Cheek Mountain Thief innblásin af Húsvíkingum 4. september 2012 14:30 "Það má segja að platan hafi skrifað sig sjálf á meðan á dvölinni stóð og um leið varð ég enn ástfangnari af Íslandi," segir Mike Lindsay, söngvari bresku hljómsveitarinnar Tunng, um sólóplötu sína Cheek Mountain Thief. Hún varð til að mestu yfir tveggja mánaða dvöl hans á Húsavík á síðasta ári og heldur hann tónleika 5. september á Faktorý og 7. september á Gamla bauknum, eina bar Húsvíkinga, ásamt hljómsveitinni sem hann kynntist þar. Platan kom út 17. ágúst og hefur hlotið frábæra dóma hjá breskum gagnrýnendum, þar á meðal fjórar stjörnur af fimm hjá Q magazine og The Guardian. Baksaga plötunnar er afar áhugaverð en Lindsay settist að í sumarhúsinu Kaldbaki við Kinnafjöllin í mars 2011. Tilgangur dvalarinnar var að heimsækja Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur, sem hann var ástfanginn af. Þau kynntust í Þýskalandi árið 2006 og endurnýjuðu kynni sín við komu Tunng á Iceland Airwaves árið 2010. Ástin varð til þess að Mike býr nú á Íslandi og stefna þau á að gifta sig á Húsavík að ári. "Ég ætlaði að semja raftónlist en endaði með þjóðlagatónlist innblásna af því að vera á öðrum stað, og fólkinu og fjöllunum," segir hann og heldur áfram. "Þetta varð fljótt að samstarfsverkefni með fólki frá Húsavík." "Þegar ég kom til Reykjavíkur tók ég plötuna lengra," segir hann. Gunnar Örn Tynes úr Múm sá um hljóðblöndun og Mugison, Sin Fang og Mr. Silla sungu í nokkrum lögum. Söngvari þjóðarinnar, hinn eini og sanni Mugison, flytur íslenskan texta í laginu Showdown. "Já, en við þekktumst og höfðum spilað saman áður en hann varð frægasti maður á Íslandi," segir hann og hlær. "Sin Fang syngur í lögunum, Spirit, Fight og Darkness. Fyrra lagið fjallar um yfirnáttúrulega upplifun mína frá Húsavík. Hún átti sér stað um fimm um nótt í júní í fyrra. Þá var snjórinn að bráðna í Kinnafjöllunum og eftir varð risastórt spurningarmerki úr snjó." Cheek Mountain Thief leggur eftir tónleika vikunnar í tónleikaferð. Bandið skipa auk Mike þau Óskar Andri Ólafsson, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Birkir Ólafsson, Gunnar Illugi Sigurðsson, Hannah Rós Sigurðardóttir og Leifur Björnsson.hallfridur@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
"Það má segja að platan hafi skrifað sig sjálf á meðan á dvölinni stóð og um leið varð ég enn ástfangnari af Íslandi," segir Mike Lindsay, söngvari bresku hljómsveitarinnar Tunng, um sólóplötu sína Cheek Mountain Thief. Hún varð til að mestu yfir tveggja mánaða dvöl hans á Húsavík á síðasta ári og heldur hann tónleika 5. september á Faktorý og 7. september á Gamla bauknum, eina bar Húsvíkinga, ásamt hljómsveitinni sem hann kynntist þar. Platan kom út 17. ágúst og hefur hlotið frábæra dóma hjá breskum gagnrýnendum, þar á meðal fjórar stjörnur af fimm hjá Q magazine og The Guardian. Baksaga plötunnar er afar áhugaverð en Lindsay settist að í sumarhúsinu Kaldbaki við Kinnafjöllin í mars 2011. Tilgangur dvalarinnar var að heimsækja Hörpu Fönn Sigurjónsdóttur, sem hann var ástfanginn af. Þau kynntust í Þýskalandi árið 2006 og endurnýjuðu kynni sín við komu Tunng á Iceland Airwaves árið 2010. Ástin varð til þess að Mike býr nú á Íslandi og stefna þau á að gifta sig á Húsavík að ári. "Ég ætlaði að semja raftónlist en endaði með þjóðlagatónlist innblásna af því að vera á öðrum stað, og fólkinu og fjöllunum," segir hann og heldur áfram. "Þetta varð fljótt að samstarfsverkefni með fólki frá Húsavík." "Þegar ég kom til Reykjavíkur tók ég plötuna lengra," segir hann. Gunnar Örn Tynes úr Múm sá um hljóðblöndun og Mugison, Sin Fang og Mr. Silla sungu í nokkrum lögum. Söngvari þjóðarinnar, hinn eini og sanni Mugison, flytur íslenskan texta í laginu Showdown. "Já, en við þekktumst og höfðum spilað saman áður en hann varð frægasti maður á Íslandi," segir hann og hlær. "Sin Fang syngur í lögunum, Spirit, Fight og Darkness. Fyrra lagið fjallar um yfirnáttúrulega upplifun mína frá Húsavík. Hún átti sér stað um fimm um nótt í júní í fyrra. Þá var snjórinn að bráðna í Kinnafjöllunum og eftir varð risastórt spurningarmerki úr snjó." Cheek Mountain Thief leggur eftir tónleika vikunnar í tónleikaferð. Bandið skipa auk Mike þau Óskar Andri Ólafsson, Lára Sóley Jóhannsdóttir, Birkir Ólafsson, Gunnar Illugi Sigurðsson, Hannah Rós Sigurðardóttir og Leifur Björnsson.hallfridur@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira