Dr. Jónas: Njótið dagsins þó laxinn sé tregur og fáliðaður Svavar Hávarðsson skrifar 17. ágúst 2012 08:20 Annar af tveimur stórlöxum Dr. Jónasar úr Breiðdalsá Mynd/Dr. Jónas Það er óþarft að kynna listahnýtarann Jónas Jónasson, betur þekktan sem dr. Jónas, fyrir veiðimönnum en hann er nýkominn að austan þar sem hann renndi fyrir lax í Breiðdalsá. Í nýjasta fréttabréfi Jónasar segir hann frá upplifun sinni af ánni og gefur mörg góð ráð við að glíma við þær aðstæður sem hafa verið ríkjandi við árnar í sumar; glennisól og vatnsleysi.Á heimasíðu sinni frances.is er jafnframt gríðarlegur gagnabanki um stangveiði. Veiðivísir hvetur veiðimenn til að ganga í þá smiðju til að leita sér fróðleiks og jafnvel kanna hvort götin í fluguboxunum verði ekki fyllt með eðalflugum þessa reynslubolta. Jónasi segist svo frá eftir för sína í Breiðdalsá: „Ég veiddi um helgina í Breiðdalsá í fyrsta sinn um Verslunarmannahelgina og þótti það afar gaman. Ég vissi fyrirfram að þetta yrði erfitt vegna þurrka en vissi líka að þarna er von á stórlöxum. Ég sá fisk í dýpstu hyljum og þvílíkt magn af stórlöxum hef ég ekki séð lengi. Það var nú spennandi að kasta fyrir þessa fiska. Á þessum þremur dögum fékk ég einn 85 cm hæng og eina 89 cm hrygnu. Þröstur Elliðason var á staðnum og sýndi hann mér sleppitjarnir og seiðaeldisstöðina en þeir sleppa um 100.000 gönguseiðum á ári. Markmiðið er að Breiðdalsá fari alltaf yfir 1000 laxa í veiði á ári. Mér fannst aðdáunarvert að sjá áhugann og eljuna hjá Þresti og starfsmönnum hans að gera vel. Veiðihúsið er afar flott og afbragðsgóður matur. En hvað gerir maður þegar það er sól og lítið vatn. Einn morguninn áttum við Eyja konan mín, gljúfrin sem eru neðst á svæði 2. Þar var auðvelt að standa uppi á berginu og horfa niður á laxana en erfitt aðláta þá ekki sjá sig meðan maður kastar. En við vorum svo heppin að þar er afar krappt horn á klettabeltinu og laxarnir lágu þar fyrir ofan þannig að hægt var staðsetja sig í vari fyrir aftan þá. Ég byrjaði að kasta lítilli frances tungsten keilu en hún sökk ekki nóg og enginn sýndi henni áhuga. Þá setti ég á svarta frances tungsten 1" túpu en þessi túpa er sú þyngsta sem við seljum. Þegar túpan lenti sökk hún afar hratt og strax kom lax á eftir henni. Í þessum sporum er hreinlega skynsamlegast að vera grafkyrr og aðhafast ekkert, sem ég og gerði, en hann snéri frá á síðustu stundu. Aftur kastaði ég og túpan sökk. Þá tók stærsti laxinn sig út úr torfunni og elti túpuna. Þetta eru eins og tundurskeyti sem hendast á eftir en ég átti erfitt að sjá hvort hann tæki túpuna. Hann snéri sér við og byrjaði að hrista sig ógurlega. Þá brá ég við og hann var á. Þvílík stund. Þetta var stórlax sem reyndist vera 85 cm og á lítilli einhendu stjórnar hann öllu til að byrja með. Þarna er stórgrýti og hraunnibbur um allan hyl og erfitt um vik. En einhvern veginn tókst mér að lempa hann upp í hyl og landa honum. Þá sá ég að hann hafði gleypt túpuna en tálknin voru óskemmd þannig að auðvelt var að sleppa honum. Hinn fiskurinn sem ég fékk var 89 cm hrygna í Klapparhyl. Klapparhylur en einn neðsti hylur árinnar beint fyrir neðan veiðihúsið. Þegar ég byrjaði að kasta sá ég strax fisk stökkva og hugsaði með mér að nú væri veiðiveisla í uppsiglingu, snemma að morgni, nýgenginn fiskur og skýjað. En það var sama hverju ég kastaði ekki fékk ég neina töku. Veiðimenn í Breiðdalsá veiða mikið á stórar túpur og er Sunray shadow í miklu uppáhaldi, enda veiða þeir um helming af fiskunum á Sunray. Ég kastaði henni, auk snældu og frances túpum en ekkert gekk. Þá er eina ráðið aðbreyta alveg um. Ég hætti með stóru túpurnar og tók tauminn af og lengdi um helming eða í ein 14 fet því ég var að veiða með 14 feta tvíhendu. Mér finnst í litlu vatni að flugulínan eigi til að fæla fiskinn ef hún flýtur yfir hann. Flugan sem ég valdi var minnsta frances tungsten keilan. Þessi keila hefur gefið mér marga fiska í sumar. Ég kastaði henni 45° niður ána og lét sökkva vel. Þá strippaði ég hana ofurhægt til að fá svolítið líf í hana á hægu reki. Þá var kippt þéttingsfast í fluguna en strax var laust. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að kasta ekki strax. Ég tók fluguna inn og kannaði hvort hún væri nokkuð flækt og kastaði svo aftur. Mér finnst oft að fiskur sem er í töku og kemur á eftir þurfi tíma til að setjast á sama stað ef hann kemur á eftir flugunni. Í þetta sinn var kippt þéttingsfast í fluguna og hann var á. Það er alveg furðulegt eftir öll þessi ár hve mikið maður hugsar um að halda fisknum meðan maður þreytir því þessi var tekinn á mikrókeilu með þríkrækju númer 14. En allt fór vel og ég landaði 89 cm hrygnu tókum myndir og slepptum henni." Það er eftirtektarvert hvernig dr. Jónas lýkur pistli sínum, og nokkuð sem undirritaður ætlar að muna. Hann segir eina ráðið við vatnsleysinu og laxleysinu sé að vera jákvæður og reyna sem víðast í hverri á og bara hreinlega slappa af og njóta okkar fögru náttúru. Engu við það að bæta. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði
Það er óþarft að kynna listahnýtarann Jónas Jónasson, betur þekktan sem dr. Jónas, fyrir veiðimönnum en hann er nýkominn að austan þar sem hann renndi fyrir lax í Breiðdalsá. Í nýjasta fréttabréfi Jónasar segir hann frá upplifun sinni af ánni og gefur mörg góð ráð við að glíma við þær aðstæður sem hafa verið ríkjandi við árnar í sumar; glennisól og vatnsleysi.Á heimasíðu sinni frances.is er jafnframt gríðarlegur gagnabanki um stangveiði. Veiðivísir hvetur veiðimenn til að ganga í þá smiðju til að leita sér fróðleiks og jafnvel kanna hvort götin í fluguboxunum verði ekki fyllt með eðalflugum þessa reynslubolta. Jónasi segist svo frá eftir för sína í Breiðdalsá: „Ég veiddi um helgina í Breiðdalsá í fyrsta sinn um Verslunarmannahelgina og þótti það afar gaman. Ég vissi fyrirfram að þetta yrði erfitt vegna þurrka en vissi líka að þarna er von á stórlöxum. Ég sá fisk í dýpstu hyljum og þvílíkt magn af stórlöxum hef ég ekki séð lengi. Það var nú spennandi að kasta fyrir þessa fiska. Á þessum þremur dögum fékk ég einn 85 cm hæng og eina 89 cm hrygnu. Þröstur Elliðason var á staðnum og sýndi hann mér sleppitjarnir og seiðaeldisstöðina en þeir sleppa um 100.000 gönguseiðum á ári. Markmiðið er að Breiðdalsá fari alltaf yfir 1000 laxa í veiði á ári. Mér fannst aðdáunarvert að sjá áhugann og eljuna hjá Þresti og starfsmönnum hans að gera vel. Veiðihúsið er afar flott og afbragðsgóður matur. En hvað gerir maður þegar það er sól og lítið vatn. Einn morguninn áttum við Eyja konan mín, gljúfrin sem eru neðst á svæði 2. Þar var auðvelt að standa uppi á berginu og horfa niður á laxana en erfitt aðláta þá ekki sjá sig meðan maður kastar. En við vorum svo heppin að þar er afar krappt horn á klettabeltinu og laxarnir lágu þar fyrir ofan þannig að hægt var staðsetja sig í vari fyrir aftan þá. Ég byrjaði að kasta lítilli frances tungsten keilu en hún sökk ekki nóg og enginn sýndi henni áhuga. Þá setti ég á svarta frances tungsten 1" túpu en þessi túpa er sú þyngsta sem við seljum. Þegar túpan lenti sökk hún afar hratt og strax kom lax á eftir henni. Í þessum sporum er hreinlega skynsamlegast að vera grafkyrr og aðhafast ekkert, sem ég og gerði, en hann snéri frá á síðustu stundu. Aftur kastaði ég og túpan sökk. Þá tók stærsti laxinn sig út úr torfunni og elti túpuna. Þetta eru eins og tundurskeyti sem hendast á eftir en ég átti erfitt að sjá hvort hann tæki túpuna. Hann snéri sér við og byrjaði að hrista sig ógurlega. Þá brá ég við og hann var á. Þvílík stund. Þetta var stórlax sem reyndist vera 85 cm og á lítilli einhendu stjórnar hann öllu til að byrja með. Þarna er stórgrýti og hraunnibbur um allan hyl og erfitt um vik. En einhvern veginn tókst mér að lempa hann upp í hyl og landa honum. Þá sá ég að hann hafði gleypt túpuna en tálknin voru óskemmd þannig að auðvelt var að sleppa honum. Hinn fiskurinn sem ég fékk var 89 cm hrygna í Klapparhyl. Klapparhylur en einn neðsti hylur árinnar beint fyrir neðan veiðihúsið. Þegar ég byrjaði að kasta sá ég strax fisk stökkva og hugsaði með mér að nú væri veiðiveisla í uppsiglingu, snemma að morgni, nýgenginn fiskur og skýjað. En það var sama hverju ég kastaði ekki fékk ég neina töku. Veiðimenn í Breiðdalsá veiða mikið á stórar túpur og er Sunray shadow í miklu uppáhaldi, enda veiða þeir um helming af fiskunum á Sunray. Ég kastaði henni, auk snældu og frances túpum en ekkert gekk. Þá er eina ráðið aðbreyta alveg um. Ég hætti með stóru túpurnar og tók tauminn af og lengdi um helming eða í ein 14 fet því ég var að veiða með 14 feta tvíhendu. Mér finnst í litlu vatni að flugulínan eigi til að fæla fiskinn ef hún flýtur yfir hann. Flugan sem ég valdi var minnsta frances tungsten keilan. Þessi keila hefur gefið mér marga fiska í sumar. Ég kastaði henni 45° niður ána og lét sökkva vel. Þá strippaði ég hana ofurhægt til að fá svolítið líf í hana á hægu reki. Þá var kippt þéttingsfast í fluguna en strax var laust. Í slíkum tilvikum er mikilvægt að kasta ekki strax. Ég tók fluguna inn og kannaði hvort hún væri nokkuð flækt og kastaði svo aftur. Mér finnst oft að fiskur sem er í töku og kemur á eftir þurfi tíma til að setjast á sama stað ef hann kemur á eftir flugunni. Í þetta sinn var kippt þéttingsfast í fluguna og hann var á. Það er alveg furðulegt eftir öll þessi ár hve mikið maður hugsar um að halda fisknum meðan maður þreytir því þessi var tekinn á mikrókeilu með þríkrækju númer 14. En allt fór vel og ég landaði 89 cm hrygnu tókum myndir og slepptum henni." Það er eftirtektarvert hvernig dr. Jónas lýkur pistli sínum, og nokkuð sem undirritaður ætlar að muna. Hann segir eina ráðið við vatnsleysinu og laxleysinu sé að vera jákvæður og reyna sem víðast í hverri á og bara hreinlega slappa af og njóta okkar fögru náttúru. Engu við það að bæta. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði