Langá á Mýrum: Maðkahollið veiðir vel á fluguna! Svavar Hávarðsson skrifar 24. ágúst 2012 01:00 Lax þreyttur á hinum frábæra veiðistað í Langá, Kattarfossbrún. Mynd/HV Fyrsta hollið í Langá með blandað agn var komið með um 130 laxa veiði síðdegis í gær. það verður að teljast dágott miðað við aðstæður en hollið lýkur ekki veiðum fyrr en á hádegi í dag. Tíðindamaður Veiðivísis segir að mjög mikið vatn sé í Langá og laxinn mjög dreifður í ánni og því reynir á veiðimenn að finna hann. Það eru því í raun ekki kjöraðstæður til maðkveiða en aftur á móti eru kjöraðstæður til fluguveiða! Veiðimenn sem eru nú á bakkanum veiða því bæði á fluguna og maðkinn og una sér vel. Vatn flýtur nú yfir vatnsmiðlunina í Langavatni og því ljóst að gott vatn og súrefnisríkt verður í ánni allt til loka. Þann 27. ágúst lækkar verð fyrir fæði og gistingu í Langárbyrgi ef tveir deila stöng en enn má fá vænleg veiðileyfi á skrifstofu SVFR í Langá í ágúst og september eða á vef SVFR. Rétt er að vekja athygli á að síðustu fjóra daga veiðitímabilsins, 21.-24. september er hægt að kaupa staka daga frá morgni til kvölds án fæðis- og gistingar. Aðeins er veitt á 8 stangir og því mjög rúmt um veiðimenn. Kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér Langá fyrir næsta sumar og klára veiðisumarið í mögnuðum haustlitum á bökkum þessarar skemmtilegu ár. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði
Fyrsta hollið í Langá með blandað agn var komið með um 130 laxa veiði síðdegis í gær. það verður að teljast dágott miðað við aðstæður en hollið lýkur ekki veiðum fyrr en á hádegi í dag. Tíðindamaður Veiðivísis segir að mjög mikið vatn sé í Langá og laxinn mjög dreifður í ánni og því reynir á veiðimenn að finna hann. Það eru því í raun ekki kjöraðstæður til maðkveiða en aftur á móti eru kjöraðstæður til fluguveiða! Veiðimenn sem eru nú á bakkanum veiða því bæði á fluguna og maðkinn og una sér vel. Vatn flýtur nú yfir vatnsmiðlunina í Langavatni og því ljóst að gott vatn og súrefnisríkt verður í ánni allt til loka. Þann 27. ágúst lækkar verð fyrir fæði og gistingu í Langárbyrgi ef tveir deila stöng en enn má fá vænleg veiðileyfi á skrifstofu SVFR í Langá í ágúst og september eða á vef SVFR. Rétt er að vekja athygli á að síðustu fjóra daga veiðitímabilsins, 21.-24. september er hægt að kaupa staka daga frá morgni til kvölds án fæðis- og gistingar. Aðeins er veitt á 8 stangir og því mjög rúmt um veiðimenn. Kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja kynna sér Langá fyrir næsta sumar og klára veiðisumarið í mögnuðum haustlitum á bökkum þessarar skemmtilegu ár. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Ólíku saman að jafna í Dölunum Veiði Veiðivötn yfir 20.000 fiska múrinn Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Myndskeið af risalaxinum í Laxá í Kjós Veiði 15 punda urriði við opnun Veiðivatna Veiði Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Veiði Kröfluflugurnar sterkar í sjóbirtinginn Veiði Draumadagur veiðimanns við Ytri Rangá Veiði "Umræðan er byggð á algjörum misskilningi" Veiði