Handbolti

Valskonur unnu fyrsta uppgjörið við Fram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Valskonur urðu í gær Reykjavíkurmeistarar kvenna eftir 21-17 sigur á Fram í úrslitaleik mótsins sem fór fram í Vodafone Höllinni. Þetta kom fram á heimasíðu Handknattleikssambandsins.

Fram varð Reykjavíkurmeistari í fyrra en Valsliðið tók þá ekki þátt í mótinu. Valskonur höfðu hinsvegar betur en Framkonur í öllum mótum í fyrra en Valsliðið vann þá alla titla í boði. Valur vann Fram 3-2 í lokaúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn, 24-21 í 8 liða úrslitum bikarsins, 30-25 í úrslitaleik deildarbikarsins og 30-27 í Meistarakeppninni.

Markahæstar hjá Val í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins í gær voru Þorgerður Anna Atladóttir með 7 mörk og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir með 6 en hjá Fram var Stella Sigurðardóttir markahæst með 5 mörk og Elísabet Gunnarsdóttir skoraði 4 mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×