Eystri Rangá komin í 2.050 laxa 22. ágúst 2012 01:02 Á bökkum Eystri Rangár. Mynd / Lax-á Eystri Rangá er komin yfir 2.000 laxa markið. Í gærmorgun voru 2.050 laxar komnir á land en aðstæður í ánni hafa ekki verið upp á það besta undanfarna daga. Á vefnum lax-a.is segir að vegna leysinga hafi áin verið ansi lituð í þónokkurn tíma. Suma morgna hafi hún reyndar verið á mörkum þess að vera veiðanleg. Þrátt fyrir þetta hafi veiðimönnum tekist að kroppa upp nokkra laxa. Á miðvikudaginn í síðustu viku, þegar veiðitölur Landssambands veiðifélaga voru síðast birtar, stóð veiðin í 1.885 löxum. Vikuna 8.-15. ágúst var veiðin í ánni aðeins 102 laxar sem þykir slakt fyrir Eystri Rangá á þessum tíma. Sem dæmi gaf vikan þar á undan tæplega 400 laxa. Nú þegar er ljóst að vikan sem er að líða verður mun betri en sú síðasta enda voru í gærmorgun þegar komnir 2.050 laxar á land, eins og áður sagði. "Okkar spá er að það verði veisla þegar liturinn lagast, það þarf ekki mikið að lagast til þess að veislan byrji. Samkvæmt veðurspá ætti það að gerast núna á næstu dögum, kólnandi og minna af rigningu á Suðurlandinu," segir á vef lax-a.is. Þar kemur ennfremur fram að einungis séu tveir daga lausir í ánni það sem eftir er þessa veiðitímabils.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Þær eru bestar léttklæddar Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði 20.193 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Bleikjan farin að taka í Úlfljótsvatni Veiði Litlar flugur gefa vel Veiði
Eystri Rangá er komin yfir 2.000 laxa markið. Í gærmorgun voru 2.050 laxar komnir á land en aðstæður í ánni hafa ekki verið upp á það besta undanfarna daga. Á vefnum lax-a.is segir að vegna leysinga hafi áin verið ansi lituð í þónokkurn tíma. Suma morgna hafi hún reyndar verið á mörkum þess að vera veiðanleg. Þrátt fyrir þetta hafi veiðimönnum tekist að kroppa upp nokkra laxa. Á miðvikudaginn í síðustu viku, þegar veiðitölur Landssambands veiðifélaga voru síðast birtar, stóð veiðin í 1.885 löxum. Vikuna 8.-15. ágúst var veiðin í ánni aðeins 102 laxar sem þykir slakt fyrir Eystri Rangá á þessum tíma. Sem dæmi gaf vikan þar á undan tæplega 400 laxa. Nú þegar er ljóst að vikan sem er að líða verður mun betri en sú síðasta enda voru í gærmorgun þegar komnir 2.050 laxar á land, eins og áður sagði. "Okkar spá er að það verði veisla þegar liturinn lagast, það þarf ekki mikið að lagast til þess að veislan byrji. Samkvæmt veðurspá ætti það að gerast núna á næstu dögum, kólnandi og minna af rigningu á Suðurlandinu," segir á vef lax-a.is. Þar kemur ennfremur fram að einungis séu tveir daga lausir í ánni það sem eftir er þessa veiðitímabils.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði Gangan tvöfalt stærri en á sama tíma í fyrra Veiði 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Helgarviðtal: Skjálfandi á beinunum á bökkum Svartár (fyrri hluti) Veiði Þær eru bestar léttklæddar Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Auknar göngur í Ytri Rangá Veiði 20.193 fiskar veiðst í Veiðivötnum Veiði Bleikjan farin að taka í Úlfljótsvatni Veiði Litlar flugur gefa vel Veiði