Kayle Grimsley: Ætlum að sýna að allir á Íslandi höfðu rangt fyrir sér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2012 15:30 Kayle Grimsley, einn besti leikmaður Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í sumar var í viðtali á heimasíðu Þórs fyrir leikinn á móti Selfossi í kvöld en með sigri verða norðankonur Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Kayle, Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari og Tahnai Annis voru öll tekin í viðtal fyrir þennan stærsta leik í sögu Þór/KA. Leikur Þór/KA og Selfoss hefst klukkan 18.00 og verður í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og hér inn á Vísi. „Það er yndisleg tilfinning að geta unnið titilinn í síðasta heimaleiknum ekki síst þar sem það hefur enginn haft trú á okkur í allt sumar. Fólk hefur meira segja verið að gagnrýna leik liðsins í undanförnum leikjum en það hefur bara hjálpað okkur. Við erum tilbúnar að vinna íslandsmeistaratitilinn á þriðjudaginn (í kvöld)," sagði Kayle Grimsley en viðtalið við hana hefst eftir 3 mínútur og 15 sekúndur í myndbandinu hér fyrir ofan. Á undan er rætt við Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfara Þór/KA. Kayle Grimsley hefur skorað fimm mörk í Pepsi-deildinni í sumar auk þess að vera dugleg að leggja upp mörk fyrir félaga sína í liðinu. Hún hefur hreinlega verið algjör martröð fyrir vinstri bakverði mótherjanna í allt sumar. „Við ætlum að sýna að allir á Íslandi höfðu rangt fyrir sér. Við höfðum trú á okkur allan tímann og það er mjög spennandi að geta unnið titilinn fyrir síðustu umferðina. Þetta er búið að vera frábært sumar og ég hefði ekki getað beðið um eitthvað betra," sagði Grimsley og hún vonast eftir góðri mætingu á leikinn í kvöld. „Það er gríðarlega mikilvægt að við fáum góðan stuðning. Við mætum á alla karlaleikina. Þeir fá fullt af áhorfendum á leikina sína og þá myndast mjög skemmtilegt andrúmsloft. Við viljum fá tækifæri til að spila fyrir framan fulla stúku til þess að sýna körlunum að við erum alvegs eins góðar og þeir," sagði Grimsley. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Grimsley sem og viðtölin við Jóhann og Annis með því að smella hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Kayle Grimsley, einn besti leikmaður Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í fótbolta í sumar var í viðtali á heimasíðu Þórs fyrir leikinn á móti Selfossi í kvöld en með sigri verða norðankonur Íslandsmeistarar í fyrsta sinn. Kayle, Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari og Tahnai Annis voru öll tekin í viðtal fyrir þennan stærsta leik í sögu Þór/KA. Leikur Þór/KA og Selfoss hefst klukkan 18.00 og verður í beinni og opinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og hér inn á Vísi. „Það er yndisleg tilfinning að geta unnið titilinn í síðasta heimaleiknum ekki síst þar sem það hefur enginn haft trú á okkur í allt sumar. Fólk hefur meira segja verið að gagnrýna leik liðsins í undanförnum leikjum en það hefur bara hjálpað okkur. Við erum tilbúnar að vinna íslandsmeistaratitilinn á þriðjudaginn (í kvöld)," sagði Kayle Grimsley en viðtalið við hana hefst eftir 3 mínútur og 15 sekúndur í myndbandinu hér fyrir ofan. Á undan er rætt við Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfara Þór/KA. Kayle Grimsley hefur skorað fimm mörk í Pepsi-deildinni í sumar auk þess að vera dugleg að leggja upp mörk fyrir félaga sína í liðinu. Hún hefur hreinlega verið algjör martröð fyrir vinstri bakverði mótherjanna í allt sumar. „Við ætlum að sýna að allir á Íslandi höfðu rangt fyrir sér. Við höfðum trú á okkur allan tímann og það er mjög spennandi að geta unnið titilinn fyrir síðustu umferðina. Þetta er búið að vera frábært sumar og ég hefði ekki getað beðið um eitthvað betra," sagði Grimsley og hún vonast eftir góðri mætingu á leikinn í kvöld. „Það er gríðarlega mikilvægt að við fáum góðan stuðning. Við mætum á alla karlaleikina. Þeir fá fullt af áhorfendum á leikina sína og þá myndast mjög skemmtilegt andrúmsloft. Við viljum fá tækifæri til að spila fyrir framan fulla stúku til þess að sýna körlunum að við erum alvegs eins góðar og þeir," sagði Grimsley. Það er hægt að sjá allt viðtalið við Grimsley sem og viðtölin við Jóhann og Annis með því að smella hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira