Tilraunir í textíl 10. ágúst 2012 22:00 Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir, fatahönnuður. Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir er fatahönnuður á framabraut og nýtir sumarmánuðina í rannsóknarvinnu á endurvinnslu textíls og umhverfisvænum framleiðsluaðferðum. Í sumar fékk hún styrk til að gera rannsóknir á endurvinnslu textíls og endurskapa efni með umhverfisvænum aðferðum. Verkefnið er í fullum gangi og Tanja hefur nýlokið við að setja saman texta um skaðsemi hefðbundinnar textílframleiðslu og sjálfbæra tísku.Vill dreifa boðskapnum "Stefnan er að koma upplýsingunum á framfæri á heimasíðu fljótlega. Mig langar til þess að vekja fólk til umhugsunar í fatakaupum. Það er svo auðvelt að fara í H&M og hrúga í körfuna hugsunarlaust og nota svo fötin kannski bara einu sinni. Ég vona að ég geti fengið fólk til að hugsa um hvaðan fötin koma, hvaða efni eru notuð og hvar þau eru framleidd, því það skiptir máli," segir Tanja og bætir brosandi við: "Ég er samt ekkert að predika yfir fólki að hætta að kaupa föt heldur bara að vera meðvitað á meðan."Gerir tilraunir Næsta skref í verkefninu er tilraunastarfsemi. "Ég er að byrja á verklega hlutanum og vinn þá aðallega út frá textíl. Mig langar að gera tilraunir með jurtalitun, safna gömlum efnum og gera tilraunir. Útkoman verður vonandi fatalína sem ég myndi þá selja. Hluta af söluhagnaðinum hafði ég hugsað mér að gefa í gott málefni." Niðurstöður verkefnisins segist Tanja þó ekki ætla að selja. "Upphaflega hugmyndin var að þróa nýjar, umhverfisvænar aðferðir úr öðrum þekktum eins og til dæmis jurtalitun. Höfundarrétturinn skiptir mig þó engu máli heldur vil ég frekar vera öðrum hönnuðum innblástur og gefa þeim hugmyndir til að nýta og þróa áfram."Framtíðardraumar Framtíðin er spennandi hjá þessum unga hönnuði, en Tanja stefnir á frekara nám í textíl áður en hún heldur út í heim: "Mig langar til þess að sérhæfa mig í textíl og ætla þess vegna í textíldeildina í Myndlistaskólanum í Reykjavík í haust. Eftir það langar mig til útlanda, annaðhvort í starfsnám eða mastersnám," segir Tanja og horfir þá helst til Belgíu og Hollands. Segja má að rannsóknarverkefni sumarsins sé byrjunin á framtíðardraumnum, sem lýtur að frekari tilraunum: "Í framtíðinni langar mig að vinna með fólki sem hefur svipaðar hugmyndir og ég. Ég væri til í að vinna við að þróa umhverfisvænar aðferðir til að framleiða föt og textíl," segir Tanja og bætir við: "Mig langar einfaldlega að hafa frelsi til að gera tilraunir. Ég vil að tilraunastarfsemi verði alltaf hluti af hönnun minni." Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Tanja Huld Levý Guðmundsdóttir er fatahönnuður á framabraut og nýtir sumarmánuðina í rannsóknarvinnu á endurvinnslu textíls og umhverfisvænum framleiðsluaðferðum. Í sumar fékk hún styrk til að gera rannsóknir á endurvinnslu textíls og endurskapa efni með umhverfisvænum aðferðum. Verkefnið er í fullum gangi og Tanja hefur nýlokið við að setja saman texta um skaðsemi hefðbundinnar textílframleiðslu og sjálfbæra tísku.Vill dreifa boðskapnum "Stefnan er að koma upplýsingunum á framfæri á heimasíðu fljótlega. Mig langar til þess að vekja fólk til umhugsunar í fatakaupum. Það er svo auðvelt að fara í H&M og hrúga í körfuna hugsunarlaust og nota svo fötin kannski bara einu sinni. Ég vona að ég geti fengið fólk til að hugsa um hvaðan fötin koma, hvaða efni eru notuð og hvar þau eru framleidd, því það skiptir máli," segir Tanja og bætir brosandi við: "Ég er samt ekkert að predika yfir fólki að hætta að kaupa föt heldur bara að vera meðvitað á meðan."Gerir tilraunir Næsta skref í verkefninu er tilraunastarfsemi. "Ég er að byrja á verklega hlutanum og vinn þá aðallega út frá textíl. Mig langar að gera tilraunir með jurtalitun, safna gömlum efnum og gera tilraunir. Útkoman verður vonandi fatalína sem ég myndi þá selja. Hluta af söluhagnaðinum hafði ég hugsað mér að gefa í gott málefni." Niðurstöður verkefnisins segist Tanja þó ekki ætla að selja. "Upphaflega hugmyndin var að þróa nýjar, umhverfisvænar aðferðir úr öðrum þekktum eins og til dæmis jurtalitun. Höfundarrétturinn skiptir mig þó engu máli heldur vil ég frekar vera öðrum hönnuðum innblástur og gefa þeim hugmyndir til að nýta og þróa áfram."Framtíðardraumar Framtíðin er spennandi hjá þessum unga hönnuði, en Tanja stefnir á frekara nám í textíl áður en hún heldur út í heim: "Mig langar til þess að sérhæfa mig í textíl og ætla þess vegna í textíldeildina í Myndlistaskólanum í Reykjavík í haust. Eftir það langar mig til útlanda, annaðhvort í starfsnám eða mastersnám," segir Tanja og horfir þá helst til Belgíu og Hollands. Segja má að rannsóknarverkefni sumarsins sé byrjunin á framtíðardraumnum, sem lýtur að frekari tilraunum: "Í framtíðinni langar mig að vinna með fólki sem hefur svipaðar hugmyndir og ég. Ég væri til í að vinna við að þróa umhverfisvænar aðferðir til að framleiða föt og textíl," segir Tanja og bætir við: "Mig langar einfaldlega að hafa frelsi til að gera tilraunir. Ég vil að tilraunastarfsemi verði alltaf hluti af hönnun minni."
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira