Veiðitölur LV: 575 laxa vika í Ytri-Rangá Svavar Hávarðsson skrifar 6. september 2012 02:27 Mynd/Svavar Haustveiðin er hafin af fullum krafti og Ytri-Rangá skilar þessa vikuna fantaveiði, eða 575 laxa viku. Ytri trónir á toppi veiðilistans eins og löngum í sumar og ljóst að svo verður til enda. 3.507 laxar hafa veiðst miðað við 3.853 laxa í fyrra. Ytri heldur sem sagt sínu. Systuráin, Eystri-Rangá, getur ekki keppt við þá Ytri þegar rignir af eins miklum krafti og undanfarið. Eystri situr í öðru sætinu með 2.452 með rúmlega 150 laxa viku. Má gefa sér að nokkuð margar vaktir hafi farið fyrir lítið því áin er jafnan mjög lituð í stórrigningum. Þetta vita allir veiðimenn. Selá í Vopnafirði hefur eitthvað aðeins hægt ferðina en er ennþá að skila góðri veiði. Selá stendur í 1.356 löxum eftir 78 laxa viku. Hofsá í Vopnafirði skilaði 45 löxum og þar hafa veiðst 888 laxar. Það er töluvert betri veiði en á sama tíma í fyrra þegar 803 laxar höfðu veiðst þann 7. september. Eftirtektarvert á sumri þar sem flestar ár eru að skila lægstu tölum um nokkurt skeið. Það er varla ofsagt þetta sumarið að Miðfjarðará sé að brillera, þegar heildarveiðin er höfð í huga. Hún skilaði 119 löxum þessa vikuna en þar er miklu betri veiði en í ánum á svipuðum slóðum. Haffjarðará er komin 1.083 laxa og stefnir í um 1.200 laxa veiði sem hlýtur að teljast mjög ásættanlegt. Það er reyndar betri veiði í ánni en árin frá 1974 til ársins 2008! Þetta er eitthvað sem við veiðimenn ættum að hafa hugfast þegar við ræðum um veiði í bestu ánum okkar þetta sumarið. Langá hefur tekið risastökk að undanförn, enda er nú veitt á blandað agn og vatnsbúskapurinn í ánni með besta móti. 228 laxar hafa veiðst síðustu tvær vikurnar og ekki er annað að skilja af fréttum en nóg sé af fiski. Langá stefnir hraðbyri í þúsund laxa með 930 laxa í bók nú þegar. Hægt gengur í Norðurá sem gaf 28 laxa í vikunni. Þar er komnir 850 laxar og þegar ljóst að áin nær ekki þúsund löxum. Það hefur gerst tvisvar áður síðan 1974; árið 1984 þegar veiddust 856 laxar og 1989 þegar Norðurá skilaði 867 löxum. Er ekki gott að hafa hugfast að bæði fyrir og eftir þessi tvö „fiskleysisár" kom Norðurá sterk til baka. Er full ástæða til að vekja athygli á þessu og undirstrika að tölur sumarsins eru alls ekkiert einsdæmi. Norðurá hefur alltaf komið til baka og skilað frábærri veiði eftir sumar eins og það sem nú er að sleppa takinu. Þverá/Kjarrá stendur í 685 löxum eftir 40 laxa viku. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 1.795 laxar. Laxá í Kjós hefur skilað 402 löxum og Laxá í Leirársveit 400. Til bókar hafa verið skráðir 394 laxar í Laxá í Aðaldal. Veiðimenn greina frá því að þessar veiðitölur segi ekki alla söguna um laxagengd þó þær séu auðvitað óvenjulega fátæklegar; tökur hafi hins vegar verið furðanlega tregar þar sem menn sjá töluvert af fiski og eru ýmsar kenningar uppi um hvað veldur. Breiðdalsá hefur skilað frábærri veiði frá mánaðarmótum og kemur allavega tvennt til. Leyfð var veiði með spún, sem auðvitað gaf aukna veiði eftir fluguveiðitímann en úrslitaatriðið er þó örugglega að loksins byrjaði að rigna. Verður að segjast að Breiðdalsá hefur fengið hrikalega á kjaftinn í sumar og hefur undirritaður, sem þekkir Breiðdalsá nokkuð vel, aldrei séð þessa perlu eins skuggalega vatnslitla eins og í lok júlí og frameftir ágústmánuði. Nú er aftur á móti flóðavatn í Breiðdalsá sem hægir ferðina aðeins. Hins vegar er hellingur af laxi á ferðinni, og mikið af honum lúsugur stórlax eins og sjá má á vef Strengja. Það ætti þó ekki að koma á óvart því stórlaxagöngur í Breiðdalsá eru árvissar á haustin. Sem sagt: 70 laxa vika og 329 laxar færðir til bókar og allt stefnir í góðan lokasprett. Af öðrum tölum má nefna að þetta sumar í bæði Vatnsdalsá og Víðidalsá ætlar ekki að skila miklu meiru en 350 löxum. Báðar árnar hafa þó verið að skila góðri silungsveiði að undanförnu sem verður að hafa hugfast þegar heildarmyndin er skoðuð.Fleiri tölur má kynna sér á vef Landssambands veiðifélaga; angling.is. svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Mokveiði á maðkinn í Ytri Rangá Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði
