Kurteisir dyraverðir á Mánabar 24. ágúst 2012 10:29 Mánabar á Hverfisgötu var opnaður á menningarnótt. Ásgeir Andri Guðmundsson, tónlistar- og viðburðarstjóri staðarins, segir mikið lagt upp úr vinalegri stemningu. fréttablað/valli "Við höfum áralanga reynslu í öllu sem viðkemur skemmtistaðarekstri og sjálfur byrjaði ég að vinna sem barþjónn á Gauknum þegar ég var átján ára gamall," segir Ásgeir Andri Guðmundsson, tónlistar- og viðburðarstjóri Mánabars sem var opnaður við Hverfisgötu 20 á menningarnótt. Buddah bar var til skamms tíma í húsnæðinu sem nú hýsir Mánabar og segir Ágeir að töluvert ólík stemning ríki nú í húsinu. "Okkur langaði að breyta til og búa til stað þar sem hægt er að spjalla saman í ró og næði. Stemningin þarna inni er lík þeirri sem er á Götubarnum á Akureyri, það er til dæmis engin tónlist á staðnum nema einhver komi og spili hana. Við erum með flygil á efri hæðinni sem er opinn öllum þeim sem kunna á píanó og svo er líka pláss fyrir hljómsveit hér inni," segir Ásgeir og bætir við að um helgar verði plötusnúður á staðnum sem muni spila gamla tónlist í bland við nýja. Staðurinn var tekinn í gagnið á menningarnótt og viðurkennir Ásgeir að það hafi staðið á tæpasta vaði að næðist að klára smíðavinnu í tæka tíð. "Ég held við höfum sett Íslandsmet í niðurrifi. Við byrjuðum á verkinu þann 20. júlí og lukum við það fimm mínútum fyrir opnun. En þetta hafðist með góðri trú og mikilli vinnu." Nokkrir skemmtistaðir hafa verið í húsinu undanfarinn áratug en Ásgeir segist fullur bjartsýni um að Mánabar muni vegna vel enda hafi mikið verið í staðinn lagt. "Þessi staðsetning er frábær og Mánabar er meira í anda þess sem er að gerast annars staðar í götunni. Ég er bjartsýnn á að við munum ná upp vinalegri stemningu og svo erum við líka með kurteisa dyraverði." - sm Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Við höfum áralanga reynslu í öllu sem viðkemur skemmtistaðarekstri og sjálfur byrjaði ég að vinna sem barþjónn á Gauknum þegar ég var átján ára gamall," segir Ásgeir Andri Guðmundsson, tónlistar- og viðburðarstjóri Mánabars sem var opnaður við Hverfisgötu 20 á menningarnótt. Buddah bar var til skamms tíma í húsnæðinu sem nú hýsir Mánabar og segir Ágeir að töluvert ólík stemning ríki nú í húsinu. "Okkur langaði að breyta til og búa til stað þar sem hægt er að spjalla saman í ró og næði. Stemningin þarna inni er lík þeirri sem er á Götubarnum á Akureyri, það er til dæmis engin tónlist á staðnum nema einhver komi og spili hana. Við erum með flygil á efri hæðinni sem er opinn öllum þeim sem kunna á píanó og svo er líka pláss fyrir hljómsveit hér inni," segir Ásgeir og bætir við að um helgar verði plötusnúður á staðnum sem muni spila gamla tónlist í bland við nýja. Staðurinn var tekinn í gagnið á menningarnótt og viðurkennir Ásgeir að það hafi staðið á tæpasta vaði að næðist að klára smíðavinnu í tæka tíð. "Ég held við höfum sett Íslandsmet í niðurrifi. Við byrjuðum á verkinu þann 20. júlí og lukum við það fimm mínútum fyrir opnun. En þetta hafðist með góðri trú og mikilli vinnu." Nokkrir skemmtistaðir hafa verið í húsinu undanfarinn áratug en Ásgeir segist fullur bjartsýni um að Mánabar muni vegna vel enda hafi mikið verið í staðinn lagt. "Þessi staðsetning er frábær og Mánabar er meira í anda þess sem er að gerast annars staðar í götunni. Ég er bjartsýnn á að við munum ná upp vinalegri stemningu og svo erum við líka með kurteisa dyraverði." - sm
Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira