Lífsmark í Svartá á döpru sumri 29. ágúst 2012 11:06 Líkt og fildir um fleiri ár hefur Svartá löngum verið betri en í sumar. Mynd / Lax-á. Dálítið líf virðist vera í Svartá í Svartárdal þótt sumarið hafi verið gríðar dauft. Að því er segir á söluvef leigutakans Lax-ár fékk holl sem lauk veiðum í gær átta laxa. Á agn.is segir að þótt Svartá hafi verið með rólegasta móti í sumar hafi áðurnefnt holl fengið þessa átta laxa og misst fleiri að auki. "Mest líf var í Ármótum, Brúnarhyl og Rafstreng. Þessi veiði þykir nokkuð góð miðað við að kuldakast var fyrir norðan um helgina. Laxarnir voru á bilinu 65 – 89 sentímetra langir og voru allir vel haldnir. Þeim stærri sleppt eins og lög gera ráð fyrir," segir á agn.is. Samkvæmt nýjustu tölum Landssambands veiðifélaga höfðu 95 laxar veiðst í sumar í Svartá fyrir réttri viku síðan. Í fyrra var sumarveiðin alls 300 laxar og 572 laxar árið þar á undan.gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði
Dálítið líf virðist vera í Svartá í Svartárdal þótt sumarið hafi verið gríðar dauft. Að því er segir á söluvef leigutakans Lax-ár fékk holl sem lauk veiðum í gær átta laxa. Á agn.is segir að þótt Svartá hafi verið með rólegasta móti í sumar hafi áðurnefnt holl fengið þessa átta laxa og misst fleiri að auki. "Mest líf var í Ármótum, Brúnarhyl og Rafstreng. Þessi veiði þykir nokkuð góð miðað við að kuldakast var fyrir norðan um helgina. Laxarnir voru á bilinu 65 – 89 sentímetra langir og voru allir vel haldnir. Þeim stærri sleppt eins og lög gera ráð fyrir," segir á agn.is. Samkvæmt nýjustu tölum Landssambands veiðifélaga höfðu 95 laxar veiðst í sumar í Svartá fyrir réttri viku síðan. Í fyrra var sumarveiðin alls 300 laxar og 572 laxar árið þar á undan.gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði