Páll Valsson nýr ritstjóri Skírnis BBI skrifar 22. ágúst 2012 10:28 Mynd/GVA Páll Valsson hefur verið ráðinn ritstjóri Skírnis - Tímarits Hins íslenska bókmenntafélags. Hann tekur við af Halldóri Guðmundssyni nýráðnum framkvæmdastjóra Hörpunnar. Páll hefur starfað sem ritstjóri og útgefandi um áratugaskeið og auk þess kennt við HÍ og Háskólann í Uppsölum í Svíþjóð. Hann starfar einnig sem rithöfundur og þýðandi, hlaut meðal annars íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ævisögu Jónasar Hallgrímssonar sem hann ritaði og á síðasta ári þýddi hann bókina Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Skírnir er elsta tímarit á Norðurlöndunum sem enn kemur út en það hóf göngu sína árið 1827. Það var fyrst fréttatímarit en hefur verið menningartímarit í víðum skilningi frá upphafi 20. aldarinnar og kemur út tvisvar á ári. Páll verður 48. ritstjóri tímaritsins en Halldór var sá 47. Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Páll Valsson hefur verið ráðinn ritstjóri Skírnis - Tímarits Hins íslenska bókmenntafélags. Hann tekur við af Halldóri Guðmundssyni nýráðnum framkvæmdastjóra Hörpunnar. Páll hefur starfað sem ritstjóri og útgefandi um áratugaskeið og auk þess kennt við HÍ og Háskólann í Uppsölum í Svíþjóð. Hann starfar einnig sem rithöfundur og þýðandi, hlaut meðal annars íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir ævisögu Jónasar Hallgrímssonar sem hann ritaði og á síðasta ári þýddi hann bókina Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Skírnir er elsta tímarit á Norðurlöndunum sem enn kemur út en það hóf göngu sína árið 1827. Það var fyrst fréttatímarit en hefur verið menningartímarit í víðum skilningi frá upphafi 20. aldarinnar og kemur út tvisvar á ári. Páll verður 48. ritstjóri tímaritsins en Halldór var sá 47.
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira