Örn Ævar Hjartarson úr GS sigraði í höggleik Einvígisins á Nesinu sem leikinn var á Nesvellinum í morgun. Örn Ævar spilaði holurnar níu á 31 höggi eða fimm undir pari vallarins.
Næstir á hæla Arnar komu Björgvin Sigurbergsson GK og Þórður Rafn Gissurarson GR á 33 höggum eða þremur undir pari. Vallarmetið á níu holum er 29 högg og er í eigu heimamannsins Ólafs Björns Loftssonar.
Klukkan 13 hófst sjálft Einvígið þar sem einn keppandi fellur út á hverri holu. Arnór Ingi Finnbjörnsson GR og Rósant Birgisson kepptu í höggleiknum um síðasta lausa sætið í höggleiknum. Arnór Ingi hafði betur á 35 höggum og tryggði sér tíunda sætið.
Keppendalistinn í Einvíginu
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG
Björgvin Sigurbergsson, GK
Guðjón Henning Hilmarsson, GKG
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK
Hlynur Geir Hjartarson, GOS
Nökkvi Gunnarsson, NK
Valdís Þóra Jónsdóttir, GL
Þórður Rafn Gissurarson, GR
Örn Ævar Hjartarson, GS
Arnór Ingi Finnbjörnsson GR

