Netaveiðin í Hvítá/Ölfusá: Lögboðinni nýtingaráætlun aldrei skilað Svavar Hávarðsson skrifar 31. ágúst 2012 10:14 Stóra Laxá í Hreppum. Mynd/Björgólfur Veiðiréttarhafar í Hvítá og Ölfusá hafa stundað netaveiðar sínar síðan 2006 án þess að skila inn lögboðinni nýtingaráætlun um veiðifyrirkomulag. Það sama á við um netaveiði í Þjórsá, en nær allur netaveiddur lax kemur úr þessum tveimur vatnsföllum á hverju ári. Þetta staðfestir Árni Ísaksson, forstöðumaður lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu. „Það var skilað nýtingaráætlun í fyrra en þar var ekki fjallað um netaveiðina," segir Árni og vísar til nýtingaráætlunar Veiðifélags Árnesinga (VÁ), en undir merkjum VÁ starfa deildir einstakra veiðisvæða þar sem stangveiði er stunduð. Þær hafa skilað inn tilskildum áætlunum síðan það ákvæði var fest í lög árið 2006. „Það er auðvitað vitað nokkurn veginn hvernig netabændur standa að veiðunum; veiðifélagið gerir um það samþykktir hvernig þeir vinna þetta. En það hefur ekki verið formlega skilað inn nýtingaráætlun fyrir netaveiðina, það er rétt," segir Árni. Spurður hvort netaveiðin sé ekki þar með ólögleg, segist Árni ekkert vilja segja til um, en viðurkennir að án undantekningar eigi allir að skila inn nýtingaráætlun. Spurður um viðurlög segir Árni að lítið fari fyrir þeim í lögunum en þau séu í endurskoðun. Lögin um lax- og silungsveiði virðast vera nokkuð skýr hvað varðar skilaskyldu á nýtingaráætlunum, en í sex greinum laganna segir að sinni veiðifélög eða veiðiréttarhafar „ekki þessari skyldu sinni getur Landbúnaðarstofnun [Fiskistofa], að eigin frumkvæði, sett slíkar reglur". Nýtingaráætlun skal skila til Fiskistofu sem staðfestir hana formlega að fenginni umsögn Veiðimálastofnunar (VMST). Sigurður Guðjónsson, forstjóri VMST, segir að stofnunin hafi hvatt VÁ til að seinka netaveiðinni til að hlífa stórlaxi. „Þeir hafa aðeins hreyft sig í þá átt en það má gera betur." Spurður hvort ekki væri eðlilegt að setja kvóta á netaveiðar, eða hvort slíkt sé gerlegt, segir Sigurður að grunnreglan í lögunum sé að veiðar úr náttúrulegum stofnum skuli vera sjálfbærar. „Það eru til meðöl til að halda sókninni niðri, eins og það birtist í nýtingaráætlunum; að stórlaxi sé hlíft sem og svæðum vegna hrygningar, kvótasetning og að sleppa veiddum laxi." svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Veiðiréttarhafar í Hvítá og Ölfusá hafa stundað netaveiðar sínar síðan 2006 án þess að skila inn lögboðinni nýtingaráætlun um veiðifyrirkomulag. Það sama á við um netaveiði í Þjórsá, en nær allur netaveiddur lax kemur úr þessum tveimur vatnsföllum á hverju ári. Þetta staðfestir Árni Ísaksson, forstöðumaður lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu. „Það var skilað nýtingaráætlun í fyrra en þar var ekki fjallað um netaveiðina," segir Árni og vísar til nýtingaráætlunar Veiðifélags Árnesinga (VÁ), en undir merkjum VÁ starfa deildir einstakra veiðisvæða þar sem stangveiði er stunduð. Þær hafa skilað inn tilskildum áætlunum síðan það ákvæði var fest í lög árið 2006. „Það er auðvitað vitað nokkurn veginn hvernig netabændur standa að veiðunum; veiðifélagið gerir um það samþykktir hvernig þeir vinna þetta. En það hefur ekki verið formlega skilað inn nýtingaráætlun fyrir netaveiðina, það er rétt," segir Árni. Spurður hvort netaveiðin sé ekki þar með ólögleg, segist Árni ekkert vilja segja til um, en viðurkennir að án undantekningar eigi allir að skila inn nýtingaráætlun. Spurður um viðurlög segir Árni að lítið fari fyrir þeim í lögunum en þau séu í endurskoðun. Lögin um lax- og silungsveiði virðast vera nokkuð skýr hvað varðar skilaskyldu á nýtingaráætlunum, en í sex greinum laganna segir að sinni veiðifélög eða veiðiréttarhafar „ekki þessari skyldu sinni getur Landbúnaðarstofnun [Fiskistofa], að eigin frumkvæði, sett slíkar reglur". Nýtingaráætlun skal skila til Fiskistofu sem staðfestir hana formlega að fenginni umsögn Veiðimálastofnunar (VMST). Sigurður Guðjónsson, forstjóri VMST, segir að stofnunin hafi hvatt VÁ til að seinka netaveiðinni til að hlífa stórlaxi. „Þeir hafa aðeins hreyft sig í þá átt en það má gera betur." Spurður hvort ekki væri eðlilegt að setja kvóta á netaveiðar, eða hvort slíkt sé gerlegt, segir Sigurður að grunnreglan í lögunum sé að veiðar úr náttúrulegum stofnum skuli vera sjálfbærar. „Það eru til meðöl til að halda sókninni niðri, eins og það birtist í nýtingaráætlunum; að stórlaxi sé hlíft sem og svæðum vegna hrygningar, kvótasetning og að sleppa veiddum laxi." svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði