Vantar fjögur hundruð hross 30. ágúst 2012 15:00 Benedikt Erlingsson Framleiðendur kvikmyndarinnar Hross eftir Benedikt Erlingsson hafa auglýst eftir fjögur hundruð hrossum og eitt hundrað manns fyrir tökur á stóru atriði þar sem stóðréttir verða endurvaktar í Þverárrétt í Borgarfirði. "Þetta er mikil söguflétta þar sem allir þræðir myndarinnar fara saman í einn hnút sem eru stóðréttir," segir leikstjórinn Benedikt Erlingsson um atriðið. "Við þurftum að hverfa frá Skagafirði því við erum ekki með eins mikinn pening og Ben Stiller og ætlum að gera þetta í Þverárrétt 8. september. Við erum að vona að sveitungar hér sem hafa reynst okkur velviljaðir og hliðhollir vilji koma og leggja til hross og sjálfa sig kannski í períódubúningi frá því þegar maður var upp á sitt besta um 1985." Tökur á Hrossi hafa verið í gangi í Borgarfirði síðan 13. ágúst. "Þetta hefur tekist algjörlega stóráfallalaust með mikilli hjálp náttúruaflanna. Það hafa ekki nema tveir leikarar dottið af baki enn sem komið er og hestarnir leika mjög vel. Það er ótrúlegt hvað þeir eru agaðir," segir Benedikt. Hross verður frumsýnd hér á landi haustið 2013. "Þetta er mynd um mennskuna í hestinum og dýrið í manneskjunni. Það er mikil hestasálfræði í þessu öllu saman." Meðal leikara verða Ingvar E. Sigurðsson, Charlotte Bøving, Halldóra Geirharðsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Kjartan Ragnarsson, Vilborg Halldórsdóttir og Helgi Björnsson. - fb Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Framleiðendur kvikmyndarinnar Hross eftir Benedikt Erlingsson hafa auglýst eftir fjögur hundruð hrossum og eitt hundrað manns fyrir tökur á stóru atriði þar sem stóðréttir verða endurvaktar í Þverárrétt í Borgarfirði. "Þetta er mikil söguflétta þar sem allir þræðir myndarinnar fara saman í einn hnút sem eru stóðréttir," segir leikstjórinn Benedikt Erlingsson um atriðið. "Við þurftum að hverfa frá Skagafirði því við erum ekki með eins mikinn pening og Ben Stiller og ætlum að gera þetta í Þverárrétt 8. september. Við erum að vona að sveitungar hér sem hafa reynst okkur velviljaðir og hliðhollir vilji koma og leggja til hross og sjálfa sig kannski í períódubúningi frá því þegar maður var upp á sitt besta um 1985." Tökur á Hrossi hafa verið í gangi í Borgarfirði síðan 13. ágúst. "Þetta hefur tekist algjörlega stóráfallalaust með mikilli hjálp náttúruaflanna. Það hafa ekki nema tveir leikarar dottið af baki enn sem komið er og hestarnir leika mjög vel. Það er ótrúlegt hvað þeir eru agaðir," segir Benedikt. Hross verður frumsýnd hér á landi haustið 2013. "Þetta er mynd um mennskuna í hestinum og dýrið í manneskjunni. Það er mikil hestasálfræði í þessu öllu saman." Meðal leikara verða Ingvar E. Sigurðsson, Charlotte Bøving, Halldóra Geirharðsdóttir, Atli Rafn Sigurðarson, Kjartan Ragnarsson, Vilborg Halldórsdóttir og Helgi Björnsson. - fb
Menning Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira