Tiger Woods varð í gær fyrsti maðurinn sem þénar yfir 100 milljónir dollara á PGA-mótaröðinni bandarísku.
Woods endaði í þriðja sæti á Deutsche Bank-mótinu sem skilaði honum 544 þúsund dollara í kassann. Þar með komst hann yfir 100 milljónir dollara á ferlinum og er hann fyrsti maðurinn í sögunni sem afrekar það.
Phil Mickelson er næstur á listanum með tæpar 67 milljónir og er því talsvert á eftir Woods.
Rory McIlroy bar sigur úr býtum á mótinu en Woods spilaði á 66 höggum á lokadeginum og var tveimur höggum á eftir Norður-Íranum.
„Ég hef ekki unnið jafn mörg mót og Sam Snead gerði á sínum tíma en þá var öldin önnur," sagði Woods í gær en Snead vann á sínum tíma 82 PGA-mót. Woods er með 74 sigra til þessa.
Woods fyrstur yfir 100 milljónir dollara
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið






Sumardeildin hófst á stórsigri
Fótbolti



Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu
Íslenski boltinn
