Vald og „mótun“ Magnús Halldórsson skrifar 2. ágúst 2012 09:12 Á dögunum var greint frá því að Framtakssjóður Íslands hefði selt fyrirtækið Plastprent til Kvosar, móðurfélags prentsmiðjunnar Odda. Kvos fékk fimm milljarða króna afskrift á dögunum, þar af að stórum hluta hjá Landsbanka skattgreiðenda, gegn því að leggja fram nýtt hlutafé upp á fimm hundruð milljónir. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 að fulltrúi Landsbankans í stjórn Framtakssjóðsins, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, hefði sett sig upp á móti kaupunum, meðal annars vegna þess að Landsbankinn hefði tapað stórkostlega á viðskiptum við Kvos, þar sem Þorgeir Baldursson, fyrrverandi bankaráðsmaður Landsbankans fyrir hrun, er stærsti eigandinn.1. Eitt er athyglisvert við Framtakssjóðinn, alveg óháð þessum viðskiptum hans með Plastprent, en kemur þó nokkuð berlega í ljós í þeim. Það er hversu valdalaus Landsbankinn er í stjórn sjóðsins þrátt fyrir að hann sé stærsti eigandi hans, með 27,6 prósent hlut. Hann á aðeins einn fulltrúa í stjórn af sjö. Auk Hrefnu Aspar eiga sæti í stjórninni Þorkell Sigurlaugsson, frkv.stj. fjármála- og rekstrarsviðs Háskólans í Reykjavík, (stjórnarformaður), Jón Steindór Valdimarsson, lögfræðingur, (varaformaður), Baldur Þór Vilhjálmsson, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri VR, Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar, og Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármögnunar og fjárstýringar hjá Marel. Lífeyrissjóðirnir eiga afgang hlutafjárins á móti Landsbankanum, fyrir utan 0,55 prósent hlut sem er í eigu VÍS, og stjórna ferðinni. Það er hins vegar sjaldgæft að eigandi sem er áberandi stór í hluthafahópnum, með langsamlega stærsta einstaka hlutinn, sé með aðeins einn fulltrúa í sjö manna stjórn. Á eftir Landsbankanum kemur Lífeyrissjóður verzlunarmanna með 19,9 prósent hlut.2. Heildareignir Framtakssjóðsins í lok árs 2011 námu ríflega 28,1 milljarði króna og var eigið fé félagsins 27,5 milljarðar. Í ljósi þess hvernig eignarhald sjóðsins er samsett, þ.e. lífeyrissjóðir að stærstum hluta og síðan langsamlega stærsti banki landsins, þá vaknar sú spurning af hverju þessi sjóður er til. Ég get ekki séð að það sé nauðsynlegt, nú fjórum árum eftir hrunið, að halda úti þessum sjóði með tilheyrandi rekstrarkostnaði. Hver er ávinningurinn fyrir lífeyrissjóðina? Í fljótu bragði er ekki að að sjá hver hann gæti verið, annar en sá að þarna komast fulltrúar þeirra í nokkuð valdamikla stöðu hjá fjárfestingafélagi á íslenska markaðnum. Lífeyrissjóðirnir geta alveg, einir og sér, keypt og selt hlutabréf í félögum og þurfa ekki að gera það í gegnum Framtakssjóðinn. Bak við tjöldin hefur verið deilt um þetta atriði, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Það kristallaðist ekki síst í því þegar sjóðurinn seldi ríflega 10 prósent hlut í Icelandair í nóvember í fyrra, aðallega til lífeyrissjóðanna sjálfra sem eiga Framtakssjóðinn. Þá hefur einnig verið deilt um önnur atriði, eins og laun stjórnarmanna en þau voru hækkuð um 80 prósent í vor, úr 100 þúsund krónum í 180 þúsund krónur á mánuði, í mikilli andstöðu við fulltrúa stéttarfélaga í stjórnum lífeyrissjóða. Stjórnarformaður er síðan með tvöfaldar þær greiðslur á mánuði, 360 þúsund, og varaformaðurinn 270 þúsund. Ráðning Brynjólfs Bjarnasonar sem forstjóra var líka umdeild, en eftir hann er sviðin skuldajörð hjá Skiptum, eftir áralöng störf hans fyrir Bakkavararbræður í því félagi. Ef eigendur Framtakssjóðsins, þar sem skattgreiðendur eru stærsti einstaka eigandinn óbeint í gegnum Landsbankann, myndu taka þá ákvörðun að leysa sjóðinn upp, skipta eignum á milli eigenda í réttum hlutföllum og spara sér rekstrarkostnaðinn við sjóðinn, þar á meðal laun til stjórnarmanna og þeirra sérfræðinga sem hjá sjóðnum starfa, sem eru átta talsins, hvað myndi þá gerast? Ekkert annað en að rekstrarkostnaðurinn myndi hverfa. Upphafleg ástæða stofnunar sjóðsins var „að taka þátt í að móta fjárhagslega og rekstrarlega endurreisn íslensks atvinnulífs í kjölfar falls fjármálakerfisins 2008." Nú er fjögur ár liðin frá hruni og sú spurning er sanngjörn hvort fólkið í Framtakssjóðnum er best til þess fallið að móta atvinnulífið ef eigin höfði. Af hverju á þessi sjóður að gera það, og hvernig samræmist það hlutverk því eina markmiði lífeyrissjóða, að ávaxta lífeyri sjóðsfélaga sem allra best? Mótun endurreisnar efnahagslífs er ekki hlutverk lífeyrissjóða, þó óhjákvæmilega hafi lífeyrissjóðirnir hér á landi áhrif á það í ljósi stærðar þeirra í hlutfalli við landsframleiðslu og ekki síður gjaldeyrishaftanna, sem útiloka fjárfestingu þeirra erlendis. Það er líka sanngjarnt og málefnalegt að nefna það, að við þessar aðstæður geta þeir sem stýra fjármunum sjóðfélaga og skattgreiðenda inn í fjárfestingafélagi, fundið til valdsins, ekki síst þegar hlutverkið er beinlínis það að „móta" atvinnulífið eftir eigin höfði, hvorki meira né minna. Og í sögulegu ljósi er hollt að hafa eftirfarandi bak við eyrað; vald spillir, eða í það minnsta er veruleg hætta á því, ekki síst á litla Íslandi þar sem kunningjaveldið ræður oftar en ekki för. Sérstaklega í atvinnulífinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Halldórsson Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Á dögunum var greint frá því að Framtakssjóður Íslands hefði selt fyrirtækið Plastprent til Kvosar, móðurfélags prentsmiðjunnar Odda. Kvos fékk fimm milljarða króna afskrift á dögunum, þar af að stórum hluta hjá Landsbanka skattgreiðenda, gegn því að leggja fram nýtt hlutafé upp á fimm hundruð milljónir. Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 að fulltrúi Landsbankans í stjórn Framtakssjóðsins, Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, hefði sett sig upp á móti kaupunum, meðal annars vegna þess að Landsbankinn hefði tapað stórkostlega á viðskiptum við Kvos, þar sem Þorgeir Baldursson, fyrrverandi bankaráðsmaður Landsbankans fyrir hrun, er stærsti eigandinn.1. Eitt er athyglisvert við Framtakssjóðinn, alveg óháð þessum viðskiptum hans með Plastprent, en kemur þó nokkuð berlega í ljós í þeim. Það er hversu valdalaus Landsbankinn er í stjórn sjóðsins þrátt fyrir að hann sé stærsti eigandi hans, með 27,6 prósent hlut. Hann á aðeins einn fulltrúa í stjórn af sjö. Auk Hrefnu Aspar eiga sæti í stjórninni Þorkell Sigurlaugsson, frkv.stj. fjármála- og rekstrarsviðs Háskólans í Reykjavík, (stjórnarformaður), Jón Steindór Valdimarsson, lögfræðingur, (varaformaður), Baldur Þór Vilhjálmsson, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri VR, Hjörleifur Pálsson, fjármálastjóri Össurar, og Linda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármögnunar og fjárstýringar hjá Marel. Lífeyrissjóðirnir eiga afgang hlutafjárins á móti Landsbankanum, fyrir utan 0,55 prósent hlut sem er í eigu VÍS, og stjórna ferðinni. Það er hins vegar sjaldgæft að eigandi sem er áberandi stór í hluthafahópnum, með langsamlega stærsta einstaka hlutinn, sé með aðeins einn fulltrúa í sjö manna stjórn. Á eftir Landsbankanum kemur Lífeyrissjóður verzlunarmanna með 19,9 prósent hlut.2. Heildareignir Framtakssjóðsins í lok árs 2011 námu ríflega 28,1 milljarði króna og var eigið fé félagsins 27,5 milljarðar. Í ljósi þess hvernig eignarhald sjóðsins er samsett, þ.e. lífeyrissjóðir að stærstum hluta og síðan langsamlega stærsti banki landsins, þá vaknar sú spurning af hverju þessi sjóður er til. Ég get ekki séð að það sé nauðsynlegt, nú fjórum árum eftir hrunið, að halda úti þessum sjóði með tilheyrandi rekstrarkostnaði. Hver er ávinningurinn fyrir lífeyrissjóðina? Í fljótu bragði er ekki að að sjá hver hann gæti verið, annar en sá að þarna komast fulltrúar þeirra í nokkuð valdamikla stöðu hjá fjárfestingafélagi á íslenska markaðnum. Lífeyrissjóðirnir geta alveg, einir og sér, keypt og selt hlutabréf í félögum og þurfa ekki að gera það í gegnum Framtakssjóðinn. Bak við tjöldin hefur verið deilt um þetta atriði, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Það kristallaðist ekki síst í því þegar sjóðurinn seldi ríflega 10 prósent hlut í Icelandair í nóvember í fyrra, aðallega til lífeyrissjóðanna sjálfra sem eiga Framtakssjóðinn. Þá hefur einnig verið deilt um önnur atriði, eins og laun stjórnarmanna en þau voru hækkuð um 80 prósent í vor, úr 100 þúsund krónum í 180 þúsund krónur á mánuði, í mikilli andstöðu við fulltrúa stéttarfélaga í stjórnum lífeyrissjóða. Stjórnarformaður er síðan með tvöfaldar þær greiðslur á mánuði, 360 þúsund, og varaformaðurinn 270 þúsund. Ráðning Brynjólfs Bjarnasonar sem forstjóra var líka umdeild, en eftir hann er sviðin skuldajörð hjá Skiptum, eftir áralöng störf hans fyrir Bakkavararbræður í því félagi. Ef eigendur Framtakssjóðsins, þar sem skattgreiðendur eru stærsti einstaka eigandinn óbeint í gegnum Landsbankann, myndu taka þá ákvörðun að leysa sjóðinn upp, skipta eignum á milli eigenda í réttum hlutföllum og spara sér rekstrarkostnaðinn við sjóðinn, þar á meðal laun til stjórnarmanna og þeirra sérfræðinga sem hjá sjóðnum starfa, sem eru átta talsins, hvað myndi þá gerast? Ekkert annað en að rekstrarkostnaðurinn myndi hverfa. Upphafleg ástæða stofnunar sjóðsins var „að taka þátt í að móta fjárhagslega og rekstrarlega endurreisn íslensks atvinnulífs í kjölfar falls fjármálakerfisins 2008." Nú er fjögur ár liðin frá hruni og sú spurning er sanngjörn hvort fólkið í Framtakssjóðnum er best til þess fallið að móta atvinnulífið ef eigin höfði. Af hverju á þessi sjóður að gera það, og hvernig samræmist það hlutverk því eina markmiði lífeyrissjóða, að ávaxta lífeyri sjóðsfélaga sem allra best? Mótun endurreisnar efnahagslífs er ekki hlutverk lífeyrissjóða, þó óhjákvæmilega hafi lífeyrissjóðirnir hér á landi áhrif á það í ljósi stærðar þeirra í hlutfalli við landsframleiðslu og ekki síður gjaldeyrishaftanna, sem útiloka fjárfestingu þeirra erlendis. Það er líka sanngjarnt og málefnalegt að nefna það, að við þessar aðstæður geta þeir sem stýra fjármunum sjóðfélaga og skattgreiðenda inn í fjárfestingafélagi, fundið til valdsins, ekki síst þegar hlutverkið er beinlínis það að „móta" atvinnulífið eftir eigin höfði, hvorki meira né minna. Og í sögulegu ljósi er hollt að hafa eftirfarandi bak við eyrað; vald spillir, eða í það minnsta er veruleg hætta á því, ekki síst á litla Íslandi þar sem kunningjaveldið ræður oftar en ekki för. Sérstaklega í atvinnulífinu.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun