Veiðitölur LV: Vikuveiðin 30 laxar í Norðurá! Svavar Hávarðsson skrifar 2. ágúst 2012 11:26 Veiðin í Norðurá nær ekki 1/10 af veiði sömu viku í fyrra. Eystri-Rangá hefur sætaskipti við systurána Ytri-Rangá þessa vikuna á lista Landssambands veiðifélaga yfir laxveiði sumarsins og er efst með 1.401 lax skráðan í bók í gærkvöldi. Ytri hefur skilað 9 löxum minna í öðru sæti; eða 1.392. Báðar árnar hafa skilað mun betri veiði en á sama tíma í fyrra en þá hafði Eystri-Rangá gefið 1.137 laxa en sú Ytri 1.192. Í ljósi þessara talna er kannski stóra fréttin í veiðitölum LV sú að Norðurá gaf í síðustu viku 30 laxa. Ef veiðitölur fyrir þessa sömu viku í fyrrasumar eru skoðaðar kemur í ljós hvers kyns hrun í veiði er um að ræða í Norðurá þetta sumarið því veiðin í fyrra var 325 laxar þessa sömu daga júlímánaðar. Veiðitölur árin á undan sýna svipaðar tölur; í kringum 300 laxa veiði. Heildartalan í Norðurá er aðeins 715 laxar en í fyrrasumar höfðu veiðst 1.775 laxar þann 3. ágúst. Af öðrum ám er það að frétta að Selá í Vopnafirði hefur gefið 888 laxa sem er prýðileg veiði, þó hún sé ekki í þeim hæðum sem hún var í fyrra. Hofsá í Vopnafirði er líka að gefa góða veiði síðustu viku og þar hafa veiðst 457 laxar. Haffjarðará hefur gefið 775 laxa á stangirnar sex sem gefur 108 laxa viku. Það er áþekk veiði og vikurnar á undan en í síðustu viku veiddust 125 laxar miðað við 113 vikuna þar á undan. Í sömu viku í fyrrasumar hafði Haffjarðará gefið 1.002 laxa og vikuveiðin var tæplega 250 laxar. Þar hefur veiðin því hægt mjög á sér, sem reyndar má segja um flestar ár að Rangánum undanskildum. Breiðdalsá hefur gefið 145 laxa, en fréttir hafa borist um sögulegt vatnsleysi í Breiðdalnum. Í fyrra, en það var metsumar, höfðu veiðst 466 laxar á sama tíma og vikuveiðin var 114 laxar. Áin gaf 44 laxa í vikunni. Laxá í Aðaldal hefur gefið 291 lax en á sama tíma í fyrra voru þeir 512. Blanda hefur gefið 707 laxa en á þeir voru 1.569 3. ágúst í fyrra. Blanda er því ekki á hálfdrættingur á við síðasta sumar. Laxá í Kjós hefur gefið 238 laxa en þeir voru 645 á sama tíma í fyrra. Þar, eins og víðast hvar, er kvíðavænlega lítil veiði og löngu orðið ljóst að sumarið 2012 virðist ætla í sögubækurnar, og það á forsendum sem er engum gleðiefni. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru og geta áhugasamir sjálfir rýnt í tölurnar á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði
Eystri-Rangá hefur sætaskipti við systurána Ytri-Rangá þessa vikuna á lista Landssambands veiðifélaga yfir laxveiði sumarsins og er efst með 1.401 lax skráðan í bók í gærkvöldi. Ytri hefur skilað 9 löxum minna í öðru sæti; eða 1.392. Báðar árnar hafa skilað mun betri veiði en á sama tíma í fyrra en þá hafði Eystri-Rangá gefið 1.137 laxa en sú Ytri 1.192. Í ljósi þessara talna er kannski stóra fréttin í veiðitölum LV sú að Norðurá gaf í síðustu viku 30 laxa. Ef veiðitölur fyrir þessa sömu viku í fyrrasumar eru skoðaðar kemur í ljós hvers kyns hrun í veiði er um að ræða í Norðurá þetta sumarið því veiðin í fyrra var 325 laxar þessa sömu daga júlímánaðar. Veiðitölur árin á undan sýna svipaðar tölur; í kringum 300 laxa veiði. Heildartalan í Norðurá er aðeins 715 laxar en í fyrrasumar höfðu veiðst 1.775 laxar þann 3. ágúst. Af öðrum ám er það að frétta að Selá í Vopnafirði hefur gefið 888 laxa sem er prýðileg veiði, þó hún sé ekki í þeim hæðum sem hún var í fyrra. Hofsá í Vopnafirði er líka að gefa góða veiði síðustu viku og þar hafa veiðst 457 laxar. Haffjarðará hefur gefið 775 laxa á stangirnar sex sem gefur 108 laxa viku. Það er áþekk veiði og vikurnar á undan en í síðustu viku veiddust 125 laxar miðað við 113 vikuna þar á undan. Í sömu viku í fyrrasumar hafði Haffjarðará gefið 1.002 laxa og vikuveiðin var tæplega 250 laxar. Þar hefur veiðin því hægt mjög á sér, sem reyndar má segja um flestar ár að Rangánum undanskildum. Breiðdalsá hefur gefið 145 laxa, en fréttir hafa borist um sögulegt vatnsleysi í Breiðdalnum. Í fyrra, en það var metsumar, höfðu veiðst 466 laxar á sama tíma og vikuveiðin var 114 laxar. Áin gaf 44 laxa í vikunni. Laxá í Aðaldal hefur gefið 291 lax en á sama tíma í fyrra voru þeir 512. Blanda hefur gefið 707 laxa en á þeir voru 1.569 3. ágúst í fyrra. Blanda er því ekki á hálfdrættingur á við síðasta sumar. Laxá í Kjós hefur gefið 238 laxa en þeir voru 645 á sama tíma í fyrra. Þar, eins og víðast hvar, er kvíðavænlega lítil veiði og löngu orðið ljóst að sumarið 2012 virðist ætla í sögubækurnar, og það á forsendum sem er engum gleðiefni. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru og geta áhugasamir sjálfir rýnt í tölurnar á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Haustfagnaður SVFR haldinn 19. október Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Norðurá að gefa fleiri tveggja ára laxa Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði 176 laxa holl í Haffjarðará Veiði