Hlynur Geir: Stefndi á að vera stigameistari | ætlar að draga úr keppnisgolfinu Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 2. september 2012 18:07 "Ég er mjög sáttur við þetta tímabil,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss eftir að hann tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni í golfi í dag. Hlynur endaði í fjórða sæti á síðasta stigamóti ársins, Símamótinu, sem lauk í Grafarholti í dag en þetta er í þriðja sinn sem Hlynur Geir verður stigameistari. "Ég stefndi á að verða stigameistari en ég held að þetta verði síðasta tímabilið hjá mér með þessum hætti. Ég ætla að einbeita mér að öðrum hlutum en ég mun alltaf mæta á Íslandsmótið í höggleik og reyna að landa þeim stóra – sem ég á eftir að gera. Þetta er orðið ágætt í bili,“ bætti Hlynur við. "Ég hef varla æft neitt af viti í sumar enda nóg að gera í því að ala upp afrekskylfinga á Selfossi auk þess að ala upp börnin mín. Þið munuð bara sjá mig á einu og einu móti á næstu árum. Ætli veðurspáin muni ekki ráða mestu um það,“ bætti Hlynur við og glotti. "Ég fór þetta á reynslunni í sumar og ágætlegu líkamlegu atgervi. Tæknilega og sveiflulega var ég ekki eins góður og áður en andlegi þátturinn var mun sterkari,“ sagði Hlynur Geir. Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
"Ég er mjög sáttur við þetta tímabil,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss eftir að hann tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni í golfi í dag. Hlynur endaði í fjórða sæti á síðasta stigamóti ársins, Símamótinu, sem lauk í Grafarholti í dag en þetta er í þriðja sinn sem Hlynur Geir verður stigameistari. "Ég stefndi á að verða stigameistari en ég held að þetta verði síðasta tímabilið hjá mér með þessum hætti. Ég ætla að einbeita mér að öðrum hlutum en ég mun alltaf mæta á Íslandsmótið í höggleik og reyna að landa þeim stóra – sem ég á eftir að gera. Þetta er orðið ágætt í bili,“ bætti Hlynur við. "Ég hef varla æft neitt af viti í sumar enda nóg að gera í því að ala upp afrekskylfinga á Selfossi auk þess að ala upp börnin mín. Þið munuð bara sjá mig á einu og einu móti á næstu árum. Ætli veðurspáin muni ekki ráða mestu um það,“ bætti Hlynur við og glotti. "Ég fór þetta á reynslunni í sumar og ágætlegu líkamlegu atgervi. Tæknilega og sveiflulega var ég ekki eins góður og áður en andlegi þátturinn var mun sterkari,“ sagði Hlynur Geir.
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira