Tónlistarhátíðin Pönk á Patró var haldin á Patreksfirði í gær. Hljómsveitin Prinspóló hélt tvenna tónleika, aðra fyrir börn og unglinga en hinir síðari voru fyrir fullorðna fólkið. Þá stóð hljómsveitin fyrir frábærri tónlistarsmiðju með börnum og unglingum. Þar var meðal annars samið nýtt lag, æft og frumflutt á 53 mínútum. Að sögn viðstaddra er lagið verulega líklegt til vinsælda enda mjög grípandi en vinnuheitið er „Nei sjáðu, þarna er fugl"!
