Grasið er grænna á Grænlandi 19. ágúst 2012 14:22 Sex manna hópur Íslendinga lagði upp í veiðiferð til Grænlands þar sem hreindýratarfar voru skotnir og rennt fyrir sprækar sjóbleikjur. Þórður Örn Kristjánsson, sem ætti að vera einhverjum lesendum Veiðivísis að góðu kunnur, segir hér sögu ferðalanganna og birtir nokkrar myndir með. Að fara til Grænlands til veiða hafði verið á dagskrá okkar feðga í fleiri ár en Ólafur Ragnar hefur setið sem forseti og loksins var komið að því að setjast upp í vél. Það voru því sex mjög spenntir veiðimenn sem lentu í Narsassuaq í dumbungsveðri þriðjudaginn 7. ágúst eftir þriggja tíma flug. Hópurinn samanstóð af Kristjáni Þórðarsyni augnlækni ásamt sonum sínum tveim þeim Þórarni Má háskólanema og mér, Þórði Erni fuglafræðingi. Einnig voru tengdasynir Kristjáns þeir Örnólfur Þorvarðarson HNE læknir og Bjarni Pálsson verkfræðingur með í för svo bættist Þórarinn Kristmundsson æðaskurðlæknir í Sverige og náfrændi okkar í hópinn. Menn voru því öruggir ef þeir potuðu í augun á sér, fengu hálsbólgu eða æðahnúta af allri gleðinni sem beið okkar á veiðisvæðinu. Siglt er frá Narsassuaq til Narsaq sem er smábær þar sem hægt er að kaupa vistir á uppsprengdu verði enda allt reiknað í dönskum krónum á Grænlandi. Grænmetisdeildin samastóð af 3 skemmdum agúrkum og fimm bönunum sem við keyptum, einnig fundust einhverskonar danskar pulsur og sauðnautahamborgarar sem enduðu í körfunni annars völdum við mest þurrmat enda ætlunin að veiða sér fisk til matar. Eftir innkaup var svo siglingunni haldið áfram í tæpa þrjá tíma í þægilegum bát í veiðibúðir Lax-á. Veðrið var blautt og óspennandi en vel var tekið á móti okkur af ráðsmanninum Óla og konu hans sem sáu um svæðið. Strax var haldið í næstu á til bleikjuveiða þótt tveir tímar væru til myrkurs. Fyrsta eiginlega veiðidag vorum við sóttir af grænlenskum gæd sem sigldi með okkur til móts við Stefán hreindýrabónda en þeir skiptu hópnum svo þrjár skyttur voru á hvern gæd. Ólíkt okkar hreindýraveiðum fer öll leit fram á bátum sem siglt er um firði og skimað eftir dýrum þegar dýr eru fundinn hefst eftirför þar sem þau eru furðu stygg. Sáum við heilmarga smáa hópa þótt skyggni væri ekki mikið og eftir nokkrar misheppnaðar eftirfarir komumst við loks í færi við fallega tarfa sem Þórarinn bróðir og pabbi felldu. Hinn hópurinn náði ekki að fella dýr þrátt fyrir nokkur tækifæri en landslag er þannig að svæðið er oftar en ekki mjög hæðótt og því færin þröng. Eftir veiðidag var haldið í bleikjuna og nú í nýjan hyl sem gjörsamlega kraumaði af fiski milli 2-5 pund. Hinir ýmsu streamerar gáfu vel og fékk þurrflugan einnig nokkur tækifæri enda veðrið orðið stórfenglegt. Megninu var sleppt en nokkrir voru þó drepnir og grillaðir um kvöldið. Annar veiðidagur var blautur og kaldur framan af en veður á Grænlandi breytist ótrúlega hratt og sólskinstundir eru (samkvæmt heimamönnum) allsráðandi yfir sumartímann og fram á haust. Það lægði og birti til um hádegið og þá voru þrír tarfar felldir úr sjö dýra hóp, allir hálsskotnir sem er venjan á Grænlandi til að minnka kjötskemmdir. Voru þessir tarfar fyrstu hreindýrin sem Bjarni, Össi og Tóti frændi felldu og því var vígslubitinn úr lifrinni tekinn eins og er til siðs hjá íslenskum villimönnum. Talsverðan tíma tók að hluta þessi dýr niður og drösla þeim í bátinn og hitinn þá orðinn mikill svo menn voru þreyttir og sveittir eftir átökin. Nú átti ég eftir síðasta dýrið og þokan aftur lögst yfir fjöllin og hlíðarnar. Fundum þó nokkuð myndarlega hjörð um 40 dýr og þar var einn mjög stór og ljós tarfur sem við gædinn og Tóti frændi eltum upp í þokuna. Loks fannst tarfurinn og var felldur á 200 metrum með hálskoti enda SAUR-inn vel stilltur og S&B kíkirinn að gera sitt. Það sama verður þó ekki sagt um glöggskyggni skyttunar eða gædsins þar sem þetta reyndist „rangur" tarfur og var mun minni og dekkri en sá sem við vorum að elta. Fallegt dýr engu að síður og skemmtilegt veiðimóment. Þar með voru öll hreindýr fallinn og menn farnir að hugsa sér gott til gufunnar sem beið okkar heit í veiðibúðunum. Eftir heita sturtu og frábæra gufuferð tók við sushigerð þar sem nýveiddar bleikjur úr ánni voru nýttar og slegið upp veislu. Dagur þrjú á veiðum var tekinn snemma og í stað hreindýrarifflana voru veiðistangir í forgrunni enda haldið til bleikjuveiða. Höfðum við samt alltaf með okkur allavega eina haglabyssu eða riffil þegar farið var í bleikju ef ske kynni að ísbjörn væri á svæðinu. Það gengur víst betur að fæla þá með skoti en fluguköstum. Eftir 6 tíma bleikjustreð fórum við í heimsókn til Stefáns hreindýrabónda en hann býr um 50 mín siglingu frá veiðibúðunum og rekur eina sláturhúsið í heiminum sem hefur leyfi til sölu á kjöti til bæði Ameríku og Evrópu skildist mér. Mjög flott aðstaða og fengum við þar hver fyrir sig 10 kg af hreindýrakjöti til innflutnings. Kvöldið leið við mat og drykk en menn voru þreyttir eftir allt púlið síðustu daga og því farið snemma í háttinn (eftir gufuferð að sjálfsögðu). Heimferðadagur var heiðskýr og blankalogn, ísjakar um allan sjó ásamt selum settu svip sinn á siglinguna til Narsassuaq en þar áttum við pantaða flugferð til Reykjavíkur. Aðstaðan sem Lax-á hefur komið upp á Grænlandi er án efa fyrsta flokks. Vatnsklósett, heitar sturtur, gufubað, grillaðstaða, eldavélar og góð rúm er eitthvað sem maður bjóst ekki við í óbyggðum Grænlands. Svæðið er í algjörri einangrun og líkurnar á að rekast á ferðamenn eða aðra veiðimenn eru engar. Nóg var af dýrum til að velja úr og bleikjan mun sprækari á stöng en okkar sjóbleikjur. Stærsti höfuðverkurinn eftir þessa ferð er hvort maður eigi hreinlega að sækja um í íslenska hreindýralottóinu að ári eða smella sér í annað Grænlandsævintýri, persónulega er ég farinn að hallast að hinu síðarnefnda. Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði
Sex manna hópur Íslendinga lagði upp í veiðiferð til Grænlands þar sem hreindýratarfar voru skotnir og rennt fyrir sprækar sjóbleikjur. Þórður Örn Kristjánsson, sem ætti að vera einhverjum lesendum Veiðivísis að góðu kunnur, segir hér sögu ferðalanganna og birtir nokkrar myndir með. Að fara til Grænlands til veiða hafði verið á dagskrá okkar feðga í fleiri ár en Ólafur Ragnar hefur setið sem forseti og loksins var komið að því að setjast upp í vél. Það voru því sex mjög spenntir veiðimenn sem lentu í Narsassuaq í dumbungsveðri þriðjudaginn 7. ágúst eftir þriggja tíma flug. Hópurinn samanstóð af Kristjáni Þórðarsyni augnlækni ásamt sonum sínum tveim þeim Þórarni Má háskólanema og mér, Þórði Erni fuglafræðingi. Einnig voru tengdasynir Kristjáns þeir Örnólfur Þorvarðarson HNE læknir og Bjarni Pálsson verkfræðingur með í för svo bættist Þórarinn Kristmundsson æðaskurðlæknir í Sverige og náfrændi okkar í hópinn. Menn voru því öruggir ef þeir potuðu í augun á sér, fengu hálsbólgu eða æðahnúta af allri gleðinni sem beið okkar á veiðisvæðinu. Siglt er frá Narsassuaq til Narsaq sem er smábær þar sem hægt er að kaupa vistir á uppsprengdu verði enda allt reiknað í dönskum krónum á Grænlandi. Grænmetisdeildin samastóð af 3 skemmdum agúrkum og fimm bönunum sem við keyptum, einnig fundust einhverskonar danskar pulsur og sauðnautahamborgarar sem enduðu í körfunni annars völdum við mest þurrmat enda ætlunin að veiða sér fisk til matar. Eftir innkaup var svo siglingunni haldið áfram í tæpa þrjá tíma í þægilegum bát í veiðibúðir Lax-á. Veðrið var blautt og óspennandi en vel var tekið á móti okkur af ráðsmanninum Óla og konu hans sem sáu um svæðið. Strax var haldið í næstu á til bleikjuveiða þótt tveir tímar væru til myrkurs. Fyrsta eiginlega veiðidag vorum við sóttir af grænlenskum gæd sem sigldi með okkur til móts við Stefán hreindýrabónda en þeir skiptu hópnum svo þrjár skyttur voru á hvern gæd. Ólíkt okkar hreindýraveiðum fer öll leit fram á bátum sem siglt er um firði og skimað eftir dýrum þegar dýr eru fundinn hefst eftirför þar sem þau eru furðu stygg. Sáum við heilmarga smáa hópa þótt skyggni væri ekki mikið og eftir nokkrar misheppnaðar eftirfarir komumst við loks í færi við fallega tarfa sem Þórarinn bróðir og pabbi felldu. Hinn hópurinn náði ekki að fella dýr þrátt fyrir nokkur tækifæri en landslag er þannig að svæðið er oftar en ekki mjög hæðótt og því færin þröng. Eftir veiðidag var haldið í bleikjuna og nú í nýjan hyl sem gjörsamlega kraumaði af fiski milli 2-5 pund. Hinir ýmsu streamerar gáfu vel og fékk þurrflugan einnig nokkur tækifæri enda veðrið orðið stórfenglegt. Megninu var sleppt en nokkrir voru þó drepnir og grillaðir um kvöldið. Annar veiðidagur var blautur og kaldur framan af en veður á Grænlandi breytist ótrúlega hratt og sólskinstundir eru (samkvæmt heimamönnum) allsráðandi yfir sumartímann og fram á haust. Það lægði og birti til um hádegið og þá voru þrír tarfar felldir úr sjö dýra hóp, allir hálsskotnir sem er venjan á Grænlandi til að minnka kjötskemmdir. Voru þessir tarfar fyrstu hreindýrin sem Bjarni, Össi og Tóti frændi felldu og því var vígslubitinn úr lifrinni tekinn eins og er til siðs hjá íslenskum villimönnum. Talsverðan tíma tók að hluta þessi dýr niður og drösla þeim í bátinn og hitinn þá orðinn mikill svo menn voru þreyttir og sveittir eftir átökin. Nú átti ég eftir síðasta dýrið og þokan aftur lögst yfir fjöllin og hlíðarnar. Fundum þó nokkuð myndarlega hjörð um 40 dýr og þar var einn mjög stór og ljós tarfur sem við gædinn og Tóti frændi eltum upp í þokuna. Loks fannst tarfurinn og var felldur á 200 metrum með hálskoti enda SAUR-inn vel stilltur og S&B kíkirinn að gera sitt. Það sama verður þó ekki sagt um glöggskyggni skyttunar eða gædsins þar sem þetta reyndist „rangur" tarfur og var mun minni og dekkri en sá sem við vorum að elta. Fallegt dýr engu að síður og skemmtilegt veiðimóment. Þar með voru öll hreindýr fallinn og menn farnir að hugsa sér gott til gufunnar sem beið okkar heit í veiðibúðunum. Eftir heita sturtu og frábæra gufuferð tók við sushigerð þar sem nýveiddar bleikjur úr ánni voru nýttar og slegið upp veislu. Dagur þrjú á veiðum var tekinn snemma og í stað hreindýrarifflana voru veiðistangir í forgrunni enda haldið til bleikjuveiða. Höfðum við samt alltaf með okkur allavega eina haglabyssu eða riffil þegar farið var í bleikju ef ske kynni að ísbjörn væri á svæðinu. Það gengur víst betur að fæla þá með skoti en fluguköstum. Eftir 6 tíma bleikjustreð fórum við í heimsókn til Stefáns hreindýrabónda en hann býr um 50 mín siglingu frá veiðibúðunum og rekur eina sláturhúsið í heiminum sem hefur leyfi til sölu á kjöti til bæði Ameríku og Evrópu skildist mér. Mjög flott aðstaða og fengum við þar hver fyrir sig 10 kg af hreindýrakjöti til innflutnings. Kvöldið leið við mat og drykk en menn voru þreyttir eftir allt púlið síðustu daga og því farið snemma í háttinn (eftir gufuferð að sjálfsögðu). Heimferðadagur var heiðskýr og blankalogn, ísjakar um allan sjó ásamt selum settu svip sinn á siglinguna til Narsassuaq en þar áttum við pantaða flugferð til Reykjavíkur. Aðstaðan sem Lax-á hefur komið upp á Grænlandi er án efa fyrsta flokks. Vatnsklósett, heitar sturtur, gufubað, grillaðstaða, eldavélar og góð rúm er eitthvað sem maður bjóst ekki við í óbyggðum Grænlands. Svæðið er í algjörri einangrun og líkurnar á að rekast á ferðamenn eða aðra veiðimenn eru engar. Nóg var af dýrum til að velja úr og bleikjan mun sprækari á stöng en okkar sjóbleikjur. Stærsti höfuðverkurinn eftir þessa ferð er hvort maður eigi hreinlega að sækja um í íslenska hreindýralottóinu að ári eða smella sér í annað Grænlandsævintýri, persónulega er ég farinn að hallast að hinu síðarnefnda.
Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði