Kvikmyndanámskeið fyrir útlendinga hefjast í haust 22. ágúst 2012 20:00 Þeir Steven Meyers, Þorgeir Guðmundsson og Henry Bateman standa saman að stofnun Reykjavik Film Academy. Hópur kvikmyndagerðarmanna er að setja á stofn Reykjavik Film Academy sem mun bjóða upp á námskeið fyrir útlendinga frá og með haustinu. "Við byrjum í haust með sex vikna kvikmyndagerðarprógramm fyrir útlendinga sem vilja upplifa Ísland og læra kvikmyndagerð í leiðinni," segir Steven Meyers. Hann er að setja á laggirnar kvikmyndaskólann Reykjavík Film Academy ásamt þeim Þorgeiri Guðmundssyni og Henry Bateman. Áhersla verður lögð á leikstjórn og handritagerð á námskeiðunum sem fara fram á ensku. "Þetta er tækifæri fyrir upprennandi kvikmyndagerðarmenn hvaðan að úr heiminum sem vilja gera sína fyrstu stuttmynd eða bæta við kunnáttu sína," nefnir Þorgeir og Steven bætir við: "Ég var í þessum sporum á mínum yngri árum og var að leita að stað til að læra kvikmyndagerð í stuttan tíma. Ég fór í árs prógramm í FAMU í Prag og það var stökkpallur fyrir mig. Ég notaði stuttmyndina sem ég gerði þar til að komast inn í meistaranám í leikstjórn í Columbia-háskólanum í New York." Þorgeir og Steven kynntust við nám í Columbia. Þeir hafa báðir mikla reynslu af kvikmyndagerð og kennslu, þar á meðal við Kvikmyndaskóla Íslands. Henry, samstarfsaðili þeirra, kom svo inn í verkefnið eftir að hann heillaðist af Íslandi við tökur á heimildarmynd sinni Future of Hope, sem gerð var í kjölfar efnahagshrunsins. Í framtíðinni stefna þeir á að bæta við fleiri tegundum námskeiða. Þá héldu þeir námskeið í síðustu viku fyrir börn á aldrinum sex til þrettán ára í Bíói Paradís. "Rúmlega tuttugu krakkar komu og bjuggu til stuttmyndir. Það gekk vonum framar og bíóið fylltist þegar fjölskyldur komu að sjá myndirnar," lýsir Steven spenntur fyrir framhaldinu. Hann bætir við að þó áherslan sé á útlendinga með áhuga á Íslandi taki þeir Íslendingum opnum örmum. Nánari upplýsingar er að finna á Reykjavikfilmacademy.com.hallfridur@frettabladid.is Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Hópur kvikmyndagerðarmanna er að setja á stofn Reykjavik Film Academy sem mun bjóða upp á námskeið fyrir útlendinga frá og með haustinu. "Við byrjum í haust með sex vikna kvikmyndagerðarprógramm fyrir útlendinga sem vilja upplifa Ísland og læra kvikmyndagerð í leiðinni," segir Steven Meyers. Hann er að setja á laggirnar kvikmyndaskólann Reykjavík Film Academy ásamt þeim Þorgeiri Guðmundssyni og Henry Bateman. Áhersla verður lögð á leikstjórn og handritagerð á námskeiðunum sem fara fram á ensku. "Þetta er tækifæri fyrir upprennandi kvikmyndagerðarmenn hvaðan að úr heiminum sem vilja gera sína fyrstu stuttmynd eða bæta við kunnáttu sína," nefnir Þorgeir og Steven bætir við: "Ég var í þessum sporum á mínum yngri árum og var að leita að stað til að læra kvikmyndagerð í stuttan tíma. Ég fór í árs prógramm í FAMU í Prag og það var stökkpallur fyrir mig. Ég notaði stuttmyndina sem ég gerði þar til að komast inn í meistaranám í leikstjórn í Columbia-háskólanum í New York." Þorgeir og Steven kynntust við nám í Columbia. Þeir hafa báðir mikla reynslu af kvikmyndagerð og kennslu, þar á meðal við Kvikmyndaskóla Íslands. Henry, samstarfsaðili þeirra, kom svo inn í verkefnið eftir að hann heillaðist af Íslandi við tökur á heimildarmynd sinni Future of Hope, sem gerð var í kjölfar efnahagshrunsins. Í framtíðinni stefna þeir á að bæta við fleiri tegundum námskeiða. Þá héldu þeir námskeið í síðustu viku fyrir börn á aldrinum sex til þrettán ára í Bíói Paradís. "Rúmlega tuttugu krakkar komu og bjuggu til stuttmyndir. Það gekk vonum framar og bíóið fylltist þegar fjölskyldur komu að sjá myndirnar," lýsir Steven spenntur fyrir framhaldinu. Hann bætir við að þó áherslan sé á útlendinga með áhuga á Íslandi taki þeir Íslendingum opnum örmum. Nánari upplýsingar er að finna á Reykjavikfilmacademy.com.hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“