Ljósmyndasýningin Utan Hringbrautar eftir Einar Jónsson verður opnuð í kaffihúsi Gerðubergs á morgun.
Á sýningunni eru myndir sem eiga það sameiginlegt að vera af höfuðborgarsvæðinu utan Hringbrautar. Yfirskrift sýningarinnar vísar til þess að á milli stríða var Reykjavík umlukin af Hringbraut, sem myndaði hálfhring um byggðina. Á sýningunni blínir Einar í gegnum linsuna á hin nýju hverfi, sem taka einkum mið af þörfum fólks á einkabílum og þar eru fáir fótgangandi á ferli.
Myndirnar á sýningunni hafa ekki verið sýndar á Íslandi áður en hluti þeirra var á samsýningu íslenskra og bandarískra ljósmyndara/listamanna í Pyramid Studios í Miami á Flórída 2009.
Á sýningunni eru myndir sem eiga það sameiginlegt að vera af höfuðborgarsvæðinu utan Hringbrautar. Yfirskrift sýningarinnar vísar til þess að á milli stríða var Reykjavík umlukin af Hringbraut, sem myndaði hálfhring um byggðina. Á sýningunni blínir Einar í gegnum linsuna á hin nýju hverfi, sem taka einkum mið af þörfum fólks á einkabílum og þar eru fáir fótgangandi á ferli.
Myndirnar á sýningunni hafa ekki verið sýndar á Íslandi áður en hluti þeirra var á samsýningu íslenskra og bandarískra ljósmyndara/listamanna í Pyramid Studios í Miami á Flórída 2009.