Haustveiðin er hafin af fullum krafti og Ytri-Rangá skilar þessa vikuna fantaveiði, eða 575 laxa viku. Ytri trónir á toppi veiðilistans eins og löngum í sumar og ljóst að svo verður til enda. 3.507 laxar hafa veiðst miðað við 3.853 laxa í fyrra. Ytri heldur sem sagt sínu. Systuráin, Eystri-Rangá, getur ekki keppt við þá Ytri þegar rignir af eins miklum krafti og undanfarið. Eystri situr í öðru sætinu með 2.452 með rúmlega 150 laxa viku. Má gefa sér að nokkuð margar vaktir hafi farið fyrir lítið því áin er jafnan mjög lituð í stórrigningum. Þetta vita allir veiðimenn. Selá í Vopnafirði hefur eitthvað aðeins hægt ferðina en er ennþá að skila góðri veiði. Selá stendur í 1.356 löxum eftir 78 laxa viku. Hofsá í Vopnafirði skilaði 45 löxum og þar hafa veiðst 888 laxar. Það er töluvert betri veiði en á sama tíma í fyrra þegar 803 laxar höfðu veiðst þann 7. september. Eftirtektarvert á sumri þar sem flestar ár eru að skila lægstu tölum um nokkurt skeið. Það er varla ofsagt þetta sumarið að Miðfjarðará sé að brillera, þegar heildarveiðin er höfð í huga. Hún skilaði 119 löxum þessa vikuna en þar er miklu betri veiði en í ánum á svipuðum slóðum. Haffjarðará er komin 1.083 laxa og stefnir í um 1.200 laxa veiði sem hlýtur að teljast mjög ásættanlegt. Það er reyndar betri veiði í ánni en árin frá 1974 til ársins 2008! Þetta er eitthvað sem við veiðimenn ættum að hafa hugfast þegar við ræðum um veiði í bestu ánum okkar þetta sumarið. Langá hefur tekið risastökk að undanförn, enda er nú veitt á blandað agn og vatnsbúskapurinn í ánni með besta móti. 228 laxar hafa veiðst síðustu tvær vikurnar og ekki er annað að skilja af fréttum en nóg sé af fiski. Langá stefnir hraðbyri í þúsund laxa með 930 laxa í bók nú þegar. Hægt gengur í Norðurá sem gaf 28 laxa í vikunni. Þar er komnir 850 laxar og þegar ljóst að áin nær ekki þúsund löxum. Það hefur gerst tvisvar áður síðan 1974; árið 1984 þegar veiddust 856 laxar og 1989 þegar Norðurá skilaði 867 löxum. Er ekki gott að hafa hugfast að bæði fyrir og eftir þessi tvö „fiskleysisár" kom Norðurá sterk til baka. Er full ástæða til að vekja athygli á þessu og undirstrika að tölur sumarsins eru alls ekkiert einsdæmi. Norðurá hefur alltaf komið til baka og skilað frábærri veiði eftir sumar eins og það sem nú er að sleppa takinu. Þverá/Kjarrá stendur í 685 löxum eftir 40 laxa viku. Á sama tíma í fyrra höfðu veiðst 1.795 laxar. Laxá í Kjós hefur skilað 402 löxum og Laxá í Leirársveit 400. Til bókar hafa verið skráðir 394 laxar í Laxá í Aðaldal. Veiðimenn greina frá því að þessar veiðitölur segi ekki alla söguna um laxagengd þó þær séu auðvitað óvenjulega fátæklegar; tökur hafi hins vegar verið furðanlega tregar þar sem menn sjá töluvert af fiski og eru ýmsar kenningar uppi um hvað veldur. Breiðdalsá hefur skilað frábærri veiði frá mánaðarmótum og kemur allavega tvennt til. Leyfð var veiði með spún, sem auðvitað gaf aukna veiði eftir fluguveiðitímann en úrslitaatriðið er þó örugglega að loksins byrjaði að rigna. Verður að segjast að Breiðdalsá hefur fengið hrikalega á kjaftinn í sumar og hefur undirritaður, sem þekkir Breiðdalsá nokkuð vel, aldrei séð þessa perlu eins skuggalega vatnslitla eins og í lok júlí og frameftir ágústmánuði. Nú er aftur á móti flóðavatn í Breiðdalsá sem hægir ferðina aðeins. Hins vegar er hellingur af laxi á ferðinni, og mikið af honum lúsugur stórlax eins og sjá má á vef Strengja. Það ætti þó ekki að koma á óvart því stórlaxagöngur í Breiðdalsá eru árvissar á haustin. Sem sagt: 70 laxa vika og 329 laxar færðir til bókar og allt stefnir í góðan lokasprett. Af öðrum tölum má nefna að þetta sumar í bæði Vatnsdalsá og Víðidalsá ætlar ekki að skila miklu meiru en 350 löxum. Báðar árnar hafa þó verið að skila góðri silungsveiði að undanförnu sem verður að hafa hugfast þegar heildarmyndin er skoðuð.Fleiri tölur má kynna sér á vef Landssambands veiðifélaga; angling.is. svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Mokveiði á maðkinn í Ytri Rangá Veiði 100 laxar komnir á land á svæði II og III í Blöndu Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði