Netaveiði í Hvítá og Ölfusá: Sáttatillaga frá Árna Baldurssyni 4. september 2012 11:38 Sogið er ein fjölmargra áa sem rennur í Hvítá. Hér sést veiðimaður sitja á árbakka á Torfastaðasvæðinu. Mynd / Trausti Hafliðason Fullyrt er að sáralítið af laxi sé í þeim ám sem renna í Hvíta og er skuldinni skellt á netaveiði. Árni Baldursson, eigandi Lax-á, hefur lagt fram sáttatillögu í pistli á vefnum lax-á.is Í pistlinum spyr Árni hvort stjórnsýslan eigi ekki að koma skikki á ofveiðina í Hvítá og Ölfusá. „Þar fara nokkrir netaveiðimenn og taka 75% toll af öllum veiddum laxi á vatnasvæðinu, svona bara rétt á meðan fiskurinn á leið um hjá þeim upp til heimkynna sinna í uppám Árnessýslu," skrifar Árni. „Stjórnsýslan verður að kalla eftir ábyrgri nýtingaráætlun frá stjórn Veiðifélags Árnesinga, nýtingaráætlun þar sem settur er kvóti á hverja netalögn, hæfilegur kvóti sem tryggir það að nægur lax verði eftir á ánum til hrygningar. Við stangaveiðimenn tökum svo við og sýnum ábyrgð með því að sleppa öllum laxi sem er yfir 70 cm og helst öllum hrygnum." Árni tekur síðan dæmi og viðrar hugmynd sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en hugmynd að sáttatillögu. „Ef veiðin á vatnasvæðinu er í kringum 7.000 laxar á sumri og skiptist á 260 landeigendur þá eru það um 27 laxar á hvern landeigenda. Sumir fá meira og aðrir minna en gefum okkur að netaveiðimenn fái til dæmis rúmlega tvöfalt meira en aðrir, þ.e. 60 laxar á hverja netalögn að jafnaði á 22 netalagnir þá mundi vera heimild til að drepa 1.320 Laxa á sumri. Aðgerð sem þessi myndi breyta málum fyrir austan hratt og örugglega. Eins og stendur nú er sáralítill lax í ánum til hrygningar, allt allt of fáir. Ef ekkert verður að gert þá er stórslys í uppsiglingu á þessu annars magnaða veiðisvæði. Gerum nú átak í þessu og skilum auðlindinni til afkomenda okkar í góðu standi." Á Veiðivísi birtist fyrir nokkrum dögum frétt um netaveiðina þar sem rætt var við þá Árna Ísaksson, forstöðumann lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu, og Sigurð Guðjónsson, forstjóra Veiðimálastofnunar. Hægt er að lesa þá frétt hér.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði
Fullyrt er að sáralítið af laxi sé í þeim ám sem renna í Hvíta og er skuldinni skellt á netaveiði. Árni Baldursson, eigandi Lax-á, hefur lagt fram sáttatillögu í pistli á vefnum lax-á.is Í pistlinum spyr Árni hvort stjórnsýslan eigi ekki að koma skikki á ofveiðina í Hvítá og Ölfusá. „Þar fara nokkrir netaveiðimenn og taka 75% toll af öllum veiddum laxi á vatnasvæðinu, svona bara rétt á meðan fiskurinn á leið um hjá þeim upp til heimkynna sinna í uppám Árnessýslu," skrifar Árni. „Stjórnsýslan verður að kalla eftir ábyrgri nýtingaráætlun frá stjórn Veiðifélags Árnesinga, nýtingaráætlun þar sem settur er kvóti á hverja netalögn, hæfilegur kvóti sem tryggir það að nægur lax verði eftir á ánum til hrygningar. Við stangaveiðimenn tökum svo við og sýnum ábyrgð með því að sleppa öllum laxi sem er yfir 70 cm og helst öllum hrygnum." Árni tekur síðan dæmi og viðrar hugmynd sem ekki er hægt að túlka öðruvísi en hugmynd að sáttatillögu. „Ef veiðin á vatnasvæðinu er í kringum 7.000 laxar á sumri og skiptist á 260 landeigendur þá eru það um 27 laxar á hvern landeigenda. Sumir fá meira og aðrir minna en gefum okkur að netaveiðimenn fái til dæmis rúmlega tvöfalt meira en aðrir, þ.e. 60 laxar á hverja netalögn að jafnaði á 22 netalagnir þá mundi vera heimild til að drepa 1.320 Laxa á sumri. Aðgerð sem þessi myndi breyta málum fyrir austan hratt og örugglega. Eins og stendur nú er sáralítill lax í ánum til hrygningar, allt allt of fáir. Ef ekkert verður að gert þá er stórslys í uppsiglingu á þessu annars magnaða veiðisvæði. Gerum nú átak í þessu og skilum auðlindinni til afkomenda okkar í góðu standi." Á Veiðivísi birtist fyrir nokkrum dögum frétt um netaveiðina þar sem rætt var við þá Árna Ísaksson, forstöðumann lax- og silungsveiðisviðs Fiskistofu, og Sigurð Guðjónsson, forstjóra Veiðimálastofnunar. Hægt er að lesa þá frétt hér.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði