Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri 1. september 2012 07:00 Hrafn með 69 sentimetra urriða úr Varmá. Hrafn H. Hauksson er fimmtán ára forfallinn veiðimaður. Hann byrjaði að veiða um fimm ára aldur og er nú á fullu í Veiðifélaginu Kvistir, ásamt félaga sínum.Hvenær byrjaðir þú að veiða og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Ég byrjaði að veiða þegar ég var í kringum 5 ára. Pabbi og afi fóru með mér í Þingvallavatn þar sem ég dundaði mér við að veiða murtur á meðan þeir veiddu „alvöru" fiska.Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú? Ég byrjaði mína veiði í Þingvallavatni. Amma og afi áttu sumarbústað í Kjósinni en við vorum þar flestar helgar á sumrin. Það var stutt í Þingvallavatnið þannig að ég dró afa með eftir kvöldmat að veiða murtur í Vatnsvikinu.Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú? Ég byrjaði að veiða á maðk og spún en núna er það nánast eingöngu fluga. Hvenær byrjaðir þú að veiða á flugu? Ég byrjaði að veiða á flugu þegar ég var 9 ára. Pabbi útvegaði mér einhverja Cabelas stöng og sagði mér að kasta 10-2. Eftir þetta var ég úti í garði flest kvöld að æfa mig. Minn fyrsti flugufiskur var urriði úr Vífilsstaðalæk. Lax, urriði eða bleikja? Allt sem hægt er að veiða á stöng en mér finnst sjóbirtingurinn og sjóbleikjan með þeim skemmtilegri.Eftirminnilegast fiskurinn? Maríulaxinn og svo 85-90 cm hængur úr Hafralónsá í miðjum september í fyrra. Það sprakk dekk á jeppanum og ég var skilinn eftir uppí gljúfri á meðan pabbi og vinur hans fóru með dekkið inná Þórshöfn. Það eina sem virkaði í þessari ferð voru stórar þýskar snældur en ég var búinn með allar mínar þannig að ég bjó mér til svipað „troll" úr þremur tommu löngum túbum, willie gunn, svartri frances og allys shrimp. Þetta negldi hængurinn með látum og ég landaði honum eftir mikla baráttu einn útí ra...gati.Straumvatn eða stöðuvatn? Klárlega straumvatn.Uppáhaldsáin eða vatnið? Arnarvatnsheiðin í júní þegar það er bjart allan sólarhringinn. Þar eru stórir og fallegir fiskar sem gaman er að veiða á nettar stangir eins og þristinn. Varmá í Hveragerði finsnt mér líka ótrúlega skemmtileg eftir miklar rigningar á haustin. Þá er birtingurinn að ganga og það getur verið mikið fjör!Veiða/sleppa? Drepa í hófi en í laxinum ætti að sleppa sem flestum hrygnum og stórlöxum.Uppáhaldsflugurnar? Appelsínugulur nobbler, Pheasant tail, Rollan, þýsk Snælda og Iðu flottúba veidd sem hitch.Á hvað veiðir þú? Ég er með þrist, fimmu og sjöu sem varastöng. Fimman er mín uppáhalds stöng og ég nota hana í allar stærðir af fiskum. Sá stærsti sem ég hef veitt á hana er um 15 pund.Fastir punktar í veiðinni? Á vorin byrja ég í vatnaveiðinni en svo þegar það líður á apríl og maí fer ég í Galtalæk og Varmá. Í byrjun sumars fer ég uppá Arnarvatnsheiði en í júlí og ágúst fer ég í Svartá, Hafralónsá og Hrollu. Þegar það líður á sumarið og haustið fer ég alltaf nokkrum sinnum í Varmá og mögulega einhverja fleiri staði.Hvar ertu búinn að veiða í sumar? Ég er búinn að veiða töluvert í sumar. Allir föstu punktarnir voru inni en auk þeirra fór ég í Eyjafjarðarána, Baugstaðaósinn og Stóru-Laxá. Svo og ætla að reyna að komast sem mest í sjóbirting í haust.Eftir hverju ertu fyrst og fremst að sækjast þegar þú ferð að veiða? Bráðin/náttúran/annað? Ég sækist fyrst og fremst eftir baráttunni við fiskinn og svo er félagsskapurinn náttúrulega stór hluti af þessu.Þekkir þú einhverjar sérstakar hefðir eða önnur skemmtilegheit sem þú hefur lært á þinni veiðiævi? Ég reyni að vera alltaf með sömu derhúfuna. Ef það gengur illa og ég er ekki með húfuna er það alltaf afsökunin. Svo höfum við það sem reglu að taka aldrei með neitt grænmeti eða ávexti þegar við förum uppá Arnarvatnsheiði. Svo má ekki gleyma sviðasultunni! Áttu þér fastan hóp veiðifélaga? Ég og Jói veiðum mikið saman en við erum "veiðifélagið" Kvistur. Svo veiði ég mikið með pabba og hans félögum í VSÓ veiðir, en það er hópur stórskemmtilegra veiðimanna. Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Hrafn H. Hauksson er fimmtán ára forfallinn veiðimaður. Hann byrjaði að veiða um fimm ára aldur og er nú á fullu í Veiðifélaginu Kvistir, ásamt félaga sínum.Hvenær byrjaðir þú að veiða og hvað varð þess valdandi að þú byrjaðir að veiða? Ég byrjaði að veiða þegar ég var í kringum 5 ára. Pabbi og afi fóru með mér í Þingvallavatn þar sem ég dundaði mér við að veiða murtur á meðan þeir veiddu „alvöru" fiska.Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú? Ég byrjaði mína veiði í Þingvallavatni. Amma og afi áttu sumarbústað í Kjósinni en við vorum þar flestar helgar á sumrin. Það var stutt í Þingvallavatnið þannig að ég dró afa með eftir kvöldmat að veiða murtur í Vatnsvikinu.Á hvað veiddir þú og á hvað veiðir þú? Ég byrjaði að veiða á maðk og spún en núna er það nánast eingöngu fluga. Hvenær byrjaðir þú að veiða á flugu? Ég byrjaði að veiða á flugu þegar ég var 9 ára. Pabbi útvegaði mér einhverja Cabelas stöng og sagði mér að kasta 10-2. Eftir þetta var ég úti í garði flest kvöld að æfa mig. Minn fyrsti flugufiskur var urriði úr Vífilsstaðalæk. Lax, urriði eða bleikja? Allt sem hægt er að veiða á stöng en mér finnst sjóbirtingurinn og sjóbleikjan með þeim skemmtilegri.Eftirminnilegast fiskurinn? Maríulaxinn og svo 85-90 cm hængur úr Hafralónsá í miðjum september í fyrra. Það sprakk dekk á jeppanum og ég var skilinn eftir uppí gljúfri á meðan pabbi og vinur hans fóru með dekkið inná Þórshöfn. Það eina sem virkaði í þessari ferð voru stórar þýskar snældur en ég var búinn með allar mínar þannig að ég bjó mér til svipað „troll" úr þremur tommu löngum túbum, willie gunn, svartri frances og allys shrimp. Þetta negldi hængurinn með látum og ég landaði honum eftir mikla baráttu einn útí ra...gati.Straumvatn eða stöðuvatn? Klárlega straumvatn.Uppáhaldsáin eða vatnið? Arnarvatnsheiðin í júní þegar það er bjart allan sólarhringinn. Þar eru stórir og fallegir fiskar sem gaman er að veiða á nettar stangir eins og þristinn. Varmá í Hveragerði finsnt mér líka ótrúlega skemmtileg eftir miklar rigningar á haustin. Þá er birtingurinn að ganga og það getur verið mikið fjör!Veiða/sleppa? Drepa í hófi en í laxinum ætti að sleppa sem flestum hrygnum og stórlöxum.Uppáhaldsflugurnar? Appelsínugulur nobbler, Pheasant tail, Rollan, þýsk Snælda og Iðu flottúba veidd sem hitch.Á hvað veiðir þú? Ég er með þrist, fimmu og sjöu sem varastöng. Fimman er mín uppáhalds stöng og ég nota hana í allar stærðir af fiskum. Sá stærsti sem ég hef veitt á hana er um 15 pund.Fastir punktar í veiðinni? Á vorin byrja ég í vatnaveiðinni en svo þegar það líður á apríl og maí fer ég í Galtalæk og Varmá. Í byrjun sumars fer ég uppá Arnarvatnsheiði en í júlí og ágúst fer ég í Svartá, Hafralónsá og Hrollu. Þegar það líður á sumarið og haustið fer ég alltaf nokkrum sinnum í Varmá og mögulega einhverja fleiri staði.Hvar ertu búinn að veiða í sumar? Ég er búinn að veiða töluvert í sumar. Allir föstu punktarnir voru inni en auk þeirra fór ég í Eyjafjarðarána, Baugstaðaósinn og Stóru-Laxá. Svo og ætla að reyna að komast sem mest í sjóbirting í haust.Eftir hverju ertu fyrst og fremst að sækjast þegar þú ferð að veiða? Bráðin/náttúran/annað? Ég sækist fyrst og fremst eftir baráttunni við fiskinn og svo er félagsskapurinn náttúrulega stór hluti af þessu.Þekkir þú einhverjar sérstakar hefðir eða önnur skemmtilegheit sem þú hefur lært á þinni veiðiævi? Ég reyni að vera alltaf með sömu derhúfuna. Ef það gengur illa og ég er ekki með húfuna er það alltaf afsökunin. Svo höfum við það sem reglu að taka aldrei með neitt grænmeti eða ávexti þegar við förum uppá Arnarvatnsheiði. Svo má ekki gleyma sviðasultunni! Áttu þér fastan hóp veiðifélaga? Ég og Jói veiðum mikið saman en við erum "veiðifélagið" Kvistur. Svo veiði ég mikið með pabba og hans félögum í VSÓ veiðir, en það er hópur stórskemmtilegra veiðimanna.
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði