Orðinn sóló en vill ekki afskrifa Ampop Birgir Örn Steinarsson skrifar 27. ágúst 2012 16:31 Síðastliðinn fimm ár hefur Birgir Hilmarsson lifað af því að gera tónlist. Hann er þekktastur hér á landi fyrir störf sín með popprokk-sveitinni Ampop en verkefni hans síðustu misseri eru í tuga tali og hafa komið út um víðan heim. Nýverið lauk hann vinnslu á sinni fyrstu eiginlegu sólóplötu sem kemur til með að heita All we can be. Áður hafði hann þó gefið út plötu er hann gerði einn síns liðs en sú plata var gefin út undir hatti Blindfold. Það verkefni varð síðar að starfandi hljómsveit í Bretlandi þar sem Biggi hefur búið og starfað síðastliðin ár. En nýja platan er sú fyrsta sem gefin verður út undir hans eigin nafni, Biggi Hilmars. Í gær mætti Biggi í útvarpsþáttinn Vasadiskó á X-inu 977 og spilaði tvö lög beint af nýju plötunni. "Ég er búinn að vera gera svo mikið af auglýsinga- og kvikmyndatónlist síðustu árin að ég var kominn með hundleið," sagði Biggi m.a. í viðtalinu. "Ég þráði að fara gera eitthvað sem væri gert einungis fyrir gleðina að skapa verkið." Aðspurður um hljómsveitina vinsælu Ampop sagði hann að þeir félagar hefðu aldrei viljað gefa út formlega dánartilkynningu. "Við erum allir svo góðir vinir og ég og Kjartan vorum nú einmitt að semja saman um daginn. Svo eru líka lag á nýju plötunni minni sem var samið upphaflega fyrir Ampop". Biggi flutti svo upphafslag plötu sinnar, A place for us, einn og óstuddur með kassagítarinn. Afraksturinn má heyra hér. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Síðastliðinn fimm ár hefur Birgir Hilmarsson lifað af því að gera tónlist. Hann er þekktastur hér á landi fyrir störf sín með popprokk-sveitinni Ampop en verkefni hans síðustu misseri eru í tuga tali og hafa komið út um víðan heim. Nýverið lauk hann vinnslu á sinni fyrstu eiginlegu sólóplötu sem kemur til með að heita All we can be. Áður hafði hann þó gefið út plötu er hann gerði einn síns liðs en sú plata var gefin út undir hatti Blindfold. Það verkefni varð síðar að starfandi hljómsveit í Bretlandi þar sem Biggi hefur búið og starfað síðastliðin ár. En nýja platan er sú fyrsta sem gefin verður út undir hans eigin nafni, Biggi Hilmars. Í gær mætti Biggi í útvarpsþáttinn Vasadiskó á X-inu 977 og spilaði tvö lög beint af nýju plötunni. "Ég er búinn að vera gera svo mikið af auglýsinga- og kvikmyndatónlist síðustu árin að ég var kominn með hundleið," sagði Biggi m.a. í viðtalinu. "Ég þráði að fara gera eitthvað sem væri gert einungis fyrir gleðina að skapa verkið." Aðspurður um hljómsveitina vinsælu Ampop sagði hann að þeir félagar hefðu aldrei viljað gefa út formlega dánartilkynningu. "Við erum allir svo góðir vinir og ég og Kjartan vorum nú einmitt að semja saman um daginn. Svo eru líka lag á nýju plötunni minni sem var samið upphaflega fyrir Ampop". Biggi flutti svo upphafslag plötu sinnar, A place for us, einn og óstuddur með kassagítarinn. Afraksturinn má heyra hér.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira