Veiðitölur LV: Aldrei minni veiði síðan talningar hófust Svavar Hávarðsson skrifar 16. ágúst 2012 19:08 Lax háfaður við Ægissíðufoss. Ytri-Laxá hefur skilað vel 2.237 löxum og er langefst á lista LV. Mynd/Lax-á "Nú – um miðjan ágúst – er svo komið að heildar aflatölur úr lykilánum okkar 25 eru þær lægstu síðan við byrjuðum að skrá þessa vikuveiði. Sumaraflinn hingað til er aðeins 14.309 laxar, móti 15.871, sem var árið 2007 og er næstminnsta veiðin," segir Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum í stuttu skeyti sem fylgir veiðitölum Landssambands veiðifélaga þessa vikuna. Ytri-Rangá ber nokkuð af í veiði eftir þessa viku með 2.237 laxa bókfærða í gærkvöldi. Eystri-Rangá er með 1.885 laxa og skýrist bilið á milli ánna núna á rigningunum um helgina, en aðeins veiddust rúmlega 100 laxar í vikunni. Það er nefnilega svo að Eystri áin litast fljótt í stórrigningum á meðan annað er uppi á teningnum í systuránni. En vikuveiðin í Ytri-Rangá er 384 laxar sem er prýðileg veiði. Selá í Vopnafirði heldur ennþá góðum dampi og gaf 105 laxa í síðustu viku; heildarveiðin í gærkvöldi var 1.102 laxar. Í fjórða sætinu er Miðfjarðará sem er að skila ágætis tölum á sínar tíu stangir. 150 laxar í síðustu viku; 106 vikuna á undan og 162 laxar vikuna fyrir mánaðarmót. Haffjarðará kemur Miðfjarðará næst með 904 og hefur aðeins hægt ferðina. Einhverjar fréttir voru þó af flóðum þar, eins og reyndar annars staðar líka. Verður að taka öllum vikutölum með þeim fyrirvara að víða var óveiðandi. Ekki átti það síst við um Norðurá. Hún skilaði 40 löxum í þessari viku og hefur skilað 771 laxi. Þeir voru orðnir 1.950 á sama tíma í fyrra. Fjórtán laxar veiddust í Laxá í Aðaldal í síðustu viku og áin hefur skilað 331. Grímsá skilaði 24 löxum og heildarveiðin er 318. Vatnsdalsá gaf 23 laxa þessa vikuna og 219 sinnum hefur verið fært í veiðibókin á því heimilinu. En að síðustu segir það kannski allt sem segja þarf að Miðá í Dölum er 93 löxum hærri en Laxá á Ásum sem gaf 8 laxa í síðustu viku. Þetta veiðisumars er með ólíkindum. Já, og það er rétt að geta þess að vikutölurnar úr Miðá hafa ekki skilað sér ennþá. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru og geta áhugasamir sjálfir rýnt í tölurnar á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Um 43 prósenta minni laxveiði Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði
"Nú – um miðjan ágúst – er svo komið að heildar aflatölur úr lykilánum okkar 25 eru þær lægstu síðan við byrjuðum að skrá þessa vikuveiði. Sumaraflinn hingað til er aðeins 14.309 laxar, móti 15.871, sem var árið 2007 og er næstminnsta veiðin," segir Þorsteinn Þorsteinsson á Skálpastöðum í stuttu skeyti sem fylgir veiðitölum Landssambands veiðifélaga þessa vikuna. Ytri-Rangá ber nokkuð af í veiði eftir þessa viku með 2.237 laxa bókfærða í gærkvöldi. Eystri-Rangá er með 1.885 laxa og skýrist bilið á milli ánna núna á rigningunum um helgina, en aðeins veiddust rúmlega 100 laxar í vikunni. Það er nefnilega svo að Eystri áin litast fljótt í stórrigningum á meðan annað er uppi á teningnum í systuránni. En vikuveiðin í Ytri-Rangá er 384 laxar sem er prýðileg veiði. Selá í Vopnafirði heldur ennþá góðum dampi og gaf 105 laxa í síðustu viku; heildarveiðin í gærkvöldi var 1.102 laxar. Í fjórða sætinu er Miðfjarðará sem er að skila ágætis tölum á sínar tíu stangir. 150 laxar í síðustu viku; 106 vikuna á undan og 162 laxar vikuna fyrir mánaðarmót. Haffjarðará kemur Miðfjarðará næst með 904 og hefur aðeins hægt ferðina. Einhverjar fréttir voru þó af flóðum þar, eins og reyndar annars staðar líka. Verður að taka öllum vikutölum með þeim fyrirvara að víða var óveiðandi. Ekki átti það síst við um Norðurá. Hún skilaði 40 löxum í þessari viku og hefur skilað 771 laxi. Þeir voru orðnir 1.950 á sama tíma í fyrra. Fjórtán laxar veiddust í Laxá í Aðaldal í síðustu viku og áin hefur skilað 331. Grímsá skilaði 24 löxum og heildarveiðin er 318. Vatnsdalsá gaf 23 laxa þessa vikuna og 219 sinnum hefur verið fært í veiðibókin á því heimilinu. En að síðustu segir það kannski allt sem segja þarf að Miðá í Dölum er 93 löxum hærri en Laxá á Ásum sem gaf 8 laxa í síðustu viku. Þetta veiðisumars er með ólíkindum. Já, og það er rétt að geta þess að vikutölurnar úr Miðá hafa ekki skilað sér ennþá. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru og geta áhugasamir sjálfir rýnt í tölurnar á vef Landssambands veiðifélaga - angling.is. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Um 43 prósenta minni laxveiði Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði