Haustgöngurnar að byrja í Stóru-Laxá? 3. september 2012 22:41 Veiðimaður mundar stöngina í Stóru-Laxá. Mynd / Björgólfur Hávarðsson Tuttugu laxar veiddust í Stóru-Laxá í Hreppum í gær. Þetta rýmar ágætlega við þá staðreynd að veiði hefst venjulega ekki fyrir alvöru í Stóru fyrr en í lok ágúst eða jafnvel byrjun september. Haustgöngurnar geta verið ævintýralegar og geta veiðimenn lent í mikilli veislu. Á vef lax-á.is segir að flestum af þeim löxum sem veiddust í gær hafi verið sleppt. Það er enda svo að sleppa á öllum stórlaxi í Stóru-Laxá og einungis má hirða einn smálax á dag. Veiði í Stóru-Laxá hefur verið ótrúlega góð síðustu tvö ár. Í fyrra var heildarveiðin 766 laxar, sem er met. Árið 2010 veiddust 760 laxar. Útlit er fyrir að veiðin verði töluvert minni en þetta í ár enda hafa rétt á þriðja hundrað laxar veiðst í ánni það sem af er sumri. Þessi dræma veiði á reyndar við um fleiri ár eins og veiðimenn vita.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði
Tuttugu laxar veiddust í Stóru-Laxá í Hreppum í gær. Þetta rýmar ágætlega við þá staðreynd að veiði hefst venjulega ekki fyrir alvöru í Stóru fyrr en í lok ágúst eða jafnvel byrjun september. Haustgöngurnar geta verið ævintýralegar og geta veiðimenn lent í mikilli veislu. Á vef lax-á.is segir að flestum af þeim löxum sem veiddust í gær hafi verið sleppt. Það er enda svo að sleppa á öllum stórlaxi í Stóru-Laxá og einungis má hirða einn smálax á dag. Veiði í Stóru-Laxá hefur verið ótrúlega góð síðustu tvö ár. Í fyrra var heildarveiðin 766 laxar, sem er met. Árið 2010 veiddust 760 laxar. Útlit er fyrir að veiðin verði töluvert minni en þetta í ár enda hafa rétt á þriðja hundrað laxar veiðst í ánni það sem af er sumri. Þessi dræma veiði á reyndar við um fleiri ár eins og veiðimenn vita.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Veiðisýning á Egilsstöðum 3-6. nóvember Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Eyjafjarðará að ná sér eftir mikil skakkaföll Veiði