Jökla: Lax á fleygiferð upp Jökuldalinn! 4. ágúst 2012 00:48 Feðgar með fallega veiði á nýju veiðisvæði í Jökuldal. Þrír laxar fengust af fallegri flúð sem skýrð var Hólaflúð. Sett var í fleiri laxa á flúðinni og lax víða að sjá. Veiðistaðurinn er 45 kílómetra frá sjó en einn laxinn var þó lúsugur!! Mynd/strengir.is Þess var ekki langt að bíða að lax veiddist fyrir ofan Steinbogann í Jöklu eftir að vatni var hleypt á laxastigann 1. ágúst. Strax eftir að stiginn var opnaður þóttust menn fljótlega verða varir við fiskför upp stigann. Í gærmorgun voru síðan erlendir veiðimenn úr Breiðdal komnir á svæðið fyrir ofan, enda hefur veiði verið róleg í Breiðdalsá vegna eindæmis vatnsleysis og þeim gefin kostur á að reyna þennan nýja möguleika. Og það gaf fljótt árangur er David Smith og ungur sonur hans lönduðu þremur löxum eina 45 kílómetra frá sjó miðsvæðis í dalnum við glæsilega flúð sem hefur nú verið skírð Hólaflúð. Þar af voru tveir örmerktir úr sleppingum og annar var þeirra jafnframt maríulax sonarinns og lúsugur, eins og segir í frétt á strengir.is. Þeir feðgar settu í fleiri laxa og virtist vera töluvert af laxi á þessum nýja veiðistað, og einnig var vart við lax víðar upp á dal. Þetta er glæsileg byrjun og góð viðbót við laxveiðiflóruna á svæðinu. Ágæt veiði hefur verið í Jöklu og hliðarám hennar það sem af er sumri og er óhætt að fullyrða að Jökla er komin til að vera sem ný veiðiperla hér á landi, og ekki má gleyma því að í ánni veiðist líka falleg bleikja sem er kærkomin viðbót allra sem renna fyrir lax.Hér má leita upplýsinga um veiðisvæði og laus veiðileyfi í Jöklu og hliðarám hennar. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Breytt viðhorf til Veitt og Sleppt Veiði
Þess var ekki langt að bíða að lax veiddist fyrir ofan Steinbogann í Jöklu eftir að vatni var hleypt á laxastigann 1. ágúst. Strax eftir að stiginn var opnaður þóttust menn fljótlega verða varir við fiskför upp stigann. Í gærmorgun voru síðan erlendir veiðimenn úr Breiðdal komnir á svæðið fyrir ofan, enda hefur veiði verið róleg í Breiðdalsá vegna eindæmis vatnsleysis og þeim gefin kostur á að reyna þennan nýja möguleika. Og það gaf fljótt árangur er David Smith og ungur sonur hans lönduðu þremur löxum eina 45 kílómetra frá sjó miðsvæðis í dalnum við glæsilega flúð sem hefur nú verið skírð Hólaflúð. Þar af voru tveir örmerktir úr sleppingum og annar var þeirra jafnframt maríulax sonarinns og lúsugur, eins og segir í frétt á strengir.is. Þeir feðgar settu í fleiri laxa og virtist vera töluvert af laxi á þessum nýja veiðistað, og einnig var vart við lax víðar upp á dal. Þetta er glæsileg byrjun og góð viðbót við laxveiðiflóruna á svæðinu. Ágæt veiði hefur verið í Jöklu og hliðarám hennar það sem af er sumri og er óhætt að fullyrða að Jökla er komin til að vera sem ný veiðiperla hér á landi, og ekki má gleyma því að í ánni veiðist líka falleg bleikja sem er kærkomin viðbót allra sem renna fyrir lax.Hér má leita upplýsinga um veiðisvæði og laus veiðileyfi í Jöklu og hliðarám hennar. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Breytt viðhorf til Veitt og Sleppt Veiði