Þekkt að bleikju fjölgi þegar laxi fækkar Svavar Hávarðsson skrifar 15. september 2012 07:00 Við Hrútafjarðará í sumar. Vatnsleysi hefur svo gott sem eyðilagt laxveiðisumarið í Hrútafjarðará en þykkar sjóbleikjutorfur hafa haldið veiðimönnum heitum. Mynd/Svavar Þorri veiðimanna er upptekinn af því að laxveiðin hefur ekki staðist væntingar. Hins vegar berast víða að fregnir af betri sjóbleikjuveiði en mörg fyrri ár. Þessi þróun hefur sést áður við íslenskar ár. Það liggur þegar fyrir að veiðisumarsins 2012 verður minnst fyrir litla laxveiði í mörgum af gjöfulustu ám landsins. Þetta hefur verið fyrsta og síðasta mál á dagskrá í öllum veiðihúsum í sumar, en lokasvör um ástæður þessa fást þó seint. Ekki verður horft fram hjá öfgum í veðri í þessu samhengi; er skemmst að minnast þess að þeir sem hafa haldið til veiða á Norðausturlandi glímdu lengst af í sumar við vatnsleysi og sólarbrækju en þeir sem veðjuðu á haustveiðina hrökklast undan snjóbyl. Fyrir undirrituðum er það allavega nýtt í byrjun september að á heimasíðum veiðifélaga séu veiðimenn hvattir til kynna sér færð á vegum áður en haldið er af stað.Góðar fréttir! Á sama tíma berast fréttir af góðri sjóbleikjuveiði, en af henni hafa menn haft töluverðar áhyggjur að undanförnu. Svo rammt kveður að þessu að þeir sem hafa farið til laxveiða snúa sér að nokkru leyti að bleikjunni, og hafa veitt vel. Má þar nefna Vatnsdalsá og Víðidalsá; landskunnar laxveiðiperlur en ekki síður frábær silungsveiðisvæði. „Við erum að sjá meira af fiski í sumar en í langan tíma. Við erum að fá miklu meira af bleikju. Á móti kemur að laxinn hefur lítið sem ekkert látið sjá sig, en það er enginn missir að honum," segir Björgvin Pálsson, verslunarstjóri Veiðiflugunnar á Reyðarfirði, sem annast umsýslu fyrir Norðfjarðará, eina bestu sjóbleikjuveiðiá landsins. Norðfjarðará hefur gefið um 800 bleikjur undanfarin ár og hefur sjaldan gefið undir 600 til 700 bleikjum. „En núna fer veiðin yfir þúsund bleikjur, það liggur fyrir. Veiðin hefur verið frábær eftir miðjan júlí en um það leyti helltist bleikjan inn og allir veiðistaðir hafa verið að gefa fína veiði," segir Björgvin. Veiðibók Norðfjarðarár sýnir að 60 til 70 bleikju dagveiði er algeng, en eins og gengur eru það menn sem þekkja vel til sem stunda ána. Hins vegar eru dagstangirnar þrjár hvergi nærri fullnýttar yfir sumarið og koma vikur þar sem auðvelt er að fá leyfi. Má hafa þetta í huga þegar veiðitölurnar eru skoðaðar. Björgvin þekkir vel til á Austurlandi, og var reyndar við veiðar í Breiðdalsá þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Hann segir að allar bleikjuár Austurlands, sem eru margar, hafi verið að gefa veiði. „Hún er ekki í neinu brjálæðislegu magni, en heilt yfir þá er alls staðar bleikja," segir Björgvin.Víða veiði Frá öðrum landshlutum berast svipaðar fréttir. Norðlenskar ár eru sumar hverjar að gefa betri veiði en lengi, aðrar halda vel sínu eins og Hörgá og Fnjóská. Í vatnsleysinu við Húnaflóann í sumar var sjóbleikjan það sem gladdi menn helst, til dæmis í Hrútafjarðará. Fréttir af góðri bleikjuveiði í Dölunum eru á skjön við fréttir undanfarinna ára. Má þá minnast á Fljótaá og Flókadalsá í Fljótum sem eru að gefa fantaveiði. Skal tekið fram að önnur þekkt svæði hafa ekki tekið við sér, eins og gengur, en uppsveifla er engu að síður merkjanleg.Hefur áður sést En þessi þróun er ekkert einsdæmi að sögn Guðna Guðbergssonar, fiskifræðings á Veiðimálastofnun. „Við höfum séð þetta áður; að þegar laxinn gefur eftir þá hefur bleikjan verið að sækja á. Við höfum stundum talið að veiðitölurnar hækki á bleikjunni vegna þess að sóknarmynstrið breytist þegar minna er af laxi en þar sem við erum með teljara þá sýna tölurnar þetta sama," segir Guðni. Guðni segir útilokað að fullyrða nokkuð um samhengi þarna á milli, enda um flókið samspil ólíkra þátta í náttúrunni að ræða. Til dæmis eigi eftir að gera sumarið upp í þessu tilliti. „En við höfum séð þetta áður og getur haft með það að gera að þegar skilyrðin eru laxinum óhagstæð þá líður bleikjunni betur, og öfugt. Þetta rímar við það að bleikjan er kaldvatnsfiskur og hann þrífst betur í kalda vatninu en laxinn. Minna má á að við fengum kalt vor í fyrra og það gæti haft með þetta að gera, að einhverju leyti. Þegar kemur að fiskstofnum þá geta hlutirnir gerst ansi hratt en erfitt er að fullyrða áður en öll kurl koma til grafar." svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Mokveiði á maðkinn í Ytri Rangá Veiði
Þorri veiðimanna er upptekinn af því að laxveiðin hefur ekki staðist væntingar. Hins vegar berast víða að fregnir af betri sjóbleikjuveiði en mörg fyrri ár. Þessi þróun hefur sést áður við íslenskar ár. Það liggur þegar fyrir að veiðisumarsins 2012 verður minnst fyrir litla laxveiði í mörgum af gjöfulustu ám landsins. Þetta hefur verið fyrsta og síðasta mál á dagskrá í öllum veiðihúsum í sumar, en lokasvör um ástæður þessa fást þó seint. Ekki verður horft fram hjá öfgum í veðri í þessu samhengi; er skemmst að minnast þess að þeir sem hafa haldið til veiða á Norðausturlandi glímdu lengst af í sumar við vatnsleysi og sólarbrækju en þeir sem veðjuðu á haustveiðina hrökklast undan snjóbyl. Fyrir undirrituðum er það allavega nýtt í byrjun september að á heimasíðum veiðifélaga séu veiðimenn hvattir til kynna sér færð á vegum áður en haldið er af stað.Góðar fréttir! Á sama tíma berast fréttir af góðri sjóbleikjuveiði, en af henni hafa menn haft töluverðar áhyggjur að undanförnu. Svo rammt kveður að þessu að þeir sem hafa farið til laxveiða snúa sér að nokkru leyti að bleikjunni, og hafa veitt vel. Má þar nefna Vatnsdalsá og Víðidalsá; landskunnar laxveiðiperlur en ekki síður frábær silungsveiðisvæði. „Við erum að sjá meira af fiski í sumar en í langan tíma. Við erum að fá miklu meira af bleikju. Á móti kemur að laxinn hefur lítið sem ekkert látið sjá sig, en það er enginn missir að honum," segir Björgvin Pálsson, verslunarstjóri Veiðiflugunnar á Reyðarfirði, sem annast umsýslu fyrir Norðfjarðará, eina bestu sjóbleikjuveiðiá landsins. Norðfjarðará hefur gefið um 800 bleikjur undanfarin ár og hefur sjaldan gefið undir 600 til 700 bleikjum. „En núna fer veiðin yfir þúsund bleikjur, það liggur fyrir. Veiðin hefur verið frábær eftir miðjan júlí en um það leyti helltist bleikjan inn og allir veiðistaðir hafa verið að gefa fína veiði," segir Björgvin. Veiðibók Norðfjarðarár sýnir að 60 til 70 bleikju dagveiði er algeng, en eins og gengur eru það menn sem þekkja vel til sem stunda ána. Hins vegar eru dagstangirnar þrjár hvergi nærri fullnýttar yfir sumarið og koma vikur þar sem auðvelt er að fá leyfi. Má hafa þetta í huga þegar veiðitölurnar eru skoðaðar. Björgvin þekkir vel til á Austurlandi, og var reyndar við veiðar í Breiðdalsá þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Hann segir að allar bleikjuár Austurlands, sem eru margar, hafi verið að gefa veiði. „Hún er ekki í neinu brjálæðislegu magni, en heilt yfir þá er alls staðar bleikja," segir Björgvin.Víða veiði Frá öðrum landshlutum berast svipaðar fréttir. Norðlenskar ár eru sumar hverjar að gefa betri veiði en lengi, aðrar halda vel sínu eins og Hörgá og Fnjóská. Í vatnsleysinu við Húnaflóann í sumar var sjóbleikjan það sem gladdi menn helst, til dæmis í Hrútafjarðará. Fréttir af góðri bleikjuveiði í Dölunum eru á skjön við fréttir undanfarinna ára. Má þá minnast á Fljótaá og Flókadalsá í Fljótum sem eru að gefa fantaveiði. Skal tekið fram að önnur þekkt svæði hafa ekki tekið við sér, eins og gengur, en uppsveifla er engu að síður merkjanleg.Hefur áður sést En þessi þróun er ekkert einsdæmi að sögn Guðna Guðbergssonar, fiskifræðings á Veiðimálastofnun. „Við höfum séð þetta áður; að þegar laxinn gefur eftir þá hefur bleikjan verið að sækja á. Við höfum stundum talið að veiðitölurnar hækki á bleikjunni vegna þess að sóknarmynstrið breytist þegar minna er af laxi en þar sem við erum með teljara þá sýna tölurnar þetta sama," segir Guðni. Guðni segir útilokað að fullyrða nokkuð um samhengi þarna á milli, enda um flókið samspil ólíkra þátta í náttúrunni að ræða. Til dæmis eigi eftir að gera sumarið upp í þessu tilliti. „En við höfum séð þetta áður og getur haft með það að gera að þegar skilyrðin eru laxinum óhagstæð þá líður bleikjunni betur, og öfugt. Þetta rímar við það að bleikjan er kaldvatnsfiskur og hann þrífst betur í kalda vatninu en laxinn. Minna má á að við fengum kalt vor í fyrra og það gæti haft með þetta að gera, að einhverju leyti. Þegar kemur að fiskstofnum þá geta hlutirnir gerst ansi hratt en erfitt er að fullyrða áður en öll kurl koma til grafar." svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Hafna fullyrðingum um riftun samnings í Eldvatni Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Mokveiði á maðkinn í Ytri Rangá Veiði