Dómsdagsspár um laxveiðina eiga ekki við rök að styðjast Trausti Hafliðason skrifar 18. ágúst 2012 13:00 Laxveiðin það sem af er sumri hefur verið léleg. Menn deila svo sem ekki um það. Menn deila hins vegar um hvers vegna veiðin hefur verið svona léleg. Sumir nefna vatnsleysi, aðrir auknar makrílgöngur og svo mætti lengi telja. Trausti Hafliðason leitaði skýringa á ástandinu hjá Sigurði Guðjónssyni, forstjóra Veiðimálastofnunar. Sigurður segir að dómsdagsspár um hrun í laxveiði eigi ekki við rök að styðjast. Í gegnum árin hafi verið sveiflur í veiðinni, sveiflur sem flestar eigi sér eðlilegar skýringar enda náttúran síbreytileg og óútreiknanleg. "Menn eru með alls konar spekúlasjónir í sambandi við minnkandi veiði. Það er nú alltaf þannig þegar svona gerist enda margir sérfræðingar til á Íslandi þegar kemur að laxveiði," segir Sigurður. "Við höfum nú séð það svartara en þetta. Við erum kannski svolítið spillt af því að síðustu ár hafa verið með afbrigðum góð og bara á síðustu fimm árum hafa verið nokkur metár. Þetta skekkir myndina dálítið því við höfum haft það mjög gott að þessu leyti." Hlaut að koma að niðursveifluRóið yfir Núpabreiðu í Laxá í Aðaldal. Veiðin í Laxá hefur, líkt og víða annars staðar, verið léleg í sumar. Nú eru um 350 laxar komnir á land en á sama tíma í fyrra voru þeir tæplega 800.Mynd / Trausti HafliðasonSigurður segir að laxastofninn sé náttúrulegur stofn sem sveiflist í stærð. "Auðvitað hlaut að koma að niðursveiflu. Reyndar voru seiðaárgangarnir sem fóru til sjávar í fyrravor alveg ágætir en eins og veiðimenn vita eru þeir uppistaðan í veiðinni núna. Það sem hefur væntanlega haft einhver áhrif er að vorið í fyrra var mjög kalt. Það getur hafa haft þau áhrif að seiðin hafa gengið seinna út en ella og þar af leiðandi ekki hitt á réttan tíma til að koma til sjávar. Ekki fengið nóg æti og því einfaldlega drepist." Skilyrði í sjó hafa einnig mikið að segja þegar kemur að laxagengd í ám að sögn Sigurðar. "Það eru sveiflur í hafinu. Eins árs fiskurinn, það sem við köllum smálax, kemur frekar rýr til baka í sumar, sem bendir til að hann hafi haft það frekar skítt. Þegar við sjáum svona rýran lax er augljóst að margir hafa ekki náð að lifa af í hafinu. Ég tel að þetta tvennt, kalt vor og slök lífsskilyrði í sjó, séu helstu ástæðurnar fyrir þessari fremur lélegu veiði í sumar." Hreistur eru eins og árhringir í trjámSigurður segir að sérfræðingar Veiðimálastofnunar eigi eftir að rannsaka þetta allt saman frekar. "Við eigum eftir að leggjast yfir þau gögn sem við höfum. Við eigum til dæmis eftir að skoða hreistursýni en með því sjáum við hvenær laxinn hefur það sem verst í sjónum. Þetta er svona svipað og að skoða árhringi í trjám. Ef hreistrið er þétt þá bendir það til að mynda til hægs vaxtar," segir Sigurður. "Þetta er vinnan sem við munum leggjast í nú í haust og vetur. Þannig að þótt ég sé búinn að benda á líklegar skýringar þá vitum við auðvitað ekki nákvæmlega hvað er í gangi en niðurstöðurnar ættu að liggja fyrir eftir áramót. Það sem gerir þetta allt snúnara er að vistkerfi sjávar í kringum okkur er að breytast mjög mikið. Nýjar tegundir eru að koma hingað, eins og makrílinn, og loðnan hefur færst sig mun norðar eða norðvestar en hún er vön að vera." Laxinn lætur ekkert stöðva sigVeitt við Klöppina í Ytri Rangá. Áin er aflahæst það sem af er sumri með um 2.300 laxa. Þar af hefur um 700 verið landað á svæði 4 við Ægissíðufoss og Klöppina.Mynd / Trausti HafliðasonSigurður segir að vissulega hafi vatnsleysið haft áhrif á veiðina í sumar. "Það hefur haft þau áhrif að það veiðist minna, hins vegar ætti það að vinnast upp núna eftir rigningarnar. Sá fiskur sem lá bara kyrr vegna vatnsleysis og hita fer á hreyfingu þegar vatnið eykst og súrefnið eykst. Í litlum ám gerist það að laxinn gengur ekki upp ána þegar lítið vatn er í henni, þá bíður hann bara við ósinn. Í svona aðstæðum gengur laxinn jafnvel upp ána á flóði en snýr aftur við þegar fellur frá. Ef hann þarf að bíða vikum saman þá getur það haft þau áhrif að eitthvað af honum drepist, verði til dæmis étinn af sel," segir Sigurður. "Laxinn er þannig forritaður að hann hættir aldrei við að ganga upp á þó það sé vatnslítið. Hann er að verða kynþroska og lætur ekkert stoppa sig. Varðandi vatnsleysið og áhrif þess á veiði þá megum við ekki gleyma því að síðustu sumur hafa líka verið mjög þurr." Ágætt útlit fyrir næsta árVegna þess hversu veiðin hefur verið léleg það sem af er sumri þá velta veiðimenn því eðlilega fyrir sér hvort þetta sé viðvarandi ástand. Hvort veiðin á næsta ári verði jafn léleg. Sigurður er hóflega bjartsýnn fyrir næsta sumar. "Það er alltaf svolítið erfitt segja til um það hvernig veiðin verður næstu ár. Í laxveiðinni er þetta yfirleitt þannig að við fáum nokkur góð ár og síðan nokkur sem eru ekki eins góð. Seiðabúskapurinn víðast hvar virðist vera nokkuð góður og af þeim ástæðum getur laxveiðin orðið góð. Gangan sem fór út í vor fór á réttum tíma en síðan er það alltaf spurning hvernig skilyrðin í hafinu verða. Ég held að næsta ár verði ekki slæmt en varla neitt metár heldur. Líklega mun veiðin verða í meðallagi." Hvaða áhrif hefur makríllinn?Á makrílveiðum í Reykjavíkurhöfn. Mynd / GVAMakríll hefur gengið inn í íslenska lögsögu í miklum mæli undanfarin ár. Nú er svo komið að hann er veiddur á stangir við strendur landsins. Makríllinn er uppsjávarfiskur eins og laxinn og því vaknar sú spurning hvort hann hafi áhrif á laxagengd í hafinu? "Makríllinn er í svipaðri vist og laxinn framan af. Það getur verið einhver samkeppni um fæði en það er mjög erfitt að fylgjast með því," segir Sigurður. "Auðvitað getur þetta haft áhrif en tæpast er þetta hin eina sanna skýring. Það var fullt af makríl hérna í fyrra og samt var laxveiðin ágæt, það sama á við um árið 2010." Íslensk fiskveiðiskip eru farin að veiða makríl í stórum stíl og þá vaknar sú spurning hvort ekki slæðist eitthvað af laxi með í þeim veiðum enda báðar tegundirnar uppsjávarfiskar. "Fiskistofa hefur eftirlit með makrílveiðunum og hefur skoðað þetta undanfarin ár. Það slæðist eitthvað af laxi með en við erum ekki að tala um neitt ógnarmagn. Þetta eru kannski nokkur hundruð laxar eða jafnvel örfá þúsund í heildina. Við hjá Veiðimálastofnun höfum fengið þennan lax til rannsóknar. Með erfðatækni höfum við rakið uppruna fisksins og það kom okkur skemmtilega á óvart að megnið af honum er ekki íslenskt heldur kemur laxinn úr norskum, skoskum og írskum ám."trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði
Laxveiðin það sem af er sumri hefur verið léleg. Menn deila svo sem ekki um það. Menn deila hins vegar um hvers vegna veiðin hefur verið svona léleg. Sumir nefna vatnsleysi, aðrir auknar makrílgöngur og svo mætti lengi telja. Trausti Hafliðason leitaði skýringa á ástandinu hjá Sigurði Guðjónssyni, forstjóra Veiðimálastofnunar. Sigurður segir að dómsdagsspár um hrun í laxveiði eigi ekki við rök að styðjast. Í gegnum árin hafi verið sveiflur í veiðinni, sveiflur sem flestar eigi sér eðlilegar skýringar enda náttúran síbreytileg og óútreiknanleg. "Menn eru með alls konar spekúlasjónir í sambandi við minnkandi veiði. Það er nú alltaf þannig þegar svona gerist enda margir sérfræðingar til á Íslandi þegar kemur að laxveiði," segir Sigurður. "Við höfum nú séð það svartara en þetta. Við erum kannski svolítið spillt af því að síðustu ár hafa verið með afbrigðum góð og bara á síðustu fimm árum hafa verið nokkur metár. Þetta skekkir myndina dálítið því við höfum haft það mjög gott að þessu leyti." Hlaut að koma að niðursveifluRóið yfir Núpabreiðu í Laxá í Aðaldal. Veiðin í Laxá hefur, líkt og víða annars staðar, verið léleg í sumar. Nú eru um 350 laxar komnir á land en á sama tíma í fyrra voru þeir tæplega 800.Mynd / Trausti HafliðasonSigurður segir að laxastofninn sé náttúrulegur stofn sem sveiflist í stærð. "Auðvitað hlaut að koma að niðursveiflu. Reyndar voru seiðaárgangarnir sem fóru til sjávar í fyrravor alveg ágætir en eins og veiðimenn vita eru þeir uppistaðan í veiðinni núna. Það sem hefur væntanlega haft einhver áhrif er að vorið í fyrra var mjög kalt. Það getur hafa haft þau áhrif að seiðin hafa gengið seinna út en ella og þar af leiðandi ekki hitt á réttan tíma til að koma til sjávar. Ekki fengið nóg æti og því einfaldlega drepist." Skilyrði í sjó hafa einnig mikið að segja þegar kemur að laxagengd í ám að sögn Sigurðar. "Það eru sveiflur í hafinu. Eins árs fiskurinn, það sem við köllum smálax, kemur frekar rýr til baka í sumar, sem bendir til að hann hafi haft það frekar skítt. Þegar við sjáum svona rýran lax er augljóst að margir hafa ekki náð að lifa af í hafinu. Ég tel að þetta tvennt, kalt vor og slök lífsskilyrði í sjó, séu helstu ástæðurnar fyrir þessari fremur lélegu veiði í sumar." Hreistur eru eins og árhringir í trjámSigurður segir að sérfræðingar Veiðimálastofnunar eigi eftir að rannsaka þetta allt saman frekar. "Við eigum eftir að leggjast yfir þau gögn sem við höfum. Við eigum til dæmis eftir að skoða hreistursýni en með því sjáum við hvenær laxinn hefur það sem verst í sjónum. Þetta er svona svipað og að skoða árhringi í trjám. Ef hreistrið er þétt þá bendir það til að mynda til hægs vaxtar," segir Sigurður. "Þetta er vinnan sem við munum leggjast í nú í haust og vetur. Þannig að þótt ég sé búinn að benda á líklegar skýringar þá vitum við auðvitað ekki nákvæmlega hvað er í gangi en niðurstöðurnar ættu að liggja fyrir eftir áramót. Það sem gerir þetta allt snúnara er að vistkerfi sjávar í kringum okkur er að breytast mjög mikið. Nýjar tegundir eru að koma hingað, eins og makrílinn, og loðnan hefur færst sig mun norðar eða norðvestar en hún er vön að vera." Laxinn lætur ekkert stöðva sigVeitt við Klöppina í Ytri Rangá. Áin er aflahæst það sem af er sumri með um 2.300 laxa. Þar af hefur um 700 verið landað á svæði 4 við Ægissíðufoss og Klöppina.Mynd / Trausti HafliðasonSigurður segir að vissulega hafi vatnsleysið haft áhrif á veiðina í sumar. "Það hefur haft þau áhrif að það veiðist minna, hins vegar ætti það að vinnast upp núna eftir rigningarnar. Sá fiskur sem lá bara kyrr vegna vatnsleysis og hita fer á hreyfingu þegar vatnið eykst og súrefnið eykst. Í litlum ám gerist það að laxinn gengur ekki upp ána þegar lítið vatn er í henni, þá bíður hann bara við ósinn. Í svona aðstæðum gengur laxinn jafnvel upp ána á flóði en snýr aftur við þegar fellur frá. Ef hann þarf að bíða vikum saman þá getur það haft þau áhrif að eitthvað af honum drepist, verði til dæmis étinn af sel," segir Sigurður. "Laxinn er þannig forritaður að hann hættir aldrei við að ganga upp á þó það sé vatnslítið. Hann er að verða kynþroska og lætur ekkert stoppa sig. Varðandi vatnsleysið og áhrif þess á veiði þá megum við ekki gleyma því að síðustu sumur hafa líka verið mjög þurr." Ágætt útlit fyrir næsta árVegna þess hversu veiðin hefur verið léleg það sem af er sumri þá velta veiðimenn því eðlilega fyrir sér hvort þetta sé viðvarandi ástand. Hvort veiðin á næsta ári verði jafn léleg. Sigurður er hóflega bjartsýnn fyrir næsta sumar. "Það er alltaf svolítið erfitt segja til um það hvernig veiðin verður næstu ár. Í laxveiðinni er þetta yfirleitt þannig að við fáum nokkur góð ár og síðan nokkur sem eru ekki eins góð. Seiðabúskapurinn víðast hvar virðist vera nokkuð góður og af þeim ástæðum getur laxveiðin orðið góð. Gangan sem fór út í vor fór á réttum tíma en síðan er það alltaf spurning hvernig skilyrðin í hafinu verða. Ég held að næsta ár verði ekki slæmt en varla neitt metár heldur. Líklega mun veiðin verða í meðallagi." Hvaða áhrif hefur makríllinn?Á makrílveiðum í Reykjavíkurhöfn. Mynd / GVAMakríll hefur gengið inn í íslenska lögsögu í miklum mæli undanfarin ár. Nú er svo komið að hann er veiddur á stangir við strendur landsins. Makríllinn er uppsjávarfiskur eins og laxinn og því vaknar sú spurning hvort hann hafi áhrif á laxagengd í hafinu? "Makríllinn er í svipaðri vist og laxinn framan af. Það getur verið einhver samkeppni um fæði en það er mjög erfitt að fylgjast með því," segir Sigurður. "Auðvitað getur þetta haft áhrif en tæpast er þetta hin eina sanna skýring. Það var fullt af makríl hérna í fyrra og samt var laxveiðin ágæt, það sama á við um árið 2010." Íslensk fiskveiðiskip eru farin að veiða makríl í stórum stíl og þá vaknar sú spurning hvort ekki slæðist eitthvað af laxi með í þeim veiðum enda báðar tegundirnar uppsjávarfiskar. "Fiskistofa hefur eftirlit með makrílveiðunum og hefur skoðað þetta undanfarin ár. Það slæðist eitthvað af laxi með en við erum ekki að tala um neitt ógnarmagn. Þetta eru kannski nokkur hundruð laxar eða jafnvel örfá þúsund í heildina. Við hjá Veiðimálastofnun höfum fengið þennan lax til rannsóknar. Með erfðatækni höfum við rakið uppruna fisksins og það kom okkur skemmtilega á óvart að megnið af honum er ekki íslenskt heldur kemur laxinn úr norskum, skoskum og írskum ám."trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði