Það var nóg að gera um helgina hjá Alfreð Brynjari Kristinssyni, liðsmanni í sveit Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar í Sveitakeppninni í golfi því hann gifti sig í gær í miðri sveitakeppni. Þetta kemur fram á kylfingur.is. Alfreð hefur sigrað í tveimur tvímenningsleikjum af þremur í mótinu hingað til en GKG hefur ekki tapað leik í mótinu til þessa og þykir líklegt til afreka.
„Ég þarf að fara úr þessum blautu fötum og drífa mig í giftingarfötin. Þetta er bara gaman," sagði Alfreð kátur í viðtali við Kylfing.is eftir sigurinn á Páli Theodórssyni í GKj í gærmorgun en keppni í 1. deildinni fer fram á Hólmsvelli í Leiru. Alfreð dreif sig í bæinn eftir leikinn og gekk að eiga Hönnu Sesselju Hálfdanardóttur í Laugarneskirkju.
„Kristinn faðir Alfreðs var með honum á pokanum í rigningunni í gær og brosti líka yfir fjörinu hjá syninum. Hann gerði létt grín og sagðist halda að morgungjöf til eiginkonu Alfreðs væri að mæta með honum í Leiruna í fyrramálið og hjálpa honum í mótinu," segir ennfremur í fréttinni inn á kylfingur.is.
Gifti sig í miðri sveitakeppni í golfi
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
