Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hafnar að stöðva framkvæmdir við laxastiga við svokallaðan Steinboga á Jökulsá á Dal.
Lögmaður Birgis Þórs Ásgeirssonar, eiganda jarðarinnar Selland hafði krafist þess að sveitarfélagið afturkallaði framkvæmdaleyfi til handa Veiðifélagi Jökulsár á Dal og sæi til þess að framkvæmdin yrði stöðvuð strax.
Bæjarstjórn segir að rétt hafi verið staðið að útgáfu framkvæmdaleyfis um fiskveginn. „Þar sem framkvæmdin er í samræmi við útgefið leyfi, þá hafnar bæjarstjórn beiðni um stöðvun framkvæmda."
