Helgarviðtalið: Landaði laxinum með hægri og bóndanum með vinstri 25. ágúst 2012 07:00 Fyrsti laxinn í Norðurá sumarið 2010. Myrkhylur gaf Þórdísi þennan fallega lax. Mynd/Allar myndir úr fjölskyldualbúmi Þórdísar og Veiðimaður helgarinnar er Þórdís Klara Bridde, bókari hjá Rauða Krossi Íslands. Þórdís hefur dvalið við bakkann frá barnsaldri en hefur bætt vel í eftir að hún kynntist eiginmanni sínum, Bjarna Júlíussyni, formanni SVFR. Fjölskyldan veiðir mikið saman og bóndinn hefur kennt Þórdísi margt um margbreytilega náttúru stangveiðinnar. Þó er það ekki allt til eftirbreytni, eins og frásögn Þórdísar ber með sér.Hvenær byrjaðir þú að veiða á stöng og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Fjölskyldan átti sumarbústað á Þingvöllum og þar byrjaði ég sem lítil stelpa að fara útá vatnið með pabba. Þá var iðulega spúnað. Svo sat maður á bakkanum og horfði langtímum saman á lítið flotholt og beið eftir að það færi á kaf.Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú?Fyrstu árin þá var það maðkur og spúnn í Þingvallavatni, en eftir að ég kynntist laxveiðinni þá hef ég bara veitt á flugu.Hvenær byrjaðir þú að veiða á flugu? Sumarið 1991 vann ég í veiðihúsinu við Norðurá og þar kynntist ég manninum mínum, honum Bjarna. Í kjölfarið þá fór ég að stunda laxveiðina aðeins og þá var það flugan!Fyrsti flugufiskurinn? 1992. Lax í Víðinesstreng í Norðurá, glæsilegur fiskur sem tók Rusty Rat.Lax, urriði, bleikja, sjóbirtingur? Já takk. Mér finnst öll veiði skemmtileg.Straumvatn eða stöðuvötn? Þó vatnaveiðin sé heillandi þá er fátt sem jafnast á við að kasta á fallegan hyl í fallegri á. Uppáhalds áin/vatnið? Norðurá í Borgarfirði og Þingvallavatn.Uppáhalds veiðistaðirnir? Eyrin í Norðurá, þar er svo ótrúlega fallegt rennsli. Myrkhylur í Norðurá því mér hefur oft gengið virkilega vel þar. Grettisstillur í Hítará, er mjög krefjandi veiðistaður. Veiða/sleppa. Veiða í hófi :)Uppáhalds flugurnar? Rusty Rat á haustin, þýsk Snælda og rauður Frances túpa í miklu vatni, Sunray og Blue Charm miðsumars.Hvað notar þú á bakkanum? Í laxinn nota ég Sage flugustöng, 10 feta fyrir línu 8 og Waterworks hjól. Létt og skemmtilegt. Gríp stundum í nettari græjur í smærri ám, fer þá í fjarka eða fimmu, sem ég nota reyndar í silunginn líka. Áttu þér fasta punkta í veiðinni, vorveiði, haustveiði, sérstakar ár eða vötn? Ég er svo lánsöm að hafa fengið að njóta þess að vera við opnun Norðurár og ætli það sé ekki búið að vera „fasti punkturinn" í veiðinni. Svo höfum við verið með hjónaholl í Hítará og við höfum líka reynt að fara einn fjölskyldutúr svona þegar að haustið er að skella á.Hvar er veitt í sumar? Við byrjuðum í Norðurá í opnun árinnar, kíktum svo í Elliðaárnar og aftur í Norðurá. Eigum Hítarárferð með fjölskyldunni eftir. Þar verða fjórir ættliðir í veiði. Verður glæsileg ferð.Álit á þróun stangveiði á Íslandi; verð á veiðileyfum, menningu á veiðistað? Laxveiði er orðin alltof dýr fyrir venjulegt fólk og ég vildi óska að ég vissi hvernig hægt væri að snúa þessari þróun við. Einnig finnst mér menningin hafa breyst hvað varðar drykkju við bakkann, það er orðin meiri ró yfir þessu!Eftir hverju ertu fyrst og fremst að sækjast þegar þú ferð að veiða? Fyrst og fremst félagsskapurinn og náttúran. Svo verður maður nú að fá einn og einn fisk á grillið :)Hver er eftirminnilegasti fiskurinn? Sennilega fyrsti flugufiskurinn minn í Víðinesinu í Norðurá. Ég hafði sett í flottan lax, fyrsta flugulaxinn minn og Bjarni var alveg að fara á límingunum yfir því hvort ég næði honum eða ekki. Hann stóð við hliðina á mér aðeins útí ánni og var á fullu að leiðbeina mér ... meiri slaka ... minni slaka ... varlega ... og allt það, nema hann var svo upptekinn við að segja mér til að hann datt kylliflatur í ána og ég þurfti að landa honum með vinstri hendinni og laxinum með þeirri hægri. Náði þeim báðum!En vandræðalegasta atvikið við bakkann? Það var þegar Bjarni setti í risalax á Eyrinni í opnun Norðurár fyrir mörgum árum. Áin í beljandi flóði og algerlega óvæð. Laxinn fór neðst á Eyrina og rauk svo þvert yfir ána. Línan festist í grjóti. Bjarni óð á eftir með stöngina. Kallaði svo á mig til hjálpar. Ég kom útí, hann fór lengra og losaði línuna. Svo óð hann einhvern veginn yfir ána yfir á Brotið hinum megin. Gleymdi mér útí miðri á, ég var þar pikkföst og komst ekki lönd né strönd. Endaði eiginlega með því að ég synti í land. Frekar neyðarlegt!Einhverjar hefðir eða önnur skemmtilegheit sem þú hefur tileinkað þér? Mér finnst alltaf skemmtilegt þegar að fólk gefur sér smá tíma frá veiðinni og sest niður í smá picnic fær sér osta og annað gúmmulaði og skiptist á sögum.Áttu þér fastan hóp veiðifélaga? Hverjir? Undir sérstöku nafni? FJÖLSKYLDAN! Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði 21 lax í Blöndu: "Algjör snilldarbyrjun" Veiði
Veiðimaður helgarinnar er Þórdís Klara Bridde, bókari hjá Rauða Krossi Íslands. Þórdís hefur dvalið við bakkann frá barnsaldri en hefur bætt vel í eftir að hún kynntist eiginmanni sínum, Bjarna Júlíussyni, formanni SVFR. Fjölskyldan veiðir mikið saman og bóndinn hefur kennt Þórdísi margt um margbreytilega náttúru stangveiðinnar. Þó er það ekki allt til eftirbreytni, eins og frásögn Þórdísar ber með sér.Hvenær byrjaðir þú að veiða á stöng og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Fjölskyldan átti sumarbústað á Þingvöllum og þar byrjaði ég sem lítil stelpa að fara útá vatnið með pabba. Þá var iðulega spúnað. Svo sat maður á bakkanum og horfði langtímum saman á lítið flotholt og beið eftir að það færi á kaf.Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú?Fyrstu árin þá var það maðkur og spúnn í Þingvallavatni, en eftir að ég kynntist laxveiðinni þá hef ég bara veitt á flugu.Hvenær byrjaðir þú að veiða á flugu? Sumarið 1991 vann ég í veiðihúsinu við Norðurá og þar kynntist ég manninum mínum, honum Bjarna. Í kjölfarið þá fór ég að stunda laxveiðina aðeins og þá var það flugan!Fyrsti flugufiskurinn? 1992. Lax í Víðinesstreng í Norðurá, glæsilegur fiskur sem tók Rusty Rat.Lax, urriði, bleikja, sjóbirtingur? Já takk. Mér finnst öll veiði skemmtileg.Straumvatn eða stöðuvötn? Þó vatnaveiðin sé heillandi þá er fátt sem jafnast á við að kasta á fallegan hyl í fallegri á. Uppáhalds áin/vatnið? Norðurá í Borgarfirði og Þingvallavatn.Uppáhalds veiðistaðirnir? Eyrin í Norðurá, þar er svo ótrúlega fallegt rennsli. Myrkhylur í Norðurá því mér hefur oft gengið virkilega vel þar. Grettisstillur í Hítará, er mjög krefjandi veiðistaður. Veiða/sleppa. Veiða í hófi :)Uppáhalds flugurnar? Rusty Rat á haustin, þýsk Snælda og rauður Frances túpa í miklu vatni, Sunray og Blue Charm miðsumars.Hvað notar þú á bakkanum? Í laxinn nota ég Sage flugustöng, 10 feta fyrir línu 8 og Waterworks hjól. Létt og skemmtilegt. Gríp stundum í nettari græjur í smærri ám, fer þá í fjarka eða fimmu, sem ég nota reyndar í silunginn líka. Áttu þér fasta punkta í veiðinni, vorveiði, haustveiði, sérstakar ár eða vötn? Ég er svo lánsöm að hafa fengið að njóta þess að vera við opnun Norðurár og ætli það sé ekki búið að vera „fasti punkturinn" í veiðinni. Svo höfum við verið með hjónaholl í Hítará og við höfum líka reynt að fara einn fjölskyldutúr svona þegar að haustið er að skella á.Hvar er veitt í sumar? Við byrjuðum í Norðurá í opnun árinnar, kíktum svo í Elliðaárnar og aftur í Norðurá. Eigum Hítarárferð með fjölskyldunni eftir. Þar verða fjórir ættliðir í veiði. Verður glæsileg ferð.Álit á þróun stangveiði á Íslandi; verð á veiðileyfum, menningu á veiðistað? Laxveiði er orðin alltof dýr fyrir venjulegt fólk og ég vildi óska að ég vissi hvernig hægt væri að snúa þessari þróun við. Einnig finnst mér menningin hafa breyst hvað varðar drykkju við bakkann, það er orðin meiri ró yfir þessu!Eftir hverju ertu fyrst og fremst að sækjast þegar þú ferð að veiða? Fyrst og fremst félagsskapurinn og náttúran. Svo verður maður nú að fá einn og einn fisk á grillið :)Hver er eftirminnilegasti fiskurinn? Sennilega fyrsti flugufiskurinn minn í Víðinesinu í Norðurá. Ég hafði sett í flottan lax, fyrsta flugulaxinn minn og Bjarni var alveg að fara á límingunum yfir því hvort ég næði honum eða ekki. Hann stóð við hliðina á mér aðeins útí ánni og var á fullu að leiðbeina mér ... meiri slaka ... minni slaka ... varlega ... og allt það, nema hann var svo upptekinn við að segja mér til að hann datt kylliflatur í ána og ég þurfti að landa honum með vinstri hendinni og laxinum með þeirri hægri. Náði þeim báðum!En vandræðalegasta atvikið við bakkann? Það var þegar Bjarni setti í risalax á Eyrinni í opnun Norðurár fyrir mörgum árum. Áin í beljandi flóði og algerlega óvæð. Laxinn fór neðst á Eyrina og rauk svo þvert yfir ána. Línan festist í grjóti. Bjarni óð á eftir með stöngina. Kallaði svo á mig til hjálpar. Ég kom útí, hann fór lengra og losaði línuna. Svo óð hann einhvern veginn yfir ána yfir á Brotið hinum megin. Gleymdi mér útí miðri á, ég var þar pikkföst og komst ekki lönd né strönd. Endaði eiginlega með því að ég synti í land. Frekar neyðarlegt!Einhverjar hefðir eða önnur skemmtilegheit sem þú hefur tileinkað þér? Mér finnst alltaf skemmtilegt þegar að fólk gefur sér smá tíma frá veiðinni og sest niður í smá picnic fær sér osta og annað gúmmulaði og skiptist á sögum.Áttu þér fastan hóp veiðifélaga? Hverjir? Undir sérstöku nafni? FJÖLSKYLDAN!
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði 21 lax í Blöndu: "Algjör snilldarbyrjun" Veiði