Fred, Harry og Tom tóku maríulaxana í Langá 15. ágúst 2012 12:14 Tom, 9 ára, rjóður í vöngum með Maríulaxinn sinn úr Langá. Veiddist í Álfgerðarholtskvörn (nr. 25). SVFR Þegar allt er talið er það ekki síst samvistir við vini og fjölskyldu sem gerir veiðiferðina dýrmæta. Ekki skemmir heldur fyrir þegar menn eru í fiski og ekki síst þegar yngsta kynslóðin nær í sína fyrstu laxa. Þá magnar það líka upp upplifunina þegar góðar ár eru heimsóttar um langan veg. Þessi veiðisaga er úr ranni SVFR þar sem fjölskylda frá Wales heimsótti Langá á Mýrum og Laxá í Dölum. Stangaveiðifélagsmönnum segist svo frá: "Nýverið lauk 6 manna fjölskylda frá Wales, vel heppnaðri veiðiferð í Langá á Mýrum og Laxá í Dölum. Þrír yngstu bræðurnir höfðu aldrei veitt lax áður, en reynt í a.m.k. tvö ár. Að lokinni fyrstu vaktinni í Langá, hafði Fred 10 ára sett í lax og landað, í Hólmatagli, veiðistað númer 80. Harry 16 ára setti í lax, en missti, setti í annan lax sem hann svo landaði, í Álfgerðarholtskvörn, veiðistað númer 25. Það var svo á næst síðustu vaktinni sem hann landaði öðrum laxi, eftir að hafa misst eina sjö yfir þessa daga. Álfgerðarholtskvörnin reyndist fjölskyldunni happadrjúgur veiðistaður, þar sem yngsti sonurinn Tom fékk Maríulaxinn sinn, fyrr um daginn. Á þriðja degi, var ákveðið að Fred og Ed (elsti bróðirinn) færu ásamt leiðsögumanni upp á Kattarfossbrún, enda falleg gönguleið þangað upp eftir. Á leiðinni voru sagðar sögur af þessum magnaða stað. Fred (10 ára) spurði hvort algengt væri að laxinn steypti sér niður fossinn, en leiðsögumaðurinn sagði að svo væri ekki. En ef hann færi þá væri um að gera að sleppa bara lausu og leyfa honum að fara. Þegar upp eftir var komið þurfti að velja flugu fyrir staðinn. Undir var sett Green Brahan longtail nr. 14. Skemmst er frá því að segja að þegar Fred var búinn að veiða staðinn niður undir brún og kastaði síðasta kasti, þá tók lax fluguna með miklum krafti. Það var mikil spenna í loftinu og reyndi hinn ungi veiðimaður að halda laxinum fyrir ofan fossbrúnina. Laxinn var ekki alveg á sama máli, snéri sér við og straujaði niður fossinn. Nú voru góð ráð orðin nokkuð dýr, því nú þurfti að vaða niður á blábrúnina og reyna að koma sér upp á klett, nokkuð háan, til að forða línunni frá klettaveggnum. Laxinn var enn á og barðist um á pallinum fyrir neðan fossinn. Eitthvað leiddist honum þetta þóf, því hann snéri sér aftur við og straujaði niður á næsta pall. Þegar þangað var komið, var nokkuð dregið af laxinum og Ed náði að klifra niður og háfa hann, eftir nokkrar tilraunir. Á land var kominn 68 cm hrygna, nokkuð særð eftir atganginn. Fred vildi endilega sleppa laxinum, en það tókst því miður ekki í þetta sinn, en hann hafði sleppt laxi sem hann veiddi daginn áður í veiðistað nr. 93, Ármótafljóti. Það var ánægður og stoltur ungur veiðimaður sem kom heim í veiðihús um kvöldið og sagði fjölskyldunni frá ævintýrum dagsins. Fjölskyldan frá Wales veiddi 12 laxa í ferðinni og endaði á því að taka eina vakt í Laxá í Dölum, þar sem þau veiddu einn lax og settu í fjóra. Þau fór heim glöð í bragði, með þrjá Maríulaxa í farteskinu og einn auka, öðru var sleppt." svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Mokveiði á maðkinn í Ytri Rangá Veiði
Þegar allt er talið er það ekki síst samvistir við vini og fjölskyldu sem gerir veiðiferðina dýrmæta. Ekki skemmir heldur fyrir þegar menn eru í fiski og ekki síst þegar yngsta kynslóðin nær í sína fyrstu laxa. Þá magnar það líka upp upplifunina þegar góðar ár eru heimsóttar um langan veg. Þessi veiðisaga er úr ranni SVFR þar sem fjölskylda frá Wales heimsótti Langá á Mýrum og Laxá í Dölum. Stangaveiðifélagsmönnum segist svo frá: "Nýverið lauk 6 manna fjölskylda frá Wales, vel heppnaðri veiðiferð í Langá á Mýrum og Laxá í Dölum. Þrír yngstu bræðurnir höfðu aldrei veitt lax áður, en reynt í a.m.k. tvö ár. Að lokinni fyrstu vaktinni í Langá, hafði Fred 10 ára sett í lax og landað, í Hólmatagli, veiðistað númer 80. Harry 16 ára setti í lax, en missti, setti í annan lax sem hann svo landaði, í Álfgerðarholtskvörn, veiðistað númer 25. Það var svo á næst síðustu vaktinni sem hann landaði öðrum laxi, eftir að hafa misst eina sjö yfir þessa daga. Álfgerðarholtskvörnin reyndist fjölskyldunni happadrjúgur veiðistaður, þar sem yngsti sonurinn Tom fékk Maríulaxinn sinn, fyrr um daginn. Á þriðja degi, var ákveðið að Fred og Ed (elsti bróðirinn) færu ásamt leiðsögumanni upp á Kattarfossbrún, enda falleg gönguleið þangað upp eftir. Á leiðinni voru sagðar sögur af þessum magnaða stað. Fred (10 ára) spurði hvort algengt væri að laxinn steypti sér niður fossinn, en leiðsögumaðurinn sagði að svo væri ekki. En ef hann færi þá væri um að gera að sleppa bara lausu og leyfa honum að fara. Þegar upp eftir var komið þurfti að velja flugu fyrir staðinn. Undir var sett Green Brahan longtail nr. 14. Skemmst er frá því að segja að þegar Fred var búinn að veiða staðinn niður undir brún og kastaði síðasta kasti, þá tók lax fluguna með miklum krafti. Það var mikil spenna í loftinu og reyndi hinn ungi veiðimaður að halda laxinum fyrir ofan fossbrúnina. Laxinn var ekki alveg á sama máli, snéri sér við og straujaði niður fossinn. Nú voru góð ráð orðin nokkuð dýr, því nú þurfti að vaða niður á blábrúnina og reyna að koma sér upp á klett, nokkuð háan, til að forða línunni frá klettaveggnum. Laxinn var enn á og barðist um á pallinum fyrir neðan fossinn. Eitthvað leiddist honum þetta þóf, því hann snéri sér aftur við og straujaði niður á næsta pall. Þegar þangað var komið, var nokkuð dregið af laxinum og Ed náði að klifra niður og háfa hann, eftir nokkrar tilraunir. Á land var kominn 68 cm hrygna, nokkuð særð eftir atganginn. Fred vildi endilega sleppa laxinum, en það tókst því miður ekki í þetta sinn, en hann hafði sleppt laxi sem hann veiddi daginn áður í veiðistað nr. 93, Ármótafljóti. Það var ánægður og stoltur ungur veiðimaður sem kom heim í veiðihús um kvöldið og sagði fjölskyldunni frá ævintýrum dagsins. Fjölskyldan frá Wales veiddi 12 laxa í ferðinni og endaði á því að taka eina vakt í Laxá í Dölum, þar sem þau veiddu einn lax og settu í fjóra. Þau fór heim glöð í bragði, með þrjá Maríulaxa í farteskinu og einn auka, öðru var sleppt." svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Mokveiði á maðkinn í Ytri Rangá Veiði