Haustveiðin farin af stað í Elliðaánum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. september 2012 16:00 Nýgenginn lax veiddist í Sjávarfossi í Elliðaánum fyrir nokkrum dögum. Mynd / Garðar Tveir laxar komu á land í morgun í Elliðaánum. Var það fyrsta vaktin af tveggja vikna tímabili sem bætt var við áður ákveðna veiðidaga í sumar. Aðeins er heimilt að veiða á flugu þessar tvær viðbótarvikur og er skylt að sleppa öllum laxi. Eingöngu er veitt í efri hluta ánna. Annar laxinn sem fékkst í morgun kom á Þýska snældu í Borgarstjóraholu og hinn veiddist í Hrauninu. Með þessum tveimur löxum var sumarveiðin í Elliðaánum komin upp í 769 laxa. Þótt veiðin síðustu vikurnar hafi verið mest á efsta svæðinu hafa fáeinir laxar skilað sér á land niður frá líka. Þannig veiddist nýgenginn lax í Sjávarfossi fyrir nokkrum dögum. Eitthvað er enn eftir af óseldum leyfum í Elliðaárnar hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Síðasti veiðidagurinn er 14. september. Veitt er á fjórar stangir. Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði
Tveir laxar komu á land í morgun í Elliðaánum. Var það fyrsta vaktin af tveggja vikna tímabili sem bætt var við áður ákveðna veiðidaga í sumar. Aðeins er heimilt að veiða á flugu þessar tvær viðbótarvikur og er skylt að sleppa öllum laxi. Eingöngu er veitt í efri hluta ánna. Annar laxinn sem fékkst í morgun kom á Þýska snældu í Borgarstjóraholu og hinn veiddist í Hrauninu. Með þessum tveimur löxum var sumarveiðin í Elliðaánum komin upp í 769 laxa. Þótt veiðin síðustu vikurnar hafi verið mest á efsta svæðinu hafa fáeinir laxar skilað sér á land niður frá líka. Þannig veiddist nýgenginn lax í Sjávarfossi fyrir nokkrum dögum. Eitthvað er enn eftir af óseldum leyfum í Elliðaárnar hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur. Síðasti veiðidagurinn er 14. september. Veitt er á fjórar stangir.
Stangveiði Mest lesið Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Mikið líf við Elliðavatn Veiði Flugan sem fiskurinn tekur aldrei Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði