftir sigurinn. Þór/KA lagði FH 6-0 norðan heiða í kvöld og í ljósi þess að norðanstelpur eiga hvorki eftir að mæta Stjörnunni eða Val er titilinn þeirra að tapa. Valskonur réttu stöðu sína verulega með sigrinum. Liðið hefur nú 23 stig, líkt og Breiðablik, í 3.-4. sæti deildarinnar og er aðeins þremur stigum á eftir Stjörnunni. Liðin mætast í úrslitum bikarsins laugardaginn 25. ágúst og ljóst er að sá leikur verður mesta skemmtun ef marka má síðari hálfleik liðanna í Garðabænum í kvöld. Rakel: Þetta tryggir Þór/KA titilinnMynd/Ernir„Þetta var ótrúlega mikill vinnusigur. Við vorum þolinmóðar og höfðum trú á þessu allan tímann. Fyrir leik og allan leik. Það gekk allt upp sem við lögðum upp með," sagði Rakel Logadóttir miðjumaður Vals eftir leikinn. „Þetta var barátta og barningur eins og allir Stjörnuleikir eru. Við reynum að spila en þær tækla bara, senda boltann út í loftið og reyna stungusendingar. Svoleiðis spilar þær. Við reynum að halda boltanum á jörðinni, það gengur stundum og stundum ekki. „Við höfðum alltaf trú á þessu og við værum ekki í þessu ef við hefðum ekki trú á þessu. Við höfum lagt mikið á okkur og æfum vel og eigum þetta skilið. „Það er langt í Þór/KA og ef þær halda áfram að skora eins og þær hafa verið að gera þá eru þær að fara að vinna þetta. Ég held að þetta sé leikurinn sem tryggi Þór/KA titilinn, þær eru nú sex stigum á undan Stjörnunni og fimm leikir eftir," sagði Rakel sem vildi að lokum koma því á framfæri að Valsstelpur ætli að troða í sig litlum bleikum Stjörnurúllum í kvöld. Ásgerður: Höldum áframMynd/Ernir„Ég vil ekki halda að titilvonirnar hafi farið þarna. Það eru fimm leikir eftir og við verðum að halda áfram og hugsa um okkar, ekki pæla í öðrum leikjum. Það er allt hægt í þessu," sagði Ásgerður Stefánía Baldursdóttir sem skoraði annað mark Stjörnunnar í kvöld. „Þetta eru alltaf erfiðir leikir gegn Val. Þetta eru tvö jöfn lið en mér fannst við aðeins betri í kvöld. Þær kláruðu þetta í lokin. „Mér fannst þær skapa sér fjögur til fimm færi og klára þrjú. Þetta eru alltaf jafnir leikir gegn Val og ráðast úrslitin alltaf undir lokin. Þetta datt þeirra megin í dag en við eigum einn leik eftir við þær," sagð Ásgerður sem vísar þar í bikarúrslitaleikinn eftir rúman hálfan mánuð.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira