Keilismaðurinn Kristján Þór Einarsson er með tveggja högga forystu eftir fyrsta hringinn á Síma-mótinu í golfi sem stendur nú yfir á Grafarholtsvelli í Reykjavík en þetta er lokastigamótið á Eimskipsmótaröðinni. Leiknar verða 54 holur í mótinu, þar af 36 holur í dag, laugardag. Strákarnir eru því á leiðinni út aftur á eftir.
Kristján Þór er að spila mjög vel en hann lék fyrstu 18 holurnar á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari. Einar Haukur Óskarsson úr Keili er í öðru sæti á parinu og í 3. sætinu er Magnús Lárusson úr Kili á einu höggi yfir pari.
Kristján Þór fékk fimm fugla á hringnum og einn af þremur skollum hans var á 18. holunni. Hann tapaði líka höggi á 2. og 11. holunni en annars var hann í feiknaformi.
Haraldur Franklín Magnús úr GR, tvöfaldur Íslandsmeistari á þessu tímabili, er í efsta sæti á stigalista karla með 5266,43 stig. Haraldur er ekki með í mótinu því hann hélt nýverið til náms í Bandaríkjunum.
Hlynur Geir Hjartarson, úr GOS, er með pálmann í höndunum í karlaflokki með 5157,50 stig. Andri Þór Björnsson úr GR er þriðji en hann verður ekki með um helgina. Þórður Rafn Gissurarson úr GR kemur í 4. sæti og hann ásamt Rúnari Arnórssyni úr GK eru þeir einu sem geta náð Hlyni að stigum.
Staðan eftir 18 holur hjá körlunum:
1. Kristján Þór Einarsson, GK -2
2. Einar Haukur Óskarsson, GK Par
3. Magnús Lárusson, GKJ +1
4. Þórður Rafn Gissurarson, GR +2
4. Arnar Snær Hákonarson GR +2
6. Hlynur Geir Hjartarson, GOS +4
6. Kjartan Dór Kjartansson, GKG +4
6. Örvar Samúelsson, GA +4
6. Gísli Sveinbergsson, GK +4
10. Tryggvi Pétursson, GR +5
Kristján Þór á tveimur höggum undir pari eftir fyrstu 18 holurnar
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við
Íslenski boltinn



„Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“
Íslenski boltinn

