Hleypir fólki í persónulegt rými 23. ágúst 2012 14:00 "Það er rosalega góð tilfinning þegar maður er búinn að vinna í einhverju svona lengi að sleppa því út og leyfa því að eignast sitt eigið líf," segir söngkonan Eivør Pálsdóttir um nýja plötu sína, Room, sem kom út síðastliðinn þriðjudag. Platan hefur verið í vinnslu í rúm tvö ár og segir Eivør hana mjög persónulega, en hún er tileinkuð föður hennar sem lést fyrir tveimur árum. "Þessi plata sýður saman eiginlega allt það sem ég hef gert hingað til en mér finnst hún sýna að ég hef þroskast aðeins. Ég kalla hana Room því að með henni er ég að hleypa fólki inn í rými innra með mér sem er rosalega persónulegt," segir hún. Platan er öll á ensku en eitt lagið fylgir með á færeysku líka sé platan keypt stafrænt á tonlist.is. Eivør heldur af stað í tónleikaferð um landið á morgun og hyggst hún stoppa á Sauðárkróki, Akureyri og Patreksfirði áður en hún kemur aftur til Reykjavíkur og heldur tónleika í Hörpu þann 31. ágúst. "Ég ákvað að kynna plötuna fyrst hér á Íslandi en þetta verður í fyrsta skipti sem ég tek hana á tónleikum," segir hún. Haustið verður þó annasamt því hún verður meira og minna á tónleikaferðalagi það sem eftir lifir árs. "Ég tek mér smá pásu í október og ætla þá í brúðkaupsferð," segir hún en hún gifti sig á dögunum. Nánara viðtal við Eivøru verður í Lífinu á morgun. - trs Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
"Það er rosalega góð tilfinning þegar maður er búinn að vinna í einhverju svona lengi að sleppa því út og leyfa því að eignast sitt eigið líf," segir söngkonan Eivør Pálsdóttir um nýja plötu sína, Room, sem kom út síðastliðinn þriðjudag. Platan hefur verið í vinnslu í rúm tvö ár og segir Eivør hana mjög persónulega, en hún er tileinkuð föður hennar sem lést fyrir tveimur árum. "Þessi plata sýður saman eiginlega allt það sem ég hef gert hingað til en mér finnst hún sýna að ég hef þroskast aðeins. Ég kalla hana Room því að með henni er ég að hleypa fólki inn í rými innra með mér sem er rosalega persónulegt," segir hún. Platan er öll á ensku en eitt lagið fylgir með á færeysku líka sé platan keypt stafrænt á tonlist.is. Eivør heldur af stað í tónleikaferð um landið á morgun og hyggst hún stoppa á Sauðárkróki, Akureyri og Patreksfirði áður en hún kemur aftur til Reykjavíkur og heldur tónleika í Hörpu þann 31. ágúst. "Ég ákvað að kynna plötuna fyrst hér á Íslandi en þetta verður í fyrsta skipti sem ég tek hana á tónleikum," segir hún. Haustið verður þó annasamt því hún verður meira og minna á tónleikaferðalagi það sem eftir lifir árs. "Ég tek mér smá pásu í október og ætla þá í brúðkaupsferð," segir hún en hún gifti sig á dögunum. Nánara viðtal við Eivøru verður í Lífinu á morgun. - trs
Tónlist Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira