Hleypir fólki í persónulegt rými 23. ágúst 2012 14:00 "Það er rosalega góð tilfinning þegar maður er búinn að vinna í einhverju svona lengi að sleppa því út og leyfa því að eignast sitt eigið líf," segir söngkonan Eivør Pálsdóttir um nýja plötu sína, Room, sem kom út síðastliðinn þriðjudag. Platan hefur verið í vinnslu í rúm tvö ár og segir Eivør hana mjög persónulega, en hún er tileinkuð föður hennar sem lést fyrir tveimur árum. "Þessi plata sýður saman eiginlega allt það sem ég hef gert hingað til en mér finnst hún sýna að ég hef þroskast aðeins. Ég kalla hana Room því að með henni er ég að hleypa fólki inn í rými innra með mér sem er rosalega persónulegt," segir hún. Platan er öll á ensku en eitt lagið fylgir með á færeysku líka sé platan keypt stafrænt á tonlist.is. Eivør heldur af stað í tónleikaferð um landið á morgun og hyggst hún stoppa á Sauðárkróki, Akureyri og Patreksfirði áður en hún kemur aftur til Reykjavíkur og heldur tónleika í Hörpu þann 31. ágúst. "Ég ákvað að kynna plötuna fyrst hér á Íslandi en þetta verður í fyrsta skipti sem ég tek hana á tónleikum," segir hún. Haustið verður þó annasamt því hún verður meira og minna á tónleikaferðalagi það sem eftir lifir árs. "Ég tek mér smá pásu í október og ætla þá í brúðkaupsferð," segir hún en hún gifti sig á dögunum. Nánara viðtal við Eivøru verður í Lífinu á morgun. - trs Tónlist Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
"Það er rosalega góð tilfinning þegar maður er búinn að vinna í einhverju svona lengi að sleppa því út og leyfa því að eignast sitt eigið líf," segir söngkonan Eivør Pálsdóttir um nýja plötu sína, Room, sem kom út síðastliðinn þriðjudag. Platan hefur verið í vinnslu í rúm tvö ár og segir Eivør hana mjög persónulega, en hún er tileinkuð föður hennar sem lést fyrir tveimur árum. "Þessi plata sýður saman eiginlega allt það sem ég hef gert hingað til en mér finnst hún sýna að ég hef þroskast aðeins. Ég kalla hana Room því að með henni er ég að hleypa fólki inn í rými innra með mér sem er rosalega persónulegt," segir hún. Platan er öll á ensku en eitt lagið fylgir með á færeysku líka sé platan keypt stafrænt á tonlist.is. Eivør heldur af stað í tónleikaferð um landið á morgun og hyggst hún stoppa á Sauðárkróki, Akureyri og Patreksfirði áður en hún kemur aftur til Reykjavíkur og heldur tónleika í Hörpu þann 31. ágúst. "Ég ákvað að kynna plötuna fyrst hér á Íslandi en þetta verður í fyrsta skipti sem ég tek hana á tónleikum," segir hún. Haustið verður þó annasamt því hún verður meira og minna á tónleikaferðalagi það sem eftir lifir árs. "Ég tek mér smá pásu í október og ætla þá í brúðkaupsferð," segir hún en hún gifti sig á dögunum. Nánara viðtal við Eivøru verður í Lífinu á morgun. - trs
Tónlist Mest lesið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Vann glæsilegan vinning í sumarbókaleik Bylgjunnar og Vísis Lífið samstarf Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira