Ragnhildur Steinunn hitti Of Monsters í sundi Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. september 2012 11:57 Minnstu munaði að lagið "King and Lionheart", sem íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men hefur gert nokkuð frægt, kæmi aldrei út. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar, er höfundur lagsins og kveðst hún stundum vera svo feimin við að sýna strákunum í hljómsveitinni login sín að hún hafi varla þorað að sýna strákunum þetta lag. Frá þessu segir Nanna Bryndís í viðtali við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur í fyrsta þætti Ísþjóðarinnar sem sýndur er á RÚV í kvöld. Nanna Bryndís segist þurfa að hafa fulla trúa á lagahugmynd sinni áður en hún sýnir einhverjum,því henni þykir svo vænt um allt sem hún sendir frá sér. Hljómsveitin hefur lagt það í vana sinn að mæta í sundlaugina í Garðabæ eftir hvert tónleikaferðalag. Þar sprella strákarnir í rennubrautinni og slaka á í pottinum. Þeir Arnar, Árni, Kristján og Brynjar tóku því ekkert annað í mál en að hitta Ragnhildi Steinunni í heitapottinum í Garðabæ þegar kom að upptökum fyrir Ísþjóðina. Ragnhildur Steinunn segir að það hafi verið töluverð fyrirhöfn að ná hljómsveitinni saman fyrir upptökur á þættinum, enda sé dagskráin hjá hljómsveitinni stíf. "Þau hafa verið á stífu tónleikaferðalagi og öll þeirra mál fara í gegnum umboðsmann. Þau eru greinilega orðin stór og verða líklegast bara stærri," segir Ragnhildur Steinunn. Sé smellt á hlekkinn hér að ofan má sjá þegar sveitin tók King and Lionheart í Poppskúrnum á Vísi í fyrravetur. Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Minnstu munaði að lagið "King and Lionheart", sem íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men hefur gert nokkuð frægt, kæmi aldrei út. Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar, er höfundur lagsins og kveðst hún stundum vera svo feimin við að sýna strákunum í hljómsveitinni login sín að hún hafi varla þorað að sýna strákunum þetta lag. Frá þessu segir Nanna Bryndís í viðtali við Ragnhildi Steinunni Jónsdóttur í fyrsta þætti Ísþjóðarinnar sem sýndur er á RÚV í kvöld. Nanna Bryndís segist þurfa að hafa fulla trúa á lagahugmynd sinni áður en hún sýnir einhverjum,því henni þykir svo vænt um allt sem hún sendir frá sér. Hljómsveitin hefur lagt það í vana sinn að mæta í sundlaugina í Garðabæ eftir hvert tónleikaferðalag. Þar sprella strákarnir í rennubrautinni og slaka á í pottinum. Þeir Arnar, Árni, Kristján og Brynjar tóku því ekkert annað í mál en að hitta Ragnhildi Steinunni í heitapottinum í Garðabæ þegar kom að upptökum fyrir Ísþjóðina. Ragnhildur Steinunn segir að það hafi verið töluverð fyrirhöfn að ná hljómsveitinni saman fyrir upptökur á þættinum, enda sé dagskráin hjá hljómsveitinni stíf. "Þau hafa verið á stífu tónleikaferðalagi og öll þeirra mál fara í gegnum umboðsmann. Þau eru greinilega orðin stór og verða líklegast bara stærri," segir Ragnhildur Steinunn. Sé smellt á hlekkinn hér að ofan má sjá þegar sveitin tók King and Lionheart í Poppskúrnum á Vísi í fyrravetur.
Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira