Drápa græn verður Hrygnan 2012 Trausti Hafliðason skrifar 12. september 2012 14:09 Kristín Reynisdóttir með allar flugurnar sem bárust í fluguhnýtingarkeppni Hrygnunnar. Mynd / Hrygnan Úrslit eru nú kunn í fluguhnýtingarkeppni veiðiverslunarinnar Hrygnunnar. Keppnin var styrktar góðu málefni og runnu 26 þúsund krónur til félagsskaparins „Kastað til bata." Alls bárust 52 flugur í keppnina, sem hefur verið í gangi í allt sumar. Fyrir hverja flugu sem skilað var inn runnu 500 krónur til verkefnisins „Kastað til bata". Um er ræða samstarfsverkefni Krabbameinsfélags Íslands, Samhjálpar kvenna og styrktaraðila þar sem konum sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini er boðið í veiðiferð. Ásdís Káradóttir tók við söfnunarfénu fyrir hönd verkefnisins. Úrslit í keppninni voru tilkynnt í fyrradag og voru sem hér segir:1. sæti: Hjörleifur Steinarsson með fluguna „Drápa græn". Verðlaun: Vision Fluguveiðistöng að eigin vali og stangardagur í Jöklu í samstarfi við Veiðiþjónustuna Strengi.2. sæti: Ásmundur Ársælsson með fluguna „Lóa hvít". Verðlaun: Ikon vöðlur frá Vision.3. sæti: Ásmundur Ársælsson með fluguna „Ásinn". Verðlaun: Kúra veiðijakki frá Vision. Vinningsflugna hlýtur nú nafnbótina „Hrygnan 2012". Í dómnefnd sátu fluguhnýtingarsnillingarnir Sigurður Pálsson og Valgarður Ragnarsson sem og Vilborg Reynisdóttir, en hún er formaður Stangveiðifélags Hafnarfjarðar og starfsmaður Hrygnunnar. Á vef Krabbameinsfélagsins segir að markmið verkefnisins „Kastað til bata" sé að veita konum tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál með því að æfa flugukast í stórkostlegu umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu og veiða, ef heppnin er með. Vanir fluguveiðimenn kenna þátttakendum að kasta flugu og verður tekið mið af líkamlegri getu þátttakenda.trausti@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Breytt viðhorf til Veitt og Sleppt Veiði
Úrslit eru nú kunn í fluguhnýtingarkeppni veiðiverslunarinnar Hrygnunnar. Keppnin var styrktar góðu málefni og runnu 26 þúsund krónur til félagsskaparins „Kastað til bata." Alls bárust 52 flugur í keppnina, sem hefur verið í gangi í allt sumar. Fyrir hverja flugu sem skilað var inn runnu 500 krónur til verkefnisins „Kastað til bata". Um er ræða samstarfsverkefni Krabbameinsfélags Íslands, Samhjálpar kvenna og styrktaraðila þar sem konum sem lokið hafa meðferð við brjóstakrabbameini er boðið í veiðiferð. Ásdís Káradóttir tók við söfnunarfénu fyrir hönd verkefnisins. Úrslit í keppninni voru tilkynnt í fyrradag og voru sem hér segir:1. sæti: Hjörleifur Steinarsson með fluguna „Drápa græn". Verðlaun: Vision Fluguveiðistöng að eigin vali og stangardagur í Jöklu í samstarfi við Veiðiþjónustuna Strengi.2. sæti: Ásmundur Ársælsson með fluguna „Lóa hvít". Verðlaun: Ikon vöðlur frá Vision.3. sæti: Ásmundur Ársælsson með fluguna „Ásinn". Verðlaun: Kúra veiðijakki frá Vision. Vinningsflugna hlýtur nú nafnbótina „Hrygnan 2012". Í dómnefnd sátu fluguhnýtingarsnillingarnir Sigurður Pálsson og Valgarður Ragnarsson sem og Vilborg Reynisdóttir, en hún er formaður Stangveiðifélags Hafnarfjarðar og starfsmaður Hrygnunnar. Á vef Krabbameinsfélagsins segir að markmið verkefnisins „Kastað til bata" sé að veita konum tækifæri til að styrkja sig á líkama og sál með því að æfa flugukast í stórkostlegu umhverfi, njóta samvista við veiðifélaga með svipaða reynslu og veiða, ef heppnin er með. Vanir fluguveiðimenn kenna þátttakendum að kasta flugu og verður tekið mið af líkamlegri getu þátttakenda.trausti@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Norðurá opnar á mánudaginn Veiði Sporðaköst byrja í kvöld á Stöð 2 Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Breytt viðhorf til Veitt og Sleppt Veiði