Golf

Birgir Leifur lék á pari vallar í Kasakstan

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson seth
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, lék á pari vallar á fyrsta keppnisdegi á Áskorendamótaröð Evrópu í dag. Að þessu sinni er keppt í Kasakstan en Birgir er í 86.-101 sæti en alls eru 141 keppendur á mótinu. Birgir fékk skolla (+1) á 3., og 4. braut en hann náði þeim höggum til baka með fuglum (-1) á 9. gg 10. braut. Bandaríski kylfingurinn Peter Uhlein er efstur á -9 en hann lék á 63 höggum í dag. Birgir Leifur er í 125. sæti peningalistans á Áskorendamótaröðinni en mótið í Kasakstan er aðeins það fimmta á þessu tímabili hjá honum. Hann endaði í 52. sæti á móti sem fram fór í Rússlandi í síðustu viku en besti árangur hans á þessu tímabili er 5. sæti á móti sem fram fór í Danmörku um miðjan ágúst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×