Ósáttir við dýr veiðileyfi 3. september 2012 08:00 Laxveiði. Veiðimenn eru margir hverjir ósáttir við hversu dýr veiðileyfin eru. Mynd/Trausti Harðar umræður hafa skapast um hversu dýr veiðileyfi í laxveiðiám eru orðin hér á landi á spjallborði síðunnar veiði.is. Eru menn flestir á eitt sáttir um að lækka þurfi verðið töluvert, leyfin séu nú þegar orðin allt of dýr auk þess sem veiðin hafi verið lítil. "Án þess að ég geti fullyrt það þá fullyrði ég að það sé ódýrara að fara t.d. til Írlands og veiða þar lax eða sjóbirting," segir einn spjallverja. Einhverjir hvetja til þess að veiðimenn haldi að sér höndum, bíði með að kaupa leyfi fyrir næsta sumar og neyði þannig leigutaka til að lækka verðið. Aðrir efast þó um samstöðu veiðimanna. "Við töluðum um þetta nákvæmlega sama fyrir ári síðan. Þá komu menn með háværar yfirlýsingar um að halda að sér höndum og mótmæla. Mörg þessara nafna birtast reglulega hér á veiði og segja okkur frá þeim laxveiði túrum sem þeir voru að kaupa :)," segir einn sem kallar sig Lunda og heldur svo áfram: "Ég stóð við mitt. Ég hef ekki keypt eitt einasta leyfi (að því undanskildu að kaupa beint af sanngjörnum bændum) en hef nú samt veitt vel í sumar. Ég á svo góða að, að mér hefur reyndar nokkrum sinnum verið boðið í lax, en aðalega veiði ég silung. Ég stend áfram við mitt. Ég mun ekki versla leyfi á þessu rugl verði." Spjallið má finna hér. kristjan@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Kavíar er nýja flugan sem þú þarft að prófa Veiði
Harðar umræður hafa skapast um hversu dýr veiðileyfi í laxveiðiám eru orðin hér á landi á spjallborði síðunnar veiði.is. Eru menn flestir á eitt sáttir um að lækka þurfi verðið töluvert, leyfin séu nú þegar orðin allt of dýr auk þess sem veiðin hafi verið lítil. "Án þess að ég geti fullyrt það þá fullyrði ég að það sé ódýrara að fara t.d. til Írlands og veiða þar lax eða sjóbirting," segir einn spjallverja. Einhverjir hvetja til þess að veiðimenn haldi að sér höndum, bíði með að kaupa leyfi fyrir næsta sumar og neyði þannig leigutaka til að lækka verðið. Aðrir efast þó um samstöðu veiðimanna. "Við töluðum um þetta nákvæmlega sama fyrir ári síðan. Þá komu menn með háværar yfirlýsingar um að halda að sér höndum og mótmæla. Mörg þessara nafna birtast reglulega hér á veiði og segja okkur frá þeim laxveiði túrum sem þeir voru að kaupa :)," segir einn sem kallar sig Lunda og heldur svo áfram: "Ég stóð við mitt. Ég hef ekki keypt eitt einasta leyfi (að því undanskildu að kaupa beint af sanngjörnum bændum) en hef nú samt veitt vel í sumar. Ég á svo góða að, að mér hefur reyndar nokkrum sinnum verið boðið í lax, en aðalega veiði ég silung. Ég stend áfram við mitt. Ég mun ekki versla leyfi á þessu rugl verði." Spjallið má finna hér. kristjan@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Sjóbleikjan mætt í Flókadalsá Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði Skemmtileg dagskrá fyrir unga veiðimenn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Veiði 50% afsláttur í Ytri Rangá Veiði Skiptir stærðin svona miklu máli? Veiði Kavíar er nýja flugan sem þú þarft að prófa Veiði