Mýrarkvísl: Síðasta holl með 8 laxa og stór fiskur víða Svavar Hávarðsson skrifar 14. ágúst 2012 12:27 Aðalsmerki Mýrarkvíslar er stór fiskur, og ekki má gleyma miklu magni af fallegum urriða sem þar á heimkynni. Mynd/SVAK.IS Veiði er nú komin vel af stað í Mýrarkvísl. Síðasta holl í ánni var með 8 laxa og sáu veiðimennirnir í því holli víða lax í ánni og suma hverja mjög stóra. Merktir veiðistaðir eru 54 á um 31 kílómetra veiðisvæði og býður áin upp á mikla fjölbreytni, allt frá rólegum og skemmtilegum breiðum upp í hrikaleg gljúfur þar sem jafnvel þarf að styðjast við reipi til að komast í færi við fiska sem sjást ofan af gljúfurbrúninni. SVAK hefur fengið allnokkra daga í sölu í Mýrarkvísl og er um að ræða tímabilið 3.-21.september. Góður afsláttur er gefinn af þessum leyfum og bryddað upp á þeirri nýbreytni að nú er hægt að kaupa 1 stöng í hálfan dag. Nánari upplýsingar má finna á söluvef SVAK. Leigutaki Mýrarkvíslar er félagið Salmon Tails. Mýrarkvísl er ein af mörgum hliðarám Laxár í Aðaldal. Eins og Laxá í Aðaldal er Mýrarkvísl þekkt fyrir góða meðalþyngd og undurfagurt umhverfi. Mýrarkvísl rennur út í Laxá í Aðaldal um fjórum kílómetrum frá ós Laxár. Þrátt fyrir að vera hliðará Laxár þá er ekki hægt að segja að árnar séu líkar. Mýrarkvísl er frekar nett veiðiá sem þarf að fara nokkuð varlega að til þess að ná góðum árangri. Meðalveiðin í Mýrarkvísl síðan 1974 eru 222 laxar á ári og metveiði var síðast árið 1986 eða 490 laxar. Á venjulegum árum veiðasta yfir 300 laxar í ánni en einsog í Laxá í Aðaldal þá eru sveiflur töluverðar á milli ára. Besti tíminn hefur venjulega verið í kringum mánaðamótin júlí-ágúst en lax er vanalega kominn í ánni í byrjun júlí í einhverju magni.Á glæsilegri heimasíðu má finna ítarlega staðar- og veiðistaðalýsingu auk ljósmynda sem sýna um hversu gríðarlega fallegt veiðisvæði er að ræða. Á veiða.is má einnig finna nánari útlistingu á lausum leyfum. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Mokveiði á maðkinn í Ytri Rangá Veiði
Veiði er nú komin vel af stað í Mýrarkvísl. Síðasta holl í ánni var með 8 laxa og sáu veiðimennirnir í því holli víða lax í ánni og suma hverja mjög stóra. Merktir veiðistaðir eru 54 á um 31 kílómetra veiðisvæði og býður áin upp á mikla fjölbreytni, allt frá rólegum og skemmtilegum breiðum upp í hrikaleg gljúfur þar sem jafnvel þarf að styðjast við reipi til að komast í færi við fiska sem sjást ofan af gljúfurbrúninni. SVAK hefur fengið allnokkra daga í sölu í Mýrarkvísl og er um að ræða tímabilið 3.-21.september. Góður afsláttur er gefinn af þessum leyfum og bryddað upp á þeirri nýbreytni að nú er hægt að kaupa 1 stöng í hálfan dag. Nánari upplýsingar má finna á söluvef SVAK. Leigutaki Mýrarkvíslar er félagið Salmon Tails. Mýrarkvísl er ein af mörgum hliðarám Laxár í Aðaldal. Eins og Laxá í Aðaldal er Mýrarkvísl þekkt fyrir góða meðalþyngd og undurfagurt umhverfi. Mýrarkvísl rennur út í Laxá í Aðaldal um fjórum kílómetrum frá ós Laxár. Þrátt fyrir að vera hliðará Laxár þá er ekki hægt að segja að árnar séu líkar. Mýrarkvísl er frekar nett veiðiá sem þarf að fara nokkuð varlega að til þess að ná góðum árangri. Meðalveiðin í Mýrarkvísl síðan 1974 eru 222 laxar á ári og metveiði var síðast árið 1986 eða 490 laxar. Á venjulegum árum veiðasta yfir 300 laxar í ánni en einsog í Laxá í Aðaldal þá eru sveiflur töluverðar á milli ára. Besti tíminn hefur venjulega verið í kringum mánaðamótin júlí-ágúst en lax er vanalega kominn í ánni í byrjun júlí í einhverju magni.Á glæsilegri heimasíðu má finna ítarlega staðar- og veiðistaðalýsingu auk ljósmynda sem sýna um hversu gríðarlega fallegt veiðisvæði er að ræða. Á veiða.is má einnig finna nánari útlistingu á lausum leyfum. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Mokveiði á maðkinn í Ytri Rangá Veiði