Hlynur Geir: Stefndi á að vera stigameistari | ætlar að draga úr keppnisgolfinu Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 2. september 2012 18:07 "Ég er mjög sáttur við þetta tímabil,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss eftir að hann tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni í golfi í dag. Hlynur endaði í fjórða sæti á síðasta stigamóti ársins, Símamótinu, sem lauk í Grafarholti í dag en þetta er í þriðja sinn sem Hlynur Geir verður stigameistari. "Ég stefndi á að verða stigameistari en ég held að þetta verði síðasta tímabilið hjá mér með þessum hætti. Ég ætla að einbeita mér að öðrum hlutum en ég mun alltaf mæta á Íslandsmótið í höggleik og reyna að landa þeim stóra – sem ég á eftir að gera. Þetta er orðið ágætt í bili,“ bætti Hlynur við. "Ég hef varla æft neitt af viti í sumar enda nóg að gera í því að ala upp afrekskylfinga á Selfossi auk þess að ala upp börnin mín. Þið munuð bara sjá mig á einu og einu móti á næstu árum. Ætli veðurspáin muni ekki ráða mestu um það,“ bætti Hlynur við og glotti. "Ég fór þetta á reynslunni í sumar og ágætlegu líkamlegu atgervi. Tæknilega og sveiflulega var ég ekki eins góður og áður en andlegi þátturinn var mun sterkari,“ sagði Hlynur Geir. Golf Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
"Ég er mjög sáttur við þetta tímabil,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss eftir að hann tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni í golfi í dag. Hlynur endaði í fjórða sæti á síðasta stigamóti ársins, Símamótinu, sem lauk í Grafarholti í dag en þetta er í þriðja sinn sem Hlynur Geir verður stigameistari. "Ég stefndi á að verða stigameistari en ég held að þetta verði síðasta tímabilið hjá mér með þessum hætti. Ég ætla að einbeita mér að öðrum hlutum en ég mun alltaf mæta á Íslandsmótið í höggleik og reyna að landa þeim stóra – sem ég á eftir að gera. Þetta er orðið ágætt í bili,“ bætti Hlynur við. "Ég hef varla æft neitt af viti í sumar enda nóg að gera í því að ala upp afrekskylfinga á Selfossi auk þess að ala upp börnin mín. Þið munuð bara sjá mig á einu og einu móti á næstu árum. Ætli veðurspáin muni ekki ráða mestu um það,“ bætti Hlynur við og glotti. "Ég fór þetta á reynslunni í sumar og ágætlegu líkamlegu atgervi. Tæknilega og sveiflulega var ég ekki eins góður og áður en andlegi þátturinn var mun sterkari,“ sagði Hlynur Geir.
Golf Mest lesið „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Fótbolti Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ Íslenski boltinn Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Handbolti Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Fótbolti „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti Inter í undanúrslit Fótbolti „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Fótbolti Aþena vann loksins leik Körfubolti Chelsea skrapaði botninn með Southampton Enski boltinn Fleiri fréttir Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira