Leiða gesti inn í heim vændis 22. ágúst 2012 20:00 Vilborg, Eva Björk, Aðalbjörg og Eva Rán lögðust í heilmikla rannsóknarvinnu á vændi í Reykjavík við gerð verksins Downtown 24/7. fréttablaðið/valli Á föstudag og laugardag verða nokkrar sýningar á nýju og áleitnu verki Kviss Búmm Bang, Downtown 24/7. Þar fá þátttakendur að kynnast heimi sem fáir vilja kannast við - heimi vændis á götum Reykjavíkur. Framandverkaflokkurinn Kviss Búmm Bang frumsýnir á föstudaginn verkið Downtown 24/7. Það eru þær Eva Rún Snorradóttir, Vilborg Ólafsdóttir og Eva Björk Kaaber sem tilheyra hópnum en í þetta sinn hafa þær fengið til liðs við sig leikkonuna Aðalbjörgu Árnadóttur. "Við erum orðnar eins og þríhöfða þurs, löngu farnar að hugsa eins og tala eins, þannig að það var mjög gott að fá ferskan andblæ inn í samstarfið," segir Vilborg um ástæðu þess að þær hleyptu utanaðkomandi konu að þríeykinu. Downtown 24/7 tekur á vændi á Íslandi á vafalaust ögrandi og krefjandi hátt fyrir áhorfendureða þátttakendur öllu heldur, þar sem sýningar Kviss Búmm Bang eru ekki með hefðbundnu sambandi leikara og áhorfenda. Verk Kviss Búmm Bang fjalla alla jafna um málefni sem brenna á liðskonum hópsins, þær hafa rannsakað þau og skapað út frá þeim rannsóknum einhvers konar félagslegan strúktúr sem þátttakendur verða partur af. "Við vildum skoða ástæður þess að fólk fer út í vændi og afleiðingar þess. Við vorum svo heppnar að fá til liðs við okkur þrjár konur sem tilheyra svokölluðum Svanahópi í Kristínarhúsi, en það er stuðningshópur fyrir konur sem vilja komast út úr vændi. Við komumst að því að nær allar konurnar sem leitað hafa í Kristínarhús höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það er því oft slíkt ofbeldi og fátækt sem leiðir konur út í vændi. Þær glíma oft við áfallastreituröskun og mikla félagsfælni, enda er það augljóslega erfitt hér á Íslandi að vera stöðugt að mæta viðskiptavinum sínum, til dæmis þegar þeir eru úti á gangi með konum sínum og börnum," segir Vilborg. Hún segir margt hafa komið óþægilega á óvart við vinnslu verksins. "Við komumst að því að almennt hafa menn sem kaupa vændi þörf fyrir að gera konuna ómennska á einhvern hátt. Þeir vilja helst ekki vita að þær séu dætur einhvers eða systur. Það er markmið okkar með þessu verki að raddir þessara kvenna fái að heyrast og gera þær mennskar aftur," segir Vilborg. Hún vill ekki fara nánar út í efnistök Downtown 24/7, enda megi ekki spilla upplifun þátttakenda, og ekki fæst einu sinni uppgefið hvar viðburðurinn verður, en það fá eingöngu þátttakendur að vita. Þess má geta að á sunnudaginn klukkan 13 verður blásið til málþings í Tjarnarbíói, þar sem fjallað verður um kynferðisofbeldi. Þar munu liðskonur Kviss Búmm Bang taka til máls, auk fulltrúa frá Stígamótum og írska hópnum Brokentalkers, sem einnig kemur fram á LÓKAL. Eftir nokkrar vikur er svo væntanleg bók sem sýnir ferlið í heild, frá því undirbúningur að verkinu hófst og þar til það var tekið til sýninga. Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Á föstudag og laugardag verða nokkrar sýningar á nýju og áleitnu verki Kviss Búmm Bang, Downtown 24/7. Þar fá þátttakendur að kynnast heimi sem fáir vilja kannast við - heimi vændis á götum Reykjavíkur. Framandverkaflokkurinn Kviss Búmm Bang frumsýnir á föstudaginn verkið Downtown 24/7. Það eru þær Eva Rún Snorradóttir, Vilborg Ólafsdóttir og Eva Björk Kaaber sem tilheyra hópnum en í þetta sinn hafa þær fengið til liðs við sig leikkonuna Aðalbjörgu Árnadóttur. "Við erum orðnar eins og þríhöfða þurs, löngu farnar að hugsa eins og tala eins, þannig að það var mjög gott að fá ferskan andblæ inn í samstarfið," segir Vilborg um ástæðu þess að þær hleyptu utanaðkomandi konu að þríeykinu. Downtown 24/7 tekur á vændi á Íslandi á vafalaust ögrandi og krefjandi hátt fyrir áhorfendureða þátttakendur öllu heldur, þar sem sýningar Kviss Búmm Bang eru ekki með hefðbundnu sambandi leikara og áhorfenda. Verk Kviss Búmm Bang fjalla alla jafna um málefni sem brenna á liðskonum hópsins, þær hafa rannsakað þau og skapað út frá þeim rannsóknum einhvers konar félagslegan strúktúr sem þátttakendur verða partur af. "Við vildum skoða ástæður þess að fólk fer út í vændi og afleiðingar þess. Við vorum svo heppnar að fá til liðs við okkur þrjár konur sem tilheyra svokölluðum Svanahópi í Kristínarhúsi, en það er stuðningshópur fyrir konur sem vilja komast út úr vændi. Við komumst að því að nær allar konurnar sem leitað hafa í Kristínarhús höfðu orðið fyrir kynferðisofbeldi. Það er því oft slíkt ofbeldi og fátækt sem leiðir konur út í vændi. Þær glíma oft við áfallastreituröskun og mikla félagsfælni, enda er það augljóslega erfitt hér á Íslandi að vera stöðugt að mæta viðskiptavinum sínum, til dæmis þegar þeir eru úti á gangi með konum sínum og börnum," segir Vilborg. Hún segir margt hafa komið óþægilega á óvart við vinnslu verksins. "Við komumst að því að almennt hafa menn sem kaupa vændi þörf fyrir að gera konuna ómennska á einhvern hátt. Þeir vilja helst ekki vita að þær séu dætur einhvers eða systur. Það er markmið okkar með þessu verki að raddir þessara kvenna fái að heyrast og gera þær mennskar aftur," segir Vilborg. Hún vill ekki fara nánar út í efnistök Downtown 24/7, enda megi ekki spilla upplifun þátttakenda, og ekki fæst einu sinni uppgefið hvar viðburðurinn verður, en það fá eingöngu þátttakendur að vita. Þess má geta að á sunnudaginn klukkan 13 verður blásið til málþings í Tjarnarbíói, þar sem fjallað verður um kynferðisofbeldi. Þar munu liðskonur Kviss Búmm Bang taka til máls, auk fulltrúa frá Stígamótum og írska hópnum Brokentalkers, sem einnig kemur fram á LÓKAL. Eftir nokkrar vikur er svo væntanleg bók sem sýnir ferlið í heild, frá því undirbúningur að verkinu hófst og þar til það var tekið til sýninga.
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira