Stöðug sjóbleikjuveiði í Hvalvatnsfirði 26. ágúst 2012 12:30 Mikil náttúrufegurð umvefur veiðimenn í Hvalvatnsfirði. Mynd / svak.is Vel veiðist í Fjarðará í Hvalvatnsfirði. Samkvæmt frétt á vef Stangaveiðifélags Akureyrar veiddust 24 fiskar þar 18. ágúst og 18 fiskar síðasta miðvikurdag. Fram kemur á svak.is að sjóbleikjuveiðin í Fjarðará hafi verið jöfn og þétt í allt sumar. "Nú er farið að styttast í annan endan á veiðitímabilinu þannig að veiðimenn ættu að skoða dagatalið því ekki er almennilegt veiðisumar nema hafa farið eina ferð í Fjarðará í Hvalvatnsfirði," segir á svak.is. Þess má geta að á svak.is má bæði sjá veiðibókina fyrir Fjarðará og laus veiðileyfi það sem eftir lifir tímabilsins. Af veiðibókinni má lesa að 22. ágúst höfðu 297 bleikjur og tveir sjóbirtingar verið dregnir á land. Nokkrir fiskar ná fjórum pundum en mest virðist um eins til tveggja punda bleikjur. Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði
Vel veiðist í Fjarðará í Hvalvatnsfirði. Samkvæmt frétt á vef Stangaveiðifélags Akureyrar veiddust 24 fiskar þar 18. ágúst og 18 fiskar síðasta miðvikurdag. Fram kemur á svak.is að sjóbleikjuveiðin í Fjarðará hafi verið jöfn og þétt í allt sumar. "Nú er farið að styttast í annan endan á veiðitímabilinu þannig að veiðimenn ættu að skoða dagatalið því ekki er almennilegt veiðisumar nema hafa farið eina ferð í Fjarðará í Hvalvatnsfirði," segir á svak.is. Þess má geta að á svak.is má bæði sjá veiðibókina fyrir Fjarðará og laus veiðileyfi það sem eftir lifir tímabilsins. Af veiðibókinni má lesa að 22. ágúst höfðu 297 bleikjur og tveir sjóbirtingar verið dregnir á land. Nokkrir fiskar ná fjórum pundum en mest virðist um eins til tveggja punda bleikjur.
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði