Listakonur kryfja mannsheilann BBI skrifar 11. september 2012 15:13 Sigrún Hlín og Saga. Mynd/Anton Brink Tvær ungar listakonur ætla að bregða sér í hlutverk vísindamanna og flytja fræðilegan fyrirlestur um mannsheilann í næstu viku. Stúlkurnar munu einblína á sjón og tilfinningar og skoða hvernig hugur mannsins vinnur úr sjónrænum- og tilfinningalegum upplýsingum. Þær hlutu styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna hjá Rannís og hafa í sumar kynnt sér mannsheilann í þaula. Stúlkurnar fengu inni hjá Íslenskri erfðagreiningu þar sem þær munu flytja fyrirlesturinn í einum háþróaðasta tæknisal landsins þann 19. september. „Sem er strax mjög skemmtilegt," segir Saga Garðarsdóttir, nýútskrifuð leikkona, en útskýrir þó að þær vinkonur hafi aldrei verið miklar á tæknilega sviðinu og því muni þær lítið nota hátæknina sem þeim stendur til boða. Stúlkurnar ætla í stuttu máli að fjalla um hvernig maðurinn er alltaf að skálda inn í eyðurnar, þ.e. hvernig hann ofskynjar stöðugt umhverfi sitt. „Til dæmis er fókuspunktur augans afskaplega þröngur. En svo fyllir heilinn samstundis upp í alla myndina með rökum eða ályktunum," segir Saga. „Þannig fjallar þetta í raun um hvað við erum öll skapandi þó við séum ekki að reyna það."Saga og Sigrún Hlín.Mynd/Anton BrinkSamstarfskona Sögu er myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir og saman ætluðu þær fyrst að fjalla um heilann eins og hann leggur sig. „En við komumst fljótt að því að heilinn er ekkert smá," segir Saga og því ákváðu þær að einbeita sér að sjón og tilfinningum. „Sem er fyndið því hún er myndlistakona og ég er leikari. Frekar dæmigerðir listamenn." Verkefnið er í raun tilraun til að tengja listir og vísindi saman sem er líklega ástæða þess að stúlkurnar fengu styrk hjá Rannís, að mati Sögu. Stelpurnar munu þannig feta vandrataða braut milli vísinda og listar í fyrirlestrinum. „Þetta verður í raun og veru bæði minni fræðilegur fyrirlestur og minni leiksýning en ég bjóst við að þetta yrði. Þetta er meiri blanda. Við verðum í sjálfu sér einhvers konar gervitaugafræðingar." Menning Tengdar fréttir Fyrirlestur og bók um mannsheilann „Við viljum sanna að leiðinlegt fólk geti haldið skemmtilega fyrirlestra,“ segir myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir um verkefni sitt og nýútskrifuðu leikkonunnar Sögu Garðarsdóttur en þær vinna í sumar við að kanna fyrirlestraformið og mannsheilann. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóð námsmanna hjá Rannís og lýkur með fræðilegum fyrirlestri sem verður hálfgerð sýning. 15. júní 2012 13:00 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Tvær ungar listakonur ætla að bregða sér í hlutverk vísindamanna og flytja fræðilegan fyrirlestur um mannsheilann í næstu viku. Stúlkurnar munu einblína á sjón og tilfinningar og skoða hvernig hugur mannsins vinnur úr sjónrænum- og tilfinningalegum upplýsingum. Þær hlutu styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna hjá Rannís og hafa í sumar kynnt sér mannsheilann í þaula. Stúlkurnar fengu inni hjá Íslenskri erfðagreiningu þar sem þær munu flytja fyrirlesturinn í einum háþróaðasta tæknisal landsins þann 19. september. „Sem er strax mjög skemmtilegt," segir Saga Garðarsdóttir, nýútskrifuð leikkona, en útskýrir þó að þær vinkonur hafi aldrei verið miklar á tæknilega sviðinu og því muni þær lítið nota hátæknina sem þeim stendur til boða. Stúlkurnar ætla í stuttu máli að fjalla um hvernig maðurinn er alltaf að skálda inn í eyðurnar, þ.e. hvernig hann ofskynjar stöðugt umhverfi sitt. „Til dæmis er fókuspunktur augans afskaplega þröngur. En svo fyllir heilinn samstundis upp í alla myndina með rökum eða ályktunum," segir Saga. „Þannig fjallar þetta í raun um hvað við erum öll skapandi þó við séum ekki að reyna það."Saga og Sigrún Hlín.Mynd/Anton BrinkSamstarfskona Sögu er myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir og saman ætluðu þær fyrst að fjalla um heilann eins og hann leggur sig. „En við komumst fljótt að því að heilinn er ekkert smá," segir Saga og því ákváðu þær að einbeita sér að sjón og tilfinningum. „Sem er fyndið því hún er myndlistakona og ég er leikari. Frekar dæmigerðir listamenn." Verkefnið er í raun tilraun til að tengja listir og vísindi saman sem er líklega ástæða þess að stúlkurnar fengu styrk hjá Rannís, að mati Sögu. Stelpurnar munu þannig feta vandrataða braut milli vísinda og listar í fyrirlestrinum. „Þetta verður í raun og veru bæði minni fræðilegur fyrirlestur og minni leiksýning en ég bjóst við að þetta yrði. Þetta er meiri blanda. Við verðum í sjálfu sér einhvers konar gervitaugafræðingar."
Menning Tengdar fréttir Fyrirlestur og bók um mannsheilann „Við viljum sanna að leiðinlegt fólk geti haldið skemmtilega fyrirlestra,“ segir myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir um verkefni sitt og nýútskrifuðu leikkonunnar Sögu Garðarsdóttur en þær vinna í sumar við að kanna fyrirlestraformið og mannsheilann. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóð námsmanna hjá Rannís og lýkur með fræðilegum fyrirlestri sem verður hálfgerð sýning. 15. júní 2012 13:00 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Fyrirlestur og bók um mannsheilann „Við viljum sanna að leiðinlegt fólk geti haldið skemmtilega fyrirlestra,“ segir myndlistarneminn Sigrún Hlín Sigurðardóttir um verkefni sitt og nýútskrifuðu leikkonunnar Sögu Garðarsdóttur en þær vinna í sumar við að kanna fyrirlestraformið og mannsheilann. Verkefnið hlaut styrk frá Nýsköpunarsjóð námsmanna hjá Rannís og lýkur með fræðilegum fyrirlestri sem verður hálfgerð sýning. 15. júní 2012 13:00