Starfsfólk Evrópustofu, upplýsingamiðstöðvar ESB, tekur þátt í átakinu Öll með tölu, þar sem safnað er fyrir nýju og stærra húsnæði fyrir Kvennaathvarfið.
"Við viljum jafnframt skora á starfsfólk og stjórnarmenn Heimssýnar og Já Ísland að láta sig þetta brýna þjóðfélagsmál ekki síður varða en Evrópumálin, og taka þátt í átakinu, Öll með tölu," segir Birna Þórarinsdóttir, framkvæmdastýra Evrópustofu.
Allir starfsmenn flugfélagsins Wow keyptu tölu og fyrirtækið tvöfaldaði síðan upphæðina sem rann til samtakanna - sjá nánar hér.
Tölvuleikjafyrirtækið CCP styrkti einnig Kvennaathvarfið með kaupum á 150 tölum fyrir starfsmenn fyrirtækisins- sjá nánar hér.
Heimasíðan ollmedtolu.is.
