ÍBV er komið upp í 3. sæti í Pepsi-deild kvenna í fótbolta eftir 6-1 stórsigur á Aftureldingu á Hásteinsvelli í Eyjum í kvöld í lokaleik þrettándu umferðar. ÍBV fór upp fyrir Val og Breiðablik með þessum sigri og er nú aðeins einu stigi á eftir Íslandsmeisturum Stjörnunnar sem sitja í öðru sætinu.
Fimm leikmenn skoruðu mörk ÍBV í kvöld. Danka Podovac (víti) og Sigríður Lára Garðarsdóttir komu Eyjaliðinu í 2-0 í fyrri hálfleik og Shaneka Jodian Gordon bætti við þriðja markinu á 57. mínútu áður en Mosfellstelpur minnkuðu muninn.
Hlíf Hauksdóttir kom ÍBV í 4-1 á 82. mínútu og Kristín Erna Sigurlásdóttir bætti síðan við tveimur mörkum á lokakafla leiksins.
Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni úrslit.net.
Eyjakonur upp í þriðja sætið eftir stórsigur
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn



Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn
Enski boltinn


Messi slær enn eitt metið
Fótbolti

„Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“
Íslenski boltinn


Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“
Enski boltinn
