Gói og Nína Dögg leika elskendur 23. ágúst 2012 14:00 Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói og Nína Dögg Filipusdóttir fara með hlutverk elskenda í verkinu Á sama tíma að ári. Á meðal þess sem verður á boðstólum á nýju leikári Borgarleikhússins er einn ástsælasti gamanleikur seinni ára, Á sama tíma að ári. Verkið er löngu orðið sígilt því margir þekkja kvikmyndina sem hlaut fjölda Óskarstilnefninga á sínum tíma og leikritið ratar reglulega á fjalir leikhúsa um allan heim. Verkið var fyrst sviðsett á Íslandi með Bessa Bjarnasyni og Margréti Guðmundsóttur í aðalhlutverkunum og svo fyrir fimmtán árum voru það Siggi Sigurjóns og Tinna Gunnlaugsdóttir sem fóru í hlutverk elskendanna. Í þessum eftirsóttu hlutverkum verða að þessu sinni þau Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói og Nína Dögg Filipusdóttir sem hefur gert garðinn frægan með Vesturporti. Siggi Sigurjóns endurnýjar kynni sín af þessu verki sem hann lék hátt í tvöhundruð sinnum á sínum tíma því hann leikstýrir sýningunni í samstarfi við Bjarna Hauk Þórsson. Á sama tíma að ári verður frumsýnt í Stóra sviði Borgarleikhússins 29. september þar sem það verður sýnt fram yfir áramót en einnig verður haldið í leikferð til Akureyrar þar sem verkið verður sýnt í Menningarhúsinu Hofi í nóvember.Leikár Borgarleikhússins verður opinberað í heild sinni á morgun þegar nýtt Borgarleikhúsblað kemur út. Á boðstólum verða 26 verk en þegar hefur verið greint frá því að einn vinsælasti söngleikur heims, Mary Poppins verður frumsýndur í febrúar, Mýs og menn eftir John Steinbeck verður jólasýning ársins, Ormstunga kemur á fjalirnar í febrúar og Grímusýning ársins 2012, Tengdó snýr aftur ásamt Svari við bréfi Helgu. - Sjá vef Borgarleikhússins Borgarleikhus.is. Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Á meðal þess sem verður á boðstólum á nýju leikári Borgarleikhússins er einn ástsælasti gamanleikur seinni ára, Á sama tíma að ári. Verkið er löngu orðið sígilt því margir þekkja kvikmyndina sem hlaut fjölda Óskarstilnefninga á sínum tíma og leikritið ratar reglulega á fjalir leikhúsa um allan heim. Verkið var fyrst sviðsett á Íslandi með Bessa Bjarnasyni og Margréti Guðmundsóttur í aðalhlutverkunum og svo fyrir fimmtán árum voru það Siggi Sigurjóns og Tinna Gunnlaugsdóttir sem fóru í hlutverk elskendanna. Í þessum eftirsóttu hlutverkum verða að þessu sinni þau Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói og Nína Dögg Filipusdóttir sem hefur gert garðinn frægan með Vesturporti. Siggi Sigurjóns endurnýjar kynni sín af þessu verki sem hann lék hátt í tvöhundruð sinnum á sínum tíma því hann leikstýrir sýningunni í samstarfi við Bjarna Hauk Þórsson. Á sama tíma að ári verður frumsýnt í Stóra sviði Borgarleikhússins 29. september þar sem það verður sýnt fram yfir áramót en einnig verður haldið í leikferð til Akureyrar þar sem verkið verður sýnt í Menningarhúsinu Hofi í nóvember.Leikár Borgarleikhússins verður opinberað í heild sinni á morgun þegar nýtt Borgarleikhúsblað kemur út. Á boðstólum verða 26 verk en þegar hefur verið greint frá því að einn vinsælasti söngleikur heims, Mary Poppins verður frumsýndur í febrúar, Mýs og menn eftir John Steinbeck verður jólasýning ársins, Ormstunga kemur á fjalirnar í febrúar og Grímusýning ársins 2012, Tengdó snýr aftur ásamt Svari við bréfi Helgu. - Sjá vef Borgarleikhússins Borgarleikhus.is.
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